Fótbolti

Oblak haldið hreinu í sex heimaleikjum í Meistaradeildinni í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jan Oblak hefur ekki fengið á sig mark í tæpa 10 klukkutíma á heimavelli í Meistaradeildinni.
Jan Oblak hefur ekki fengið á sig mark í tæpa 10 klukkutíma á heimavelli í Meistaradeildinni. vísir/getty
Atlético Madrid vann frábæran 1-0 sigur á Bayern München í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær.



Yannick Ferreira Carrasco skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu. Og eitt mark dugar Atlético Madrid oftast til að vinna leiki á heimavelli sínum, Vicente Calderón, í Meistaradeildinni.

Atlético Madrid hefur nú haldið hreinu í sex heimaleikjum í röð í Meistaradeildinni. Goncalo Guedes var sá síðasti sem skoraði hjá Jan Oblak og Atlético Madrid-vörninni en hann gerði sigurmark Benfica í 1-2 sigri í riðlakeppninni á síðasta tímabili.

Síðan þá eru liðnar 579 mínútur. Atlético Madrid hefur því haldið hreinu í tæpa 10 klukkutíma í röð á heimavelli í Meistaradeildinni. Geri aðrir betur.

Lærisveinar Diegos Simeone eru með fullt hús stiga í D-riðli eftir fyrstu tvær umferðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×