Fagnaðarlæti í Eyjum: „Ég er hrærður yfir þessum mikla stuðningi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2016 00:51 "Það er 200 manna veisla í gangi og mikil fagnaðarlæti,“ segir Páll. Mynd/Håkon Broder Lund Allt bendir til þess að Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttamaður, muni leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Páll er efstur í prófkjöri flokksins þegar eitt þúsund atkvæði hafa verið talin. „Ég er mjög ánægður með þetta og hrærður yfri þessum mikla stuðningi sem ég fæ,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segist hafa unnið með afburðafólki í kosningabarátunni og það eigi hrós skilið. Hins vegar séu það kosningarnar sjálfar þann 29. október sem séu stóra málið. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“Hefur áhyggjur af stöðu kvenna Athygli vekur að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu er fjórða eftir fyrstu tölur. Hlutur kvenna í prófkjöri flokksins hefur vakið athygli en fjögur efstu sætin á listanum í Suðvesturkjördæmi eru skipuð körlum. Páll tekur undir áhyggjuraddir um stöðu kvenna í flokknum. „Já, ég held ég geti tekið undir það. Þetta er ákveðið áhyggjuefni en auðvitað er það þannig að það verði ekki leyst með því að karlar hætti að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Þetta er íhgununarefni og áhyggjuefni.“ Páll var staddur á kosningaskrifstofu sinni í Vestmannaeyjum þegar blaðamaður náði af honum tali. Þar var líf og fjör. „Það er 200 manna veisla í gangi og mikil fagnaðarlæti.“Ásmundur kann „trixið“ Víðar er vafalítið fagnað í Eyjum þar sem Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti á listanum þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. „Það er bara eitt trix í þessu, daginn eftir síðustu kosningar, 2013, þá hóf ég undirbúning að næstu kosningum. Og það hefur ekki dottið út dagur síðan. Ég er ekki að byrja neina kosningabaráttu, hún hefur staðið samfleytt. Ég er alltaf í vinnunni og það er engin breyting á mínum högum með það,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi í lok júlí.Ekki hefur náðst í Ragnheiði Elínu síðan fyrstu tölur voru birtar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.UppfærtPáll Magnússon vann yfirburðarsigur í prófkjörinu eins og lesa má nánar um hér. Að neðan má sjá myndir frá fögnuði Páls og stuðningsmanna hans í Eyjum. Þriðju tölur: 1. Páll Magnússon 2. Ásmundur Friðriksson 3. Vilhjálmur Árnason 4. Ragnheiður Elín Árnadóttir 5. Unnur Brá Konráðsdóttir— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016 Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30 Össur hafði betur gegn Sigríði Helgi Hjörvar hafnaði í fjórða sæti á eftir Evu Baldursdóttur. 10. september 2016 19:57 Prófkjör Samfylkingarinnar: Guðjón Brjánsson í fyrsta sæti í norðvestur kjördæmi Niðurstöður úr prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi liggja fyrir. 10. september 2016 20:01 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Engin læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á annan í jólum og á jóladag „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Sjá meira
Allt bendir til þess að Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttamaður, muni leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Páll er efstur í prófkjöri flokksins þegar eitt þúsund atkvæði hafa verið talin. „Ég er mjög ánægður með þetta og hrærður yfri þessum mikla stuðningi sem ég fæ,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segist hafa unnið með afburðafólki í kosningabarátunni og það eigi hrós skilið. Hins vegar séu það kosningarnar sjálfar þann 29. október sem séu stóra málið. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“Hefur áhyggjur af stöðu kvenna Athygli vekur að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu er fjórða eftir fyrstu tölur. Hlutur kvenna í prófkjöri flokksins hefur vakið athygli en fjögur efstu sætin á listanum í Suðvesturkjördæmi eru skipuð körlum. Páll tekur undir áhyggjuraddir um stöðu kvenna í flokknum. „Já, ég held ég geti tekið undir það. Þetta er ákveðið áhyggjuefni en auðvitað er það þannig að það verði ekki leyst með því að karlar hætti að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Þetta er íhgununarefni og áhyggjuefni.“ Páll var staddur á kosningaskrifstofu sinni í Vestmannaeyjum þegar blaðamaður náði af honum tali. Þar var líf og fjör. „Það er 200 manna veisla í gangi og mikil fagnaðarlæti.“Ásmundur kann „trixið“ Víðar er vafalítið fagnað í Eyjum þar sem Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti á listanum þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. „Það er bara eitt trix í þessu, daginn eftir síðustu kosningar, 2013, þá hóf ég undirbúning að næstu kosningum. Og það hefur ekki dottið út dagur síðan. Ég er ekki að byrja neina kosningabaráttu, hún hefur staðið samfleytt. Ég er alltaf í vinnunni og það er engin breyting á mínum högum með það,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi í lok júlí.Ekki hefur náðst í Ragnheiði Elínu síðan fyrstu tölur voru birtar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.UppfærtPáll Magnússon vann yfirburðarsigur í prófkjörinu eins og lesa má nánar um hér. Að neðan má sjá myndir frá fögnuði Páls og stuðningsmanna hans í Eyjum. Þriðju tölur: 1. Páll Magnússon 2. Ásmundur Friðriksson 3. Vilhjálmur Árnason 4. Ragnheiður Elín Árnadóttir 5. Unnur Brá Konráðsdóttir— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30 Össur hafði betur gegn Sigríði Helgi Hjörvar hafnaði í fjórða sæti á eftir Evu Baldursdóttur. 10. september 2016 19:57 Prófkjör Samfylkingarinnar: Guðjón Brjánsson í fyrsta sæti í norðvestur kjördæmi Niðurstöður úr prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi liggja fyrir. 10. september 2016 20:01 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Engin læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á annan í jólum og á jóladag „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Sjá meira
Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30
Össur hafði betur gegn Sigríði Helgi Hjörvar hafnaði í fjórða sæti á eftir Evu Baldursdóttur. 10. september 2016 19:57
Prófkjör Samfylkingarinnar: Guðjón Brjánsson í fyrsta sæti í norðvestur kjördæmi Niðurstöður úr prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi liggja fyrir. 10. september 2016 20:01