Vindmyllur í Búrfellslundi gætu orðið 67 talsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. október 2016 18:30 Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. Landsvirkjun rekur nú þegar tvær vindmyllur á þessu svæði sem reistar voru 2012 í tilraunaskyni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum hefur stóraukist og vindaorka þykir eftirsóknarverður kostur. Vindurinn er ótakmörkuð auðlind, vinnslu rafmagns úr vindorku með vindmyllum fylgir enginn mengandi útblástur og með tækniframförum verða vindmyllur stöðugt hagkvæmari. Vindmyllugarðurinn hefur fengið heitið Búrfellslundur og kemur hann til með að líta svona út (sjá myndskeið með frétt) þegar vindmyllurnar hafa verið reistar. Í umfjöllun um Búrfellslund í þriðja áfanga rammáætlunar kemur fram að aðstæður til virkjunar vinds á þessu svæði séu óvenju hagstæðar. Reiknað er með að hámarkshæð vindmylla þegar spaðar eru í efstu stöðu sé alltaf lægri en 150 metrar. Fjöldi vindmylla yrði um það bil 58 talsins fyrir vindmyllur með 3,5 megawatta aflgetu og 67 vindmyllur með 3,0 megawatta aflgetu.Fjöldi vindmylla ræðst af því hvor stærðin verður valin en vindmyllurnar verða aldrei fleiri en 67 á þessu tiltekna svæði. Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þroúnarsviðs Landsvirkjunar. Vindafar mjög hentugt „Við teljum þetta vera besta staðinn sem við höfum haft í skoðun. Auðvitað eru aðrir staðir frambærilegir en þeir eru ekki jafn nálægt flutningslínum og öðrum innviðum eins og þessi staður,“ segir Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar. Vindafar í Búrfellslundi er mjög hentugt. Aðliggjandi fjallgarðar mynda trekt fyrir vind ofan af hálendinu sem streymir í gegnum framkvæmdasvæðið. „Þú setur vindmyllur niður á svæði þar sem er mjög mikill vindur. Svæðin þarna eru vindbarin, það er lítill gróður og þetta er ekki svæði þar sem er mikil náttúrufegurð.“ Er í biðflokki Það var niðurstaða verkefnisstjórnar í 3. áfanga rammaáætlunar að setja Búrfellslund í biðflokk ásamt 37 öðrum virkjanakostum. Landsvirkjun bíður því eftir stjórnvöldum. „Helstu neikvæðu áhrifin eru talin vera á ferðamennsku og það er ástæða þess að verkefnisstjórn um rammaáætlun setur þetta í biðflokk. Alþingi á eftir að samþykkja rammaáætlun og svo er auðvitað fjórði áfangi rammaáætlunar sem á eftir að fara af stað,“ segir Óli Grétar. Vindorkuver í Búrfellslundi Landsvirkjun Vindorka Orkumál Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. Landsvirkjun rekur nú þegar tvær vindmyllur á þessu svæði sem reistar voru 2012 í tilraunaskyni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum hefur stóraukist og vindaorka þykir eftirsóknarverður kostur. Vindurinn er ótakmörkuð auðlind, vinnslu rafmagns úr vindorku með vindmyllum fylgir enginn mengandi útblástur og með tækniframförum verða vindmyllur stöðugt hagkvæmari. Vindmyllugarðurinn hefur fengið heitið Búrfellslundur og kemur hann til með að líta svona út (sjá myndskeið með frétt) þegar vindmyllurnar hafa verið reistar. Í umfjöllun um Búrfellslund í þriðja áfanga rammáætlunar kemur fram að aðstæður til virkjunar vinds á þessu svæði séu óvenju hagstæðar. Reiknað er með að hámarkshæð vindmylla þegar spaðar eru í efstu stöðu sé alltaf lægri en 150 metrar. Fjöldi vindmylla yrði um það bil 58 talsins fyrir vindmyllur með 3,5 megawatta aflgetu og 67 vindmyllur með 3,0 megawatta aflgetu.Fjöldi vindmylla ræðst af því hvor stærðin verður valin en vindmyllurnar verða aldrei fleiri en 67 á þessu tiltekna svæði. Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þroúnarsviðs Landsvirkjunar. Vindafar mjög hentugt „Við teljum þetta vera besta staðinn sem við höfum haft í skoðun. Auðvitað eru aðrir staðir frambærilegir en þeir eru ekki jafn nálægt flutningslínum og öðrum innviðum eins og þessi staður,“ segir Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar. Vindafar í Búrfellslundi er mjög hentugt. Aðliggjandi fjallgarðar mynda trekt fyrir vind ofan af hálendinu sem streymir í gegnum framkvæmdasvæðið. „Þú setur vindmyllur niður á svæði þar sem er mjög mikill vindur. Svæðin þarna eru vindbarin, það er lítill gróður og þetta er ekki svæði þar sem er mikil náttúrufegurð.“ Er í biðflokki Það var niðurstaða verkefnisstjórnar í 3. áfanga rammaáætlunar að setja Búrfellslund í biðflokk ásamt 37 öðrum virkjanakostum. Landsvirkjun bíður því eftir stjórnvöldum. „Helstu neikvæðu áhrifin eru talin vera á ferðamennsku og það er ástæða þess að verkefnisstjórn um rammaáætlun setur þetta í biðflokk. Alþingi á eftir að samþykkja rammaáætlun og svo er auðvitað fjórði áfangi rammaáætlunar sem á eftir að fara af stað,“ segir Óli Grétar.
Vindorkuver í Búrfellslundi Landsvirkjun Vindorka Orkumál Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira