Hótelið reis á níu mánuðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. september 2016 08:45 Í tilefni afmælisins fórum við í miklar endurbætur á hótelinu, veitingastaðurinn var tekinn í gegn og móttakan endurnýjuð,“ segir Jakob. Hótel Örk í Hveragerði á 30 ára sögu að baki og heldur afmælishátíð um helgina. „Það hefur verið góður gangur í rekstrinum síðustu ár en hótelið var mikill pakki á sínum tíma,“ segir Jakob Arnarson sem hefur verið hótelstjóri Hótel Arkar í tólf ár. „Þetta er eina hótelið á Íslandi með eigin útisundlaug og hér eru mikil salarkynni, húsið er 5.200 fermetrar að stærð en herbergin 85. Frá því fyrsta skóflustunga var tekin og þar til starfsemi var hafin í húsinu liðu bara níu mánuðir. Hér var sannarlega byggt af stórhug en kannski meira af kappi en forsjá.“ Raunverulega átti byggingin að vera 1500 fermetrar í byrjun en svo var endalaust byggt ofan á, að sögn Jakobs „Það var ekkert vesen í þá daga, bara hringt á bæjarskrifstofuna og spurt hvort það væri ekki í lagi að bæta við hæð! Þetta væri ekki hægt í dag. Bara það að fá leyfi fyrir sundlaug er stórmál.“ Það var Helgi Þór Jónsson byggingarverktaki sem reisti hótel Örk og rak hana í byrjun. Jakob segir hann fyrst bara hafa ætlað að byggja veitingastað. „Svo datt honum í hug að það væri kannski snjallt að vera með svona 15 herbergi líka en það endaði svona. Pælingin var að þetta yrði heilsuhótel því Þjóðverjar fóru mikið í heilsuferðalög á þessum tíma. Hér störfuðu sjúkraþjálfarar og læknar í byrjun þannig að ekki skorti metnaðinn. Hinsvegar var allt byggt á víxlum og reksturinn var þungur framan af.“Hótel Örk var byggð af stórhug og nýtist vel í dag.Haldið verður upp á 30 ára afmælið með fjölskylduvænum hætti, fyrir utan tilboð á gistingu og mat er opið hús milli klukkan 15 og 17 í dag. Þar er boðið upp á afmælisköku, ís fyrir krakkana, lasertag og Einar einstaki töframaður ætlar að koma í heimsókn. „Þeir sem vilja getað komið með golfkylfur því það er golfvöllur hér við hliðina á hótelinu,“ bendir Jakob á. Örkin er eitt af fáum hótelum á landinu sem státar af því.“ Kvót: „Það var ekkert vesen í þá daga, bara hringt á bæjarskrifstofuna og spurt hvort það væri ekki í lagi að bæta við hæð!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016. Lífið Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hótel Örk í Hveragerði á 30 ára sögu að baki og heldur afmælishátíð um helgina. „Það hefur verið góður gangur í rekstrinum síðustu ár en hótelið var mikill pakki á sínum tíma,“ segir Jakob Arnarson sem hefur verið hótelstjóri Hótel Arkar í tólf ár. „Þetta er eina hótelið á Íslandi með eigin útisundlaug og hér eru mikil salarkynni, húsið er 5.200 fermetrar að stærð en herbergin 85. Frá því fyrsta skóflustunga var tekin og þar til starfsemi var hafin í húsinu liðu bara níu mánuðir. Hér var sannarlega byggt af stórhug en kannski meira af kappi en forsjá.“ Raunverulega átti byggingin að vera 1500 fermetrar í byrjun en svo var endalaust byggt ofan á, að sögn Jakobs „Það var ekkert vesen í þá daga, bara hringt á bæjarskrifstofuna og spurt hvort það væri ekki í lagi að bæta við hæð! Þetta væri ekki hægt í dag. Bara það að fá leyfi fyrir sundlaug er stórmál.“ Það var Helgi Þór Jónsson byggingarverktaki sem reisti hótel Örk og rak hana í byrjun. Jakob segir hann fyrst bara hafa ætlað að byggja veitingastað. „Svo datt honum í hug að það væri kannski snjallt að vera með svona 15 herbergi líka en það endaði svona. Pælingin var að þetta yrði heilsuhótel því Þjóðverjar fóru mikið í heilsuferðalög á þessum tíma. Hér störfuðu sjúkraþjálfarar og læknar í byrjun þannig að ekki skorti metnaðinn. Hinsvegar var allt byggt á víxlum og reksturinn var þungur framan af.“Hótel Örk var byggð af stórhug og nýtist vel í dag.Haldið verður upp á 30 ára afmælið með fjölskylduvænum hætti, fyrir utan tilboð á gistingu og mat er opið hús milli klukkan 15 og 17 í dag. Þar er boðið upp á afmælisköku, ís fyrir krakkana, lasertag og Einar einstaki töframaður ætlar að koma í heimsókn. „Þeir sem vilja getað komið með golfkylfur því það er golfvöllur hér við hliðina á hótelinu,“ bendir Jakob á. Örkin er eitt af fáum hótelum á landinu sem státar af því.“ Kvót: „Það var ekkert vesen í þá daga, bara hringt á bæjarskrifstofuna og spurt hvort það væri ekki í lagi að bæta við hæð!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016.
Lífið Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira