Hvernig gerir táknmálið mig að jafninga? Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 23. september 2016 13:54 Vikuna 19.-25.september er alþjóðavika heyrnarlausra, Alheimssamtök heyrnarlausra (World Federation of Deaf) skipuleggja árlega síðustu vikuna í september átak og vitundarvakningu á baráttu heyrnarlausra. Hvert ár er visst þema og í ár er það ,,Táknmálið gerir mig að jafninga”. Samfélög heyrnarlausra víða um heim fagna þessum tímamótum og skipuleggja ýmsa viðburði þar sem allir eru hvattir til að taka þátt. Félag heyrnarlausra leggur áherslu á í ár að vekja athygli á útrýmingahættu íslenska táknmálsins eins og má lega í grein sem Nathaniel Munice skrifaði í Döffblaðið, lesendur geta nálgast blaðið inná heimasíðu félagsins á slóðinni www.deaf.is. Í greininni má meðal annars lesa að á meðan við sitjum aðgerðarlaus deyr tungumálið út sem er svo sannarlega satt. Samkvæmt lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál ber ríki og sveitarfélögum skylda að varðveita og hlúa að íslensku táknmáli sem hafa hingað til verið fögur fyrirheit. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur gefið út tvær skýrslur þar sem fram kemur að íslenska táknmálið er í veikri stöðu. Bretta þarf upp ermar til að bjarga tungumálinu. Hvað er átt við með því að táknmálið geri mig að jafninga? Förum yfir nokkur atriði varðandi það að táknmálið geri mig að jafninga.Réttur við fæðingu, er grundvallar mannréttindi sem veitir barni rétt til að fá máltöku frá fæðingu, gefur barni þann möguleika að eiga fullnægjandi samskipti og stuðlar að vitrænum þroska. Börn þurfa greiðari aðgang að táknmálsumhverfi frá fæðingu. Döff sjálfmynd, með því er átt við að einstaklingur sem notar táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál í táknmálssamfélagi fær tækifæri til að vera öruggur einstaklingur og með góða sjálfsmynd. Aðgengileiki, með aðgangi og úthlutun á táknmálstúlkun veitir það þeim sem nota táknmál í daglegu lífi aðgang að allri þjónustu hvort sem hún er opinber eða ekki. Textun á öllu myndefni er gott dæmi um aðgengi að margmiðlun og sjónvarpsefni. Jafnt öðrum tungumálum, íslenskt táknmál er fullgilt tungumál. Það hefur verið staðfest í mörgum kerfisbundnum rannsóknum á málvísindum og táknmáli síðustu áratugi.Jafnrétti til atvinnutækifæra, einstaklingur sem notar táknmál í daglegu lífi geti verið á atvinnumarkaðinum eins og samfélagsþegnar hans. Möguleiki til starfsþróunar þarf að vera til staðar, aðalhindrunin að atvinnu er vegna óaðgengileika á táknálstúlkun á atvinnumarkaðinum.Tvítyngd menntun, það er mikilvægt að viðurkenna þá þörf á tvítyngdri menntun fyrir heyrnarlaus börn og að viðurkenna það að það er vöntun og þörf á góðu táknmálsumhverfi í skóla barnanna. Fullvirk tvítyngd menntun leggur góðan grunn að lestri og ritun á íslenskri tungu.Jöfn þátttaka, þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi þurfa jafnan aðgang til að eiga möguleika á þátttöku í persónulegum, opinberum og pólitískum málum. Mikilvægt er að tryggja heyrnarlausum þátttöku í umræðum og ákvarðanatökum er varða réttindi og málefni þeirra s.s “ ekkert um okkur, án okkar”.Lífslangur lærdómur, aðgengi að menntun, starfsnámi og áframhaldandi endurmenntun er lykilatriði til þess að þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi fái vinnu og haldi vinnu. Ef heyrnarlausum frá vöggu til grafar eru tryggð þessi atriði þá njótum við jafnréttis í okkar þjóðfélagi og eigum betri möguleika á auknum lífsgæðum í okkar þjóðfélagi og íslenska táknmálið á meiri möguleika til að dafna áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Vikuna 19.-25.september er alþjóðavika heyrnarlausra, Alheimssamtök heyrnarlausra (World Federation of Deaf) skipuleggja árlega síðustu vikuna í september átak og vitundarvakningu á baráttu heyrnarlausra. Hvert ár er visst þema og í ár er það ,,Táknmálið gerir mig að jafninga”. Samfélög heyrnarlausra víða um heim fagna þessum tímamótum og skipuleggja ýmsa viðburði þar sem allir eru hvattir til að taka þátt. Félag heyrnarlausra leggur áherslu á í ár að vekja athygli á útrýmingahættu íslenska táknmálsins eins og má lega í grein sem Nathaniel Munice skrifaði í Döffblaðið, lesendur geta nálgast blaðið inná heimasíðu félagsins á slóðinni www.deaf.is. Í greininni má meðal annars lesa að á meðan við sitjum aðgerðarlaus deyr tungumálið út sem er svo sannarlega satt. Samkvæmt lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál ber ríki og sveitarfélögum skylda að varðveita og hlúa að íslensku táknmáli sem hafa hingað til verið fögur fyrirheit. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur gefið út tvær skýrslur þar sem fram kemur að íslenska táknmálið er í veikri stöðu. Bretta þarf upp ermar til að bjarga tungumálinu. Hvað er átt við með því að táknmálið geri mig að jafninga? Förum yfir nokkur atriði varðandi það að táknmálið geri mig að jafninga.Réttur við fæðingu, er grundvallar mannréttindi sem veitir barni rétt til að fá máltöku frá fæðingu, gefur barni þann möguleika að eiga fullnægjandi samskipti og stuðlar að vitrænum þroska. Börn þurfa greiðari aðgang að táknmálsumhverfi frá fæðingu. Döff sjálfmynd, með því er átt við að einstaklingur sem notar táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál í táknmálssamfélagi fær tækifæri til að vera öruggur einstaklingur og með góða sjálfsmynd. Aðgengileiki, með aðgangi og úthlutun á táknmálstúlkun veitir það þeim sem nota táknmál í daglegu lífi aðgang að allri þjónustu hvort sem hún er opinber eða ekki. Textun á öllu myndefni er gott dæmi um aðgengi að margmiðlun og sjónvarpsefni. Jafnt öðrum tungumálum, íslenskt táknmál er fullgilt tungumál. Það hefur verið staðfest í mörgum kerfisbundnum rannsóknum á málvísindum og táknmáli síðustu áratugi.Jafnrétti til atvinnutækifæra, einstaklingur sem notar táknmál í daglegu lífi geti verið á atvinnumarkaðinum eins og samfélagsþegnar hans. Möguleiki til starfsþróunar þarf að vera til staðar, aðalhindrunin að atvinnu er vegna óaðgengileika á táknálstúlkun á atvinnumarkaðinum.Tvítyngd menntun, það er mikilvægt að viðurkenna þá þörf á tvítyngdri menntun fyrir heyrnarlaus börn og að viðurkenna það að það er vöntun og þörf á góðu táknmálsumhverfi í skóla barnanna. Fullvirk tvítyngd menntun leggur góðan grunn að lestri og ritun á íslenskri tungu.Jöfn þátttaka, þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi þurfa jafnan aðgang til að eiga möguleika á þátttöku í persónulegum, opinberum og pólitískum málum. Mikilvægt er að tryggja heyrnarlausum þátttöku í umræðum og ákvarðanatökum er varða réttindi og málefni þeirra s.s “ ekkert um okkur, án okkar”.Lífslangur lærdómur, aðgengi að menntun, starfsnámi og áframhaldandi endurmenntun er lykilatriði til þess að þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi fái vinnu og haldi vinnu. Ef heyrnarlausum frá vöggu til grafar eru tryggð þessi atriði þá njótum við jafnréttis í okkar þjóðfélagi og eigum betri möguleika á auknum lífsgæðum í okkar þjóðfélagi og íslenska táknmálið á meiri möguleika til að dafna áfram.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar