Hótelið reis á níu mánuðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. september 2016 08:45 Í tilefni afmælisins fórum við í miklar endurbætur á hótelinu, veitingastaðurinn var tekinn í gegn og móttakan endurnýjuð,“ segir Jakob. Hótel Örk í Hveragerði á 30 ára sögu að baki og heldur afmælishátíð um helgina. „Það hefur verið góður gangur í rekstrinum síðustu ár en hótelið var mikill pakki á sínum tíma,“ segir Jakob Arnarson sem hefur verið hótelstjóri Hótel Arkar í tólf ár. „Þetta er eina hótelið á Íslandi með eigin útisundlaug og hér eru mikil salarkynni, húsið er 5.200 fermetrar að stærð en herbergin 85. Frá því fyrsta skóflustunga var tekin og þar til starfsemi var hafin í húsinu liðu bara níu mánuðir. Hér var sannarlega byggt af stórhug en kannski meira af kappi en forsjá.“ Raunverulega átti byggingin að vera 1500 fermetrar í byrjun en svo var endalaust byggt ofan á, að sögn Jakobs „Það var ekkert vesen í þá daga, bara hringt á bæjarskrifstofuna og spurt hvort það væri ekki í lagi að bæta við hæð! Þetta væri ekki hægt í dag. Bara það að fá leyfi fyrir sundlaug er stórmál.“ Það var Helgi Þór Jónsson byggingarverktaki sem reisti hótel Örk og rak hana í byrjun. Jakob segir hann fyrst bara hafa ætlað að byggja veitingastað. „Svo datt honum í hug að það væri kannski snjallt að vera með svona 15 herbergi líka en það endaði svona. Pælingin var að þetta yrði heilsuhótel því Þjóðverjar fóru mikið í heilsuferðalög á þessum tíma. Hér störfuðu sjúkraþjálfarar og læknar í byrjun þannig að ekki skorti metnaðinn. Hinsvegar var allt byggt á víxlum og reksturinn var þungur framan af.“Hótel Örk var byggð af stórhug og nýtist vel í dag.Haldið verður upp á 30 ára afmælið með fjölskylduvænum hætti, fyrir utan tilboð á gistingu og mat er opið hús milli klukkan 15 og 17 í dag. Þar er boðið upp á afmælisköku, ís fyrir krakkana, lasertag og Einar einstaki töframaður ætlar að koma í heimsókn. „Þeir sem vilja getað komið með golfkylfur því það er golfvöllur hér við hliðina á hótelinu,“ bendir Jakob á. Örkin er eitt af fáum hótelum á landinu sem státar af því.“ Kvót: „Það var ekkert vesen í þá daga, bara hringt á bæjarskrifstofuna og spurt hvort það væri ekki í lagi að bæta við hæð!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016. Lífið Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hótel Örk í Hveragerði á 30 ára sögu að baki og heldur afmælishátíð um helgina. „Það hefur verið góður gangur í rekstrinum síðustu ár en hótelið var mikill pakki á sínum tíma,“ segir Jakob Arnarson sem hefur verið hótelstjóri Hótel Arkar í tólf ár. „Þetta er eina hótelið á Íslandi með eigin útisundlaug og hér eru mikil salarkynni, húsið er 5.200 fermetrar að stærð en herbergin 85. Frá því fyrsta skóflustunga var tekin og þar til starfsemi var hafin í húsinu liðu bara níu mánuðir. Hér var sannarlega byggt af stórhug en kannski meira af kappi en forsjá.“ Raunverulega átti byggingin að vera 1500 fermetrar í byrjun en svo var endalaust byggt ofan á, að sögn Jakobs „Það var ekkert vesen í þá daga, bara hringt á bæjarskrifstofuna og spurt hvort það væri ekki í lagi að bæta við hæð! Þetta væri ekki hægt í dag. Bara það að fá leyfi fyrir sundlaug er stórmál.“ Það var Helgi Þór Jónsson byggingarverktaki sem reisti hótel Örk og rak hana í byrjun. Jakob segir hann fyrst bara hafa ætlað að byggja veitingastað. „Svo datt honum í hug að það væri kannski snjallt að vera með svona 15 herbergi líka en það endaði svona. Pælingin var að þetta yrði heilsuhótel því Þjóðverjar fóru mikið í heilsuferðalög á þessum tíma. Hér störfuðu sjúkraþjálfarar og læknar í byrjun þannig að ekki skorti metnaðinn. Hinsvegar var allt byggt á víxlum og reksturinn var þungur framan af.“Hótel Örk var byggð af stórhug og nýtist vel í dag.Haldið verður upp á 30 ára afmælið með fjölskylduvænum hætti, fyrir utan tilboð á gistingu og mat er opið hús milli klukkan 15 og 17 í dag. Þar er boðið upp á afmælisköku, ís fyrir krakkana, lasertag og Einar einstaki töframaður ætlar að koma í heimsókn. „Þeir sem vilja getað komið með golfkylfur því það er golfvöllur hér við hliðina á hótelinu,“ bendir Jakob á. Örkin er eitt af fáum hótelum á landinu sem státar af því.“ Kvót: „Það var ekkert vesen í þá daga, bara hringt á bæjarskrifstofuna og spurt hvort það væri ekki í lagi að bæta við hæð!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016.
Lífið Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira