Hvernig gerir táknmálið mig að jafninga? Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 23. september 2016 13:54 Vikuna 19.-25.september er alþjóðavika heyrnarlausra, Alheimssamtök heyrnarlausra (World Federation of Deaf) skipuleggja árlega síðustu vikuna í september átak og vitundarvakningu á baráttu heyrnarlausra. Hvert ár er visst þema og í ár er það ,,Táknmálið gerir mig að jafninga”. Samfélög heyrnarlausra víða um heim fagna þessum tímamótum og skipuleggja ýmsa viðburði þar sem allir eru hvattir til að taka þátt. Félag heyrnarlausra leggur áherslu á í ár að vekja athygli á útrýmingahættu íslenska táknmálsins eins og má lega í grein sem Nathaniel Munice skrifaði í Döffblaðið, lesendur geta nálgast blaðið inná heimasíðu félagsins á slóðinni www.deaf.is. Í greininni má meðal annars lesa að á meðan við sitjum aðgerðarlaus deyr tungumálið út sem er svo sannarlega satt. Samkvæmt lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál ber ríki og sveitarfélögum skylda að varðveita og hlúa að íslensku táknmáli sem hafa hingað til verið fögur fyrirheit. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur gefið út tvær skýrslur þar sem fram kemur að íslenska táknmálið er í veikri stöðu. Bretta þarf upp ermar til að bjarga tungumálinu. Hvað er átt við með því að táknmálið geri mig að jafninga? Förum yfir nokkur atriði varðandi það að táknmálið geri mig að jafninga.Réttur við fæðingu, er grundvallar mannréttindi sem veitir barni rétt til að fá máltöku frá fæðingu, gefur barni þann möguleika að eiga fullnægjandi samskipti og stuðlar að vitrænum þroska. Börn þurfa greiðari aðgang að táknmálsumhverfi frá fæðingu. Döff sjálfmynd, með því er átt við að einstaklingur sem notar táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál í táknmálssamfélagi fær tækifæri til að vera öruggur einstaklingur og með góða sjálfsmynd. Aðgengileiki, með aðgangi og úthlutun á táknmálstúlkun veitir það þeim sem nota táknmál í daglegu lífi aðgang að allri þjónustu hvort sem hún er opinber eða ekki. Textun á öllu myndefni er gott dæmi um aðgengi að margmiðlun og sjónvarpsefni. Jafnt öðrum tungumálum, íslenskt táknmál er fullgilt tungumál. Það hefur verið staðfest í mörgum kerfisbundnum rannsóknum á málvísindum og táknmáli síðustu áratugi.Jafnrétti til atvinnutækifæra, einstaklingur sem notar táknmál í daglegu lífi geti verið á atvinnumarkaðinum eins og samfélagsþegnar hans. Möguleiki til starfsþróunar þarf að vera til staðar, aðalhindrunin að atvinnu er vegna óaðgengileika á táknálstúlkun á atvinnumarkaðinum.Tvítyngd menntun, það er mikilvægt að viðurkenna þá þörf á tvítyngdri menntun fyrir heyrnarlaus börn og að viðurkenna það að það er vöntun og þörf á góðu táknmálsumhverfi í skóla barnanna. Fullvirk tvítyngd menntun leggur góðan grunn að lestri og ritun á íslenskri tungu.Jöfn þátttaka, þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi þurfa jafnan aðgang til að eiga möguleika á þátttöku í persónulegum, opinberum og pólitískum málum. Mikilvægt er að tryggja heyrnarlausum þátttöku í umræðum og ákvarðanatökum er varða réttindi og málefni þeirra s.s “ ekkert um okkur, án okkar”.Lífslangur lærdómur, aðgengi að menntun, starfsnámi og áframhaldandi endurmenntun er lykilatriði til þess að þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi fái vinnu og haldi vinnu. Ef heyrnarlausum frá vöggu til grafar eru tryggð þessi atriði þá njótum við jafnréttis í okkar þjóðfélagi og eigum betri möguleika á auknum lífsgæðum í okkar þjóðfélagi og íslenska táknmálið á meiri möguleika til að dafna áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Vikuna 19.-25.september er alþjóðavika heyrnarlausra, Alheimssamtök heyrnarlausra (World Federation of Deaf) skipuleggja árlega síðustu vikuna í september átak og vitundarvakningu á baráttu heyrnarlausra. Hvert ár er visst þema og í ár er það ,,Táknmálið gerir mig að jafninga”. Samfélög heyrnarlausra víða um heim fagna þessum tímamótum og skipuleggja ýmsa viðburði þar sem allir eru hvattir til að taka þátt. Félag heyrnarlausra leggur áherslu á í ár að vekja athygli á útrýmingahættu íslenska táknmálsins eins og má lega í grein sem Nathaniel Munice skrifaði í Döffblaðið, lesendur geta nálgast blaðið inná heimasíðu félagsins á slóðinni www.deaf.is. Í greininni má meðal annars lesa að á meðan við sitjum aðgerðarlaus deyr tungumálið út sem er svo sannarlega satt. Samkvæmt lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál ber ríki og sveitarfélögum skylda að varðveita og hlúa að íslensku táknmáli sem hafa hingað til verið fögur fyrirheit. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur gefið út tvær skýrslur þar sem fram kemur að íslenska táknmálið er í veikri stöðu. Bretta þarf upp ermar til að bjarga tungumálinu. Hvað er átt við með því að táknmálið geri mig að jafninga? Förum yfir nokkur atriði varðandi það að táknmálið geri mig að jafninga.Réttur við fæðingu, er grundvallar mannréttindi sem veitir barni rétt til að fá máltöku frá fæðingu, gefur barni þann möguleika að eiga fullnægjandi samskipti og stuðlar að vitrænum þroska. Börn þurfa greiðari aðgang að táknmálsumhverfi frá fæðingu. Döff sjálfmynd, með því er átt við að einstaklingur sem notar táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál í táknmálssamfélagi fær tækifæri til að vera öruggur einstaklingur og með góða sjálfsmynd. Aðgengileiki, með aðgangi og úthlutun á táknmálstúlkun veitir það þeim sem nota táknmál í daglegu lífi aðgang að allri þjónustu hvort sem hún er opinber eða ekki. Textun á öllu myndefni er gott dæmi um aðgengi að margmiðlun og sjónvarpsefni. Jafnt öðrum tungumálum, íslenskt táknmál er fullgilt tungumál. Það hefur verið staðfest í mörgum kerfisbundnum rannsóknum á málvísindum og táknmáli síðustu áratugi.Jafnrétti til atvinnutækifæra, einstaklingur sem notar táknmál í daglegu lífi geti verið á atvinnumarkaðinum eins og samfélagsþegnar hans. Möguleiki til starfsþróunar þarf að vera til staðar, aðalhindrunin að atvinnu er vegna óaðgengileika á táknálstúlkun á atvinnumarkaðinum.Tvítyngd menntun, það er mikilvægt að viðurkenna þá þörf á tvítyngdri menntun fyrir heyrnarlaus börn og að viðurkenna það að það er vöntun og þörf á góðu táknmálsumhverfi í skóla barnanna. Fullvirk tvítyngd menntun leggur góðan grunn að lestri og ritun á íslenskri tungu.Jöfn þátttaka, þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi þurfa jafnan aðgang til að eiga möguleika á þátttöku í persónulegum, opinberum og pólitískum málum. Mikilvægt er að tryggja heyrnarlausum þátttöku í umræðum og ákvarðanatökum er varða réttindi og málefni þeirra s.s “ ekkert um okkur, án okkar”.Lífslangur lærdómur, aðgengi að menntun, starfsnámi og áframhaldandi endurmenntun er lykilatriði til þess að þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi fái vinnu og haldi vinnu. Ef heyrnarlausum frá vöggu til grafar eru tryggð þessi atriði þá njótum við jafnréttis í okkar þjóðfélagi og eigum betri möguleika á auknum lífsgæðum í okkar þjóðfélagi og íslenska táknmálið á meiri möguleika til að dafna áfram.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar