Vildu þeir Lilju kveðið hafa Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 14. september 2016 09:46 Hinn 10. september var ákveðið á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins að boða til flokksþings þann 1. og 2. október næst komandi. Er þá ljóst að formaður flokksins verður kosinn og stefnumál mörkuð fyrir næstu alþingiskosningar. Væringar innan stjórnmálaflokka síðustu ára hafa sýnt, að tíð formannsskipti eru síður en svo leið til að skapa trúverðugleika og traust gagnvart kjósendum. Kemur það til vegna þess að festa og trúverðugleiki í stjórnmálum haldast jafnan í hendur, og ef innanflokksátök eru dregin á opinberan vettvang, er það til þess fallið að skaða stjórnmálin enn frekar. Innanflokksátök og valdabarátta innan flokks á heima á vettvangi flokksins þar sem lýðræðislegir verkferlar eru virtir. Það sem skapar traust í stjórnmálum er fyrst og fremst árangur við pólitíska stefnumótun og framkvæmd, og að kjörnir fulltrúar séu stöðugir og taki vindinn í fangið þegar á móti blæs. Nú hefur komið í ljós að árásir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, vegna Panamaskjalanna, var öðru fremur byggð á sviksemi og óheiðarlegum vinnubrögðum Kastljóss og blaðamanna Reykjavík Media. Engar af þeim ásökunum sem hafa verið bornar á Sigmund hafa átt við rök að styðjast, og má segja fullum fetum, að Sigmundur hafi þurft að stíga til hliðar sem forsætisráðherra á grundvelli ósanninda og óheilinda tiltekinna blaðamanna. Á grundvelli þeirrar atburðarrásar, hafa andstæðingar Sigmundar brotið hefðir innan Framsóknarflokksins og dregið vopn sín úr slíðrum á opinberum vettvangi, í stað þess að treysta á reglur lýðræðis innan flokksins. Ljóst má vera að andstæðingar Sigmundar gera það ekki til að auka trúverðugleika flokksins, heldur til að koma sér og sínum til valda og áhrifa. Framganga þeirra hefur þegar skaðað trúverðugleika flokksins. Afrek Sigmundar Davíðs á sviði efnamagsmála eru bæði merk og ótvíræð, og má á framgöngu anstæðinga Sigmundar sjá, að jafnvel þeir viðurkenna glæsilegan árangur hans í starfi formanns Framsóknarflokksins. Má á málflutningi þeirra ráða að óheiðarleg vinnubrögð blaðamanna þoki þeim árangri til hliðar þegar trúverðugleiki og traust gagnvart kjósendum er metinn. Er sú afstaða fráleidd í mínum huga og lykta nú væringar innan flokksins af valdabrölti fremur en að hagsmunir flokks og þjóðar séu höfð að leiðarljósi. Mikilvægt er að árétta að lítill sómi og trúverðugleiki er í því fólginn að komast til valda og áhrifa á grundvelli árangurs þess fulltrúa sem verið er að reyna að koma frá völdum. Ef svo ólíklega vill til að Sigmundur verður felldur á næsta flokksþingi, mun öllum vera það ljóst, að árangur flokksins er ekki þeim formanni að þakka. Hafi flokksmenn hagsmuni flokks og þjóðar að leiðarljósi, mun Sigmundur Davíð leiða Framsóknarflokkinn í gegnum næstu alþingiskosningar.Höfundur er stjórnsýslufræðingur og skipar 5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hinn 10. september var ákveðið á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins að boða til flokksþings þann 1. og 2. október næst komandi. Er þá ljóst að formaður flokksins verður kosinn og stefnumál mörkuð fyrir næstu alþingiskosningar. Væringar innan stjórnmálaflokka síðustu ára hafa sýnt, að tíð formannsskipti eru síður en svo leið til að skapa trúverðugleika og traust gagnvart kjósendum. Kemur það til vegna þess að festa og trúverðugleiki í stjórnmálum haldast jafnan í hendur, og ef innanflokksátök eru dregin á opinberan vettvang, er það til þess fallið að skaða stjórnmálin enn frekar. Innanflokksátök og valdabarátta innan flokks á heima á vettvangi flokksins þar sem lýðræðislegir verkferlar eru virtir. Það sem skapar traust í stjórnmálum er fyrst og fremst árangur við pólitíska stefnumótun og framkvæmd, og að kjörnir fulltrúar séu stöðugir og taki vindinn í fangið þegar á móti blæs. Nú hefur komið í ljós að árásir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, vegna Panamaskjalanna, var öðru fremur byggð á sviksemi og óheiðarlegum vinnubrögðum Kastljóss og blaðamanna Reykjavík Media. Engar af þeim ásökunum sem hafa verið bornar á Sigmund hafa átt við rök að styðjast, og má segja fullum fetum, að Sigmundur hafi þurft að stíga til hliðar sem forsætisráðherra á grundvelli ósanninda og óheilinda tiltekinna blaðamanna. Á grundvelli þeirrar atburðarrásar, hafa andstæðingar Sigmundar brotið hefðir innan Framsóknarflokksins og dregið vopn sín úr slíðrum á opinberum vettvangi, í stað þess að treysta á reglur lýðræðis innan flokksins. Ljóst má vera að andstæðingar Sigmundar gera það ekki til að auka trúverðugleika flokksins, heldur til að koma sér og sínum til valda og áhrifa. Framganga þeirra hefur þegar skaðað trúverðugleika flokksins. Afrek Sigmundar Davíðs á sviði efnamagsmála eru bæði merk og ótvíræð, og má á framgöngu anstæðinga Sigmundar sjá, að jafnvel þeir viðurkenna glæsilegan árangur hans í starfi formanns Framsóknarflokksins. Má á málflutningi þeirra ráða að óheiðarleg vinnubrögð blaðamanna þoki þeim árangri til hliðar þegar trúverðugleiki og traust gagnvart kjósendum er metinn. Er sú afstaða fráleidd í mínum huga og lykta nú væringar innan flokksins af valdabrölti fremur en að hagsmunir flokks og þjóðar séu höfð að leiðarljósi. Mikilvægt er að árétta að lítill sómi og trúverðugleiki er í því fólginn að komast til valda og áhrifa á grundvelli árangurs þess fulltrúa sem verið er að reyna að koma frá völdum. Ef svo ólíklega vill til að Sigmundur verður felldur á næsta flokksþingi, mun öllum vera það ljóst, að árangur flokksins er ekki þeim formanni að þakka. Hafi flokksmenn hagsmuni flokks og þjóðar að leiðarljósi, mun Sigmundur Davíð leiða Framsóknarflokkinn í gegnum næstu alþingiskosningar.Höfundur er stjórnsýslufræðingur og skipar 5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun