Jafnrétti í samgöngum Aron Leví Beck skrifar 6. október 2016 16:23 Það er löngu orðið tímabært að ráðist sé í markvissar framkvæmdir á innviði borgarinnar. Framkvæmdir sem stuðla að jafnrétti í samgöngum. Þrenging Grensásvegar sunnan Miklubrautar hefur verið mikið í deiglunni upp á síðkastið. Verkefnið hefur verið í skotgröfunum og margir óánægðir með þessa áætlun. Það er eitt sem vekur undrun mína. Fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn breytingunni. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kemur þó fram: „Við leggjum áherslu á grænni, jákvæðari, skilvirkari og öruggari borg. Við viljum að fólk hafi raunverulegt val í samgöngum, hvort sem ferðamátinn er bíll, hjól, ganga eða almenningssamgöngur.“ Mér finnst hugtakið „þrenging“ í raun ekki eiga við. Það er ekki verið að þrengja að gangandi eða hjólandi vegfarendum, þvert á móti. Fólk sem velur einkabílinn ætti að taka því fagnandi að innviði, sem stuðlar að fjölbreyttum samgöngumátum, sé byggt upp. Því fleiri sem ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur, því færri bílar eru á götunum. Eðlilega vakna spurningar svo sem: Hvert eiga bílarnir þá að fara? Samuel Schwartz er einn fremsti samgönguverkfræðingur okkar tíma. Í bók sinni, Street Smart, tekur hann dæmi sem mér finnst eiga við hér. Þar vitnar hann í að einn sunnudagsmorgun í desember, árið 1973, hafi hluti stórrar stofnæðar hrunið undan vörubíl. Veginum var lokað og að öllu virtist fyrir fullt og allt, og þeir 80,000 bílar sem ferðuðust þar um daglega þurftu að finna nýjar leiðir. Þetta atvik ætti að hafa skapað umferðaröngþveiti, en gerði það ekki. Bílarnir einfaldlega hurfu. Þetta var klassískt dæmi um „byggjum það og þau munu koma“ en í fyrsta skipti snérist reglan upp í andhverfu sína: rífum það niður og þau munu fara. Fólk finnur sínar leiðir og er mjög ólíklegt að þessi breyting muni sprengja gatnakerfið í Reykjavík. Það er þó öllum ljóst að götur fyrir akandi vegfarendur í Reykjavík eru margar hverjar orðnar ansi lúnar; holóttar og vanræktar, skemma þær ökutæki borgarbúa og svo virðist vera að litlu sem engu fjármagni sé veitt í það viðhald sem á þarf að halda. Þessu má líkja við viðhaldi á húsi, því lengur sem þú frestar því, því dýrara verður það fyrir vikið. Þá er hægt að spyrja sig: afhverju er borgin að sólunda fjármagni í göngu- og hjólreiðastíga þegar önnur stærri og mikilvægari verkefni þurfa á fjármagninu að halda? Þó svo að fjármagn sé eyrnamerkt hinum og þessum verkefnum væri þá ekki ráðlagt að nýta peningana í eitthvað sem virkilega skiptir máli? Þegar hugað er að rekstri borgar þarf að líta til framtíðar. Þá vil ég aftur benda á viðhaldið; gatnakerfi borgar má ekki sitja á hakanum þó svo að fleiri mál séu mikilvæg. Þetta er í eitt af þeim fáu skiptum að fjármagni sem ætlað er til uppbyggingar innviðis fer ekki í að ofdekra einkabílinn. Margir upplifa þessar fyrirhuguðu framkvæmdir sem fávisku og rómantík. Gangandi og hjólandi vegfarendur hafa verið aukaatriði í Reykjavík allt frá upphafi úthverfaskipulagssins. Breiðar götur og pínulitlar gangstéttir. Það má þó ekki gera lítið úr gömlum vísindum. Þegar einkabíllinn ryður sér til rúms er farið á fulla ferð að aðlaga borgina að þörfum hans, þetta var það sem koma skyldi. Ég hef fulla trú á því að fólk geri það sem það telur best hverju sinni. Bíllinn var tákn frelsis en hefur nú sú hugmynd snúist upp í andhverfu sína. Reykjavík hefur verið að fletja sig út með tímanum og er fjarlægð milli íbúa orðin mjög mikil, þéttleikinn er lítill. Í svæðisskipulaginu, Höfuðborgarsvæðið 2040 hafa verið dregin vaxtamörk sem eigi að koma í veg fyrir frekari útþenslu. Langar vegalengdir milli fólks gerir það að verkum að erfitt er halda uppi góðum almenningssamgöngum. Fólk vill ekki nota strætó fyrr en ferðum verði fjölgað, en strætó vill ekki fjölga ferðum fyrr en fleiri nota strætó. Þar liggur kötturinn grafinn. Eins og fyrrum borgarstjóri Bogotá, Enrique Peñalosa, sagði: „Þróað land er ekki staður þar sem fátækir eiga bíla. Það er þar sem þeir ríku nota almenningssamgöngur“. Góðar almenningssamgöngur eru einn af þeim grunnþáttum sem þurfa að vera til staðar í heilbrigðri borg. Einkabíllinn er góður til síns brúks, ég get ekki ímyndað mér að strætisvagn sé vænlegur kostur til þess að færa steypuvél eða vinnupalla milli staða. Hann hefur fullan rétt á sér en ég á bágt með að trúa því að það sé ekki einn eða tveir þarna úti sem gætu sagt skilið við einkabílinn og notað aðra samgöngumáta með góðu móti. Þó svo að kalt geti verið í veðri má alltaf klæða sig betur. Hægt er að nýta hluta af því afgangsfé sem sparast við bíllausa lífstílinn til þess að kaupa sér hlý föt. Nú á að ráðast í það að byggja um 500 íbúðir í Skeifunni. Því ber að fagna í ljósi þess húsnæðisskorts sem vofir yfir samfélaginu um þessar mundir. Mér vitandi er aðeins einn einstaklingur með lögheimili í Skeifunni þó hún sé staðsett í þungamiðju borgarinnar. Sitt sýnist hverjum, en mitt persónulega álit er að Skeifan er ekki aðlaðandi staður fyrir fólk. Stórir verslunargámar og grátt malbikið er það sem kemur fyrst upp í huga mér. Fólk fer þangað til þess að sækja verslun og þjónustu en láta sig svo hverfa aftur á augabragði þegar erindagjörðum er lokið. Þær breytingar sem munu eiga sér stað á Grensásvegi eru lykilatriði í því að skapa öryggi fyrir það fólk sem mun koma til með að búa á svæðinu í framtíðinni. Þetta mun gefa svæðinu annan brag, líflegri og öruggari. Draumastaðan væri auðvitað sú að í borginni væru allir samgöngumátar jafnir. Að enginn ferðamáti myndi ógna öðrum. Bílar myndu ekki ógna hjólreiðarfólki, hjólreiðafólk myndi ekki ógna gangandi vegfarendum og strætó gæti runnið hindrunarlaus milli stoppistöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er löngu orðið tímabært að ráðist sé í markvissar framkvæmdir á innviði borgarinnar. Framkvæmdir sem stuðla að jafnrétti í samgöngum. Þrenging Grensásvegar sunnan Miklubrautar hefur verið mikið í deiglunni upp á síðkastið. Verkefnið hefur verið í skotgröfunum og margir óánægðir með þessa áætlun. Það er eitt sem vekur undrun mína. Fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn breytingunni. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kemur þó fram: „Við leggjum áherslu á grænni, jákvæðari, skilvirkari og öruggari borg. Við viljum að fólk hafi raunverulegt val í samgöngum, hvort sem ferðamátinn er bíll, hjól, ganga eða almenningssamgöngur.“ Mér finnst hugtakið „þrenging“ í raun ekki eiga við. Það er ekki verið að þrengja að gangandi eða hjólandi vegfarendum, þvert á móti. Fólk sem velur einkabílinn ætti að taka því fagnandi að innviði, sem stuðlar að fjölbreyttum samgöngumátum, sé byggt upp. Því fleiri sem ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur, því færri bílar eru á götunum. Eðlilega vakna spurningar svo sem: Hvert eiga bílarnir þá að fara? Samuel Schwartz er einn fremsti samgönguverkfræðingur okkar tíma. Í bók sinni, Street Smart, tekur hann dæmi sem mér finnst eiga við hér. Þar vitnar hann í að einn sunnudagsmorgun í desember, árið 1973, hafi hluti stórrar stofnæðar hrunið undan vörubíl. Veginum var lokað og að öllu virtist fyrir fullt og allt, og þeir 80,000 bílar sem ferðuðust þar um daglega þurftu að finna nýjar leiðir. Þetta atvik ætti að hafa skapað umferðaröngþveiti, en gerði það ekki. Bílarnir einfaldlega hurfu. Þetta var klassískt dæmi um „byggjum það og þau munu koma“ en í fyrsta skipti snérist reglan upp í andhverfu sína: rífum það niður og þau munu fara. Fólk finnur sínar leiðir og er mjög ólíklegt að þessi breyting muni sprengja gatnakerfið í Reykjavík. Það er þó öllum ljóst að götur fyrir akandi vegfarendur í Reykjavík eru margar hverjar orðnar ansi lúnar; holóttar og vanræktar, skemma þær ökutæki borgarbúa og svo virðist vera að litlu sem engu fjármagni sé veitt í það viðhald sem á þarf að halda. Þessu má líkja við viðhaldi á húsi, því lengur sem þú frestar því, því dýrara verður það fyrir vikið. Þá er hægt að spyrja sig: afhverju er borgin að sólunda fjármagni í göngu- og hjólreiðastíga þegar önnur stærri og mikilvægari verkefni þurfa á fjármagninu að halda? Þó svo að fjármagn sé eyrnamerkt hinum og þessum verkefnum væri þá ekki ráðlagt að nýta peningana í eitthvað sem virkilega skiptir máli? Þegar hugað er að rekstri borgar þarf að líta til framtíðar. Þá vil ég aftur benda á viðhaldið; gatnakerfi borgar má ekki sitja á hakanum þó svo að fleiri mál séu mikilvæg. Þetta er í eitt af þeim fáu skiptum að fjármagni sem ætlað er til uppbyggingar innviðis fer ekki í að ofdekra einkabílinn. Margir upplifa þessar fyrirhuguðu framkvæmdir sem fávisku og rómantík. Gangandi og hjólandi vegfarendur hafa verið aukaatriði í Reykjavík allt frá upphafi úthverfaskipulagssins. Breiðar götur og pínulitlar gangstéttir. Það má þó ekki gera lítið úr gömlum vísindum. Þegar einkabíllinn ryður sér til rúms er farið á fulla ferð að aðlaga borgina að þörfum hans, þetta var það sem koma skyldi. Ég hef fulla trú á því að fólk geri það sem það telur best hverju sinni. Bíllinn var tákn frelsis en hefur nú sú hugmynd snúist upp í andhverfu sína. Reykjavík hefur verið að fletja sig út með tímanum og er fjarlægð milli íbúa orðin mjög mikil, þéttleikinn er lítill. Í svæðisskipulaginu, Höfuðborgarsvæðið 2040 hafa verið dregin vaxtamörk sem eigi að koma í veg fyrir frekari útþenslu. Langar vegalengdir milli fólks gerir það að verkum að erfitt er halda uppi góðum almenningssamgöngum. Fólk vill ekki nota strætó fyrr en ferðum verði fjölgað, en strætó vill ekki fjölga ferðum fyrr en fleiri nota strætó. Þar liggur kötturinn grafinn. Eins og fyrrum borgarstjóri Bogotá, Enrique Peñalosa, sagði: „Þróað land er ekki staður þar sem fátækir eiga bíla. Það er þar sem þeir ríku nota almenningssamgöngur“. Góðar almenningssamgöngur eru einn af þeim grunnþáttum sem þurfa að vera til staðar í heilbrigðri borg. Einkabíllinn er góður til síns brúks, ég get ekki ímyndað mér að strætisvagn sé vænlegur kostur til þess að færa steypuvél eða vinnupalla milli staða. Hann hefur fullan rétt á sér en ég á bágt með að trúa því að það sé ekki einn eða tveir þarna úti sem gætu sagt skilið við einkabílinn og notað aðra samgöngumáta með góðu móti. Þó svo að kalt geti verið í veðri má alltaf klæða sig betur. Hægt er að nýta hluta af því afgangsfé sem sparast við bíllausa lífstílinn til þess að kaupa sér hlý föt. Nú á að ráðast í það að byggja um 500 íbúðir í Skeifunni. Því ber að fagna í ljósi þess húsnæðisskorts sem vofir yfir samfélaginu um þessar mundir. Mér vitandi er aðeins einn einstaklingur með lögheimili í Skeifunni þó hún sé staðsett í þungamiðju borgarinnar. Sitt sýnist hverjum, en mitt persónulega álit er að Skeifan er ekki aðlaðandi staður fyrir fólk. Stórir verslunargámar og grátt malbikið er það sem kemur fyrst upp í huga mér. Fólk fer þangað til þess að sækja verslun og þjónustu en láta sig svo hverfa aftur á augabragði þegar erindagjörðum er lokið. Þær breytingar sem munu eiga sér stað á Grensásvegi eru lykilatriði í því að skapa öryggi fyrir það fólk sem mun koma til með að búa á svæðinu í framtíðinni. Þetta mun gefa svæðinu annan brag, líflegri og öruggari. Draumastaðan væri auðvitað sú að í borginni væru allir samgöngumátar jafnir. Að enginn ferðamáti myndi ógna öðrum. Bílar myndu ekki ógna hjólreiðarfólki, hjólreiðafólk myndi ekki ógna gangandi vegfarendum og strætó gæti runnið hindrunarlaus milli stoppistöðva.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar