Fótbolti

Ögmundur: Sigurvegarar í þessu liði

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ögmundur gat lítið gert í mörkunum sem Finnar skoruðu.
Ögmundur gat lítið gert í mörkunum sem Finnar skoruðu. vísir/anton
Ögmundur Kristinsson varði mark Íslands í 3-2 sigrinum á Finnlandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi 2018 vegna meiðsla Hannesar Halldórssonar.

„Þetta var virkilega sætt og sýnir karakterinn sem býr í þessu liði,“ sagði Ögmundur eftir leikinn í kvöld.

„Þetta var ekki þægilegt í tilfinningin í hópnum var að myndum að minnsta kosti ná að jafna þetta og þegar við skoruðum var nægur tími eftir til að fá eina aukaspyrnu í viðbót til að lúðra þessu inn í teig. Við vorum mikið sterkari en þeir þar,“ sagði Ögmundur.

Ögmundur þurfti í tvígang að sækja boltann í netið þó hann hafi ekki haft mikið að gera í leiknum.

„Það var ekki mikið að gera annað en að sækja boltann tvisvar í netið. Ég á eftir að sjá þetta aftur en ég þetta var góður skalli og ég held gott skot líka,“ sagði Ögmundur um mörkin sem Finnland skoraði.

„Þeir eru tveir í honum og það var heppnisstimpill yfir seinna markinu. Hann skýtur, fær hann svo aftur og getur skotið viðstöðulaust. Það var erfitt að sjá boltann á milli tveggja þar.

„Ég geri mér vonir um að fái að byrja aftur gegn Tyrklandi en það er þjálfarinn sem velur liðið.

„Það eru sigurvegarar í þessu liði. Það er ástæðan fyrir að við erum að ná árangri. Menn gefast ekkert upp og halda áfram þangað til það er búið að flauta af. Það sýndi sig í kvöld,“ sagði Ögmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×