Fótbolti

Í hvaða heimi er þetta ekki rautt spjald? | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Niklas Moisander rífur í treyju Sveins Oddvar Moen.
Niklas Moisander rífur í treyju Sveins Oddvar Moen. vísir/anton
Niklas Moisander, fyrirliði finnska fótboltalandsliðsins, lét skapið hlaupa með sig í gönur eftir að Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í uppbótartíma í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld.

Hér má sjá myndband af sigurmarki Íslands og viðbrögðum Finnanna.

Sigurmark íslenska liðsins var afar umdeilt og Finnar voru langt frá því að vera sáttir með þá ákvörðun norska dómarans Svein Oddvar Moen að láta markið standa.

Þjálfari Finna, Hans Backe, talaði m.a. um að þetta væri hneyksli.Markvörður finnska liðsins, Lukas Hradecky, var einnig saltvondur yfir ákvörðuninni.

Eftir að Moen dæmdi markið gilt reif Moisander í hálsmálið á treyju dómarans eins og sjá má á myndunum hér að ofan sem Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók.

Ótrúlegt en satt vísaði Moen Moisander ekki af velli heldur lét gult spjald duga. Finninn má því teljast afar lánssamur að vera ekki á leiðinni í leikbann.


Tengdar fréttir

Ari Freyr: Við hættum aldrei

"Mér fannst þetta verðskuldaður sigur,“ sagði Ari Freyr Skúlason eftir 3-2 sigur Íslands á Finnlandi í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi 2018 í kvöld.

Lukas Hradecky: Fjárans skandall

Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld.

Ögmundur: Sigurvegarar í þessu liði

Ögmundur Kristinsson varði mark Íslands í 3-2 sigrinum á Finnlandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi 2018 vegna meiðsla Hannesar Halldórssonar.

Alfreð: Þetta var bara eitthvað rugl

Alfreð Finnbogason, framherji Íslands, var að vonum ánægður með sigurinn í leikslok, en Alfreð jafnaði metin í uppbótartíma eftir fyrirgjöf Gylfa Sigurðssonar.

Ragnar: Tek markið 100% á mig

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans.

Viðar Örn: Reiknaði með að byrja

Viðar Örn Kjartansson hefur verið duglegur að skora með félagsliðum sínum en bíður eftir tækifæri í byrjunarliði íslenska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×