Fögnuðu fram á nótt í Eyjum enda Páll á leiðinni á þing Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2016 10:47 Páll Magnússon á greinilega gott bakland á Heimaey enda Eyjamaður mikill. Mynd/Håkon Broder Lund Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttamaður, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eftir yfirburðarsigur í baráttunni um oddvitasætið í prófkjörinu sem lauk í gær. Lokatölur lágu ekki fyrir fyrr en seint í nótt en þá kom í ljós að Páll hafði hlotið 1771 atkvæði í 1. sætið en 3901 greiddi atkvæði í prófkjörinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hlaut 1021 atkvæði í 1. sætið og hafnaði í fjórða sæti listans. Ljóst er að úrslitin eru mikil tíðindi enda vel mögulegt að sitjandi ráðherra komist ekki inn á þing. Ásmundur Friðriksson hafnaði í 2. sæti og Vilhjálmur Árnason í því þriðja. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður flokksins, hafnaði í fimmta sæti listans. Karlmenn eru því í þremur efstu sætunum og gæti varið svo að kjörnefnd ákveði að breyta röðun á listanum með tilliti til kynja. Vilhjálmi Bjarnasyni, sem hafnaði í fjórða sæti listans í Kraganum, líst ekki vel á að leikreglunum sé breytt eftir á, eins og hann orðar það í samtali við Vísi. Fjögur efstu sæti flokksins í Kraganum eru skipuð karlmönnum og má segja að konur í Sjálfstæðisflokknum hafi beðið afhroð í kosningunum í Suður- og Suðvesturkjördæmi.Sjá einnig:Formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna í sjokki Páll, sem tilkynnti framboð sitt fyrir sléttum mánuði, sagðist í samtali við Vísi í nótt hrærður yfir þeim mikla stuðningi sem hann hefði fengið. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“ Um 200 manna veisla var haldin á kosningaskrifstofu Páls á Heimaey í gærkvöldi og fram á nótt. Þar var glatt á hjalla eins og sjá má á myndunum að neðan sem Håkon Broder Lund tók.Vísir hvetur þátttakendur í prófkjöri allra flokka til að senda inn myndir frá kosningabaráttunni á ritstjorn@visir.is. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30 Fagnaðarlæti í Eyjum: „Ég er hrærður yfir þessum mikla stuðningi“ Páll Magnússon hefur áhyggjur af stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum. 11. september 2016 00:51 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Sjá meira
Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttamaður, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eftir yfirburðarsigur í baráttunni um oddvitasætið í prófkjörinu sem lauk í gær. Lokatölur lágu ekki fyrir fyrr en seint í nótt en þá kom í ljós að Páll hafði hlotið 1771 atkvæði í 1. sætið en 3901 greiddi atkvæði í prófkjörinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hlaut 1021 atkvæði í 1. sætið og hafnaði í fjórða sæti listans. Ljóst er að úrslitin eru mikil tíðindi enda vel mögulegt að sitjandi ráðherra komist ekki inn á þing. Ásmundur Friðriksson hafnaði í 2. sæti og Vilhjálmur Árnason í því þriðja. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður flokksins, hafnaði í fimmta sæti listans. Karlmenn eru því í þremur efstu sætunum og gæti varið svo að kjörnefnd ákveði að breyta röðun á listanum með tilliti til kynja. Vilhjálmi Bjarnasyni, sem hafnaði í fjórða sæti listans í Kraganum, líst ekki vel á að leikreglunum sé breytt eftir á, eins og hann orðar það í samtali við Vísi. Fjögur efstu sæti flokksins í Kraganum eru skipuð karlmönnum og má segja að konur í Sjálfstæðisflokknum hafi beðið afhroð í kosningunum í Suður- og Suðvesturkjördæmi.Sjá einnig:Formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna í sjokki Páll, sem tilkynnti framboð sitt fyrir sléttum mánuði, sagðist í samtali við Vísi í nótt hrærður yfir þeim mikla stuðningi sem hann hefði fengið. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“ Um 200 manna veisla var haldin á kosningaskrifstofu Páls á Heimaey í gærkvöldi og fram á nótt. Þar var glatt á hjalla eins og sjá má á myndunum að neðan sem Håkon Broder Lund tók.Vísir hvetur þátttakendur í prófkjöri allra flokka til að senda inn myndir frá kosningabaráttunni á ritstjorn@visir.is.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30 Fagnaðarlæti í Eyjum: „Ég er hrærður yfir þessum mikla stuðningi“ Páll Magnússon hefur áhyggjur af stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum. 11. september 2016 00:51 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Sjá meira
Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30
Fagnaðarlæti í Eyjum: „Ég er hrærður yfir þessum mikla stuðningi“ Páll Magnússon hefur áhyggjur af stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum. 11. september 2016 00:51
Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning