Þyngdaraflið verður ekki hunsað – tilfelli Venesúela Lars Christensen skrifar 5. október 2016 10:00 Lengi vel lofsungu sósíalistar víða um heim Venesúela sem efnahagslega velgengnissögu. Flestir hagfræðingar vissu allan tímann að Venesúela var aldrei vel heppnað heldur tálsýn. Það sem leit út eins og velgengni var einungis hundaheppni sem skapaðist af viðvarandi miklum hækkunum á olíuverði á fyrsta áratug þessarar aldar (munið að Venesúela er eitt af stærstu olíuframleiðsluríkjum heims). Nú er það hins vegar augljóst, jafnvel fyrir hörðustu sósíalista, að „Bólívarsbyltingin“ í Venesúela hefur verið efnahagslegt og félagslegt stórslys. Síðan 2013 hefur verg landsframleiðsla minnkað um næstum 20%, verðbólga hefur rokið upp og gæti vel orðið óðaverðbólga ef ríkisstjórn Maduros forseta breytir ekki fljótlega um stefnu. Venesúelski gjaldmiðillinn, bólívarinn, hefur hrapað og Venesúelamenn eru áfjáðir í að komast yfir gamla góða dollarinn.Óþægilegir útreikningar í peningahagfræðiEvrópskir vinstrisinnar verja „Bólívarsbyltinguna“ og hafa bergmálað útskýringar Maduros forseta á efnahagsóförunum – það séu „vondir, gráðugir kapítalistar“ sem hækka verð og valda hinni miklu verðbólgu, og bandarísk stjórnvöld hafi á einhvern hátt „unnið skemmdarverk“ á venesúelska hagkerfinu. Enginn hagfræðinemi þarf hins vegar að hugsa lengi um efnahagshrunið í Venesúela til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé dæmi um það sem bandarísku hagfræðingarnir Thomas Sargent og Neil Wallace, í mjög frægri (á meðal hagfræðinga) grein árið 1981, kölluðu „Nokkra óþægilega útreikninga í peningahagfræði“. Kjarninn í röksemdum Sargents og Wallace var að verðbólga væri í grundvallaratriðum peningafyrirbæri en ef ríkisfjármálin yrðu ósjálfbær myndu skapast væntingar um að ríkisstjórnin myndi fyrr eða síðar neyða seðlabankann til að setja prentvélarnar af stað til að fjármagna fjárlagahallann og það í sjálfu sér myndi valda aukinni verðbólgu. Og þetta er auðvitað einmitt það sem hefur átt sér stað í Venesúela. Jafnvel áður en olíuverðið byrjaði að lækka virtust ríkisfjármálin frekar ótraust vegna mikillar aukningar á opinberum útgjöldum og þegar olíuverðið byrjaði að lækka 2014 varð öllum mjög fljótt ljóst að ástand ríkisfjármála í Venesúela væri hörmulegt og þegar venesúelski seðlabankinn byrjaði í raun og veru að prenta peninga til að fjármagna sístækkandi fjárlagahalla þurfti engan snilling til að spá fyrir um mjög aukna verðbólgu.Að drepa venesúelska hagkerfið með því að skjóta sendiboðannÍ stað þess að viðurkenna grunnvandann – algerlega ótraust ríkisfjármál – hafa venesúelsk stjórnvöld ákveðið að kenna „vondum bröskurum“ og „gráðugum kapítalistum“ um eymd landsins. Þess vegna hefur stjórnin tekið upp gríðarlega ströng verðlagshöft. Aftur gæti hvaða fyrsta árs hagfræðinemi sem er sagt manni að ef maður tekur upp verðlagshöft og neyðir kaupmenn til að lækka verð undir það sem hefði verið markaðsverð, þá muni vörur fljótlega hverfa úr búðunum. Og það er auðvitað það sem gerðist. Niðurstaðan er sú að ekki einu sinni sósíalistar geta hunsað hið hagfræðilega þyngdarafl. Fyrr eða síðar tekur raunveruleikinn við. Því miður er efnahagslegt og þjóðfélagslegt hrun Venesúela enn einn vitnisburðurinn um að sósíalismi endar alltaf með hörmungum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Lengi vel lofsungu sósíalistar víða um heim Venesúela sem efnahagslega velgengnissögu. Flestir hagfræðingar vissu allan tímann að Venesúela var aldrei vel heppnað heldur tálsýn. Það sem leit út eins og velgengni var einungis hundaheppni sem skapaðist af viðvarandi miklum hækkunum á olíuverði á fyrsta áratug þessarar aldar (munið að Venesúela er eitt af stærstu olíuframleiðsluríkjum heims). Nú er það hins vegar augljóst, jafnvel fyrir hörðustu sósíalista, að „Bólívarsbyltingin“ í Venesúela hefur verið efnahagslegt og félagslegt stórslys. Síðan 2013 hefur verg landsframleiðsla minnkað um næstum 20%, verðbólga hefur rokið upp og gæti vel orðið óðaverðbólga ef ríkisstjórn Maduros forseta breytir ekki fljótlega um stefnu. Venesúelski gjaldmiðillinn, bólívarinn, hefur hrapað og Venesúelamenn eru áfjáðir í að komast yfir gamla góða dollarinn.Óþægilegir útreikningar í peningahagfræðiEvrópskir vinstrisinnar verja „Bólívarsbyltinguna“ og hafa bergmálað útskýringar Maduros forseta á efnahagsóförunum – það séu „vondir, gráðugir kapítalistar“ sem hækka verð og valda hinni miklu verðbólgu, og bandarísk stjórnvöld hafi á einhvern hátt „unnið skemmdarverk“ á venesúelska hagkerfinu. Enginn hagfræðinemi þarf hins vegar að hugsa lengi um efnahagshrunið í Venesúela til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé dæmi um það sem bandarísku hagfræðingarnir Thomas Sargent og Neil Wallace, í mjög frægri (á meðal hagfræðinga) grein árið 1981, kölluðu „Nokkra óþægilega útreikninga í peningahagfræði“. Kjarninn í röksemdum Sargents og Wallace var að verðbólga væri í grundvallaratriðum peningafyrirbæri en ef ríkisfjármálin yrðu ósjálfbær myndu skapast væntingar um að ríkisstjórnin myndi fyrr eða síðar neyða seðlabankann til að setja prentvélarnar af stað til að fjármagna fjárlagahallann og það í sjálfu sér myndi valda aukinni verðbólgu. Og þetta er auðvitað einmitt það sem hefur átt sér stað í Venesúela. Jafnvel áður en olíuverðið byrjaði að lækka virtust ríkisfjármálin frekar ótraust vegna mikillar aukningar á opinberum útgjöldum og þegar olíuverðið byrjaði að lækka 2014 varð öllum mjög fljótt ljóst að ástand ríkisfjármála í Venesúela væri hörmulegt og þegar venesúelski seðlabankinn byrjaði í raun og veru að prenta peninga til að fjármagna sístækkandi fjárlagahalla þurfti engan snilling til að spá fyrir um mjög aukna verðbólgu.Að drepa venesúelska hagkerfið með því að skjóta sendiboðannÍ stað þess að viðurkenna grunnvandann – algerlega ótraust ríkisfjármál – hafa venesúelsk stjórnvöld ákveðið að kenna „vondum bröskurum“ og „gráðugum kapítalistum“ um eymd landsins. Þess vegna hefur stjórnin tekið upp gríðarlega ströng verðlagshöft. Aftur gæti hvaða fyrsta árs hagfræðinemi sem er sagt manni að ef maður tekur upp verðlagshöft og neyðir kaupmenn til að lækka verð undir það sem hefði verið markaðsverð, þá muni vörur fljótlega hverfa úr búðunum. Og það er auðvitað það sem gerðist. Niðurstaðan er sú að ekki einu sinni sósíalistar geta hunsað hið hagfræðilega þyngdarafl. Fyrr eða síðar tekur raunveruleikinn við. Því miður er efnahagslegt og þjóðfélagslegt hrun Venesúela enn einn vitnisburðurinn um að sósíalismi endar alltaf með hörmungum.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun