Íslenski boltinn

Ágúst Þór: Ætlum okkur Evrópusætið

Árni Jóhannsson skrifar
Ágúst Gylfason var sáttur með sína menn.
Ágúst Gylfason var sáttur með sína menn. vísir/ernir
Fjölnir er í öðru sæti Pepsi-deildar karla eftir 2-0 sigur á Þrótti í Pepsi-deild karla í kvöld. Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, var ánægður með sigur sinna mann.

„Það er aldrei létt að spila fótboltaleiki en við sköpuðum okkur fullt af færum, skoruðum tvisvar og héldum hreinu og er það eitthvað sem maður getur verið ánægður með,“ sagði þjálfari Fjölnis þegar hann var spurður hvort þetta hafi verið létt hjá hans mönnum í kvöld.

Hann var spurður hvort hann hafi áhyggjur af því að missa mark inn í stöðunni 1-0 í dag.

„Vinnusemin var til fyrirmyndar og við kláruðum þetta með góðum þremur stigum. Það var léttir þegar við náðum seinna markinu klárlega, það var vitað að Þróttarar myndu liggja til baka og hugsanlega gera atlögu að okkur síðustu tíu mínúturnar  en sem betur fer náðum við að skora fyrir það og komast í 2-0 þannig að það varð dálítið panik hjá þeim að reyna að skora. Þá sköpuðum við alveg aragrúa af færum síðasta korterið en markvörður þeirra átti frábærann dag. Við erum mjög ánægðir með þrjú stigin í dag, það hjálpar okkur og settum stigamet hjá Fjölni. Við erum sáttir með það.“

Fjölnir er eitt í öðru sæti deildarinnar þegar þetta er skrifað og var Ágúst spurður hvort Fjölnismenn væru byrjaðir að plana Evrópuferðir á næsta ári.

„Nei það má alls ekki gera það fyrirfram. Við þurfum að standa okkur, halda áfram að æfa vel og vera undirbúnir að fara á KR völlinn á sunnudaginn. Þetta er allt úrslitaleikir fyrir okkur sem eftir eru og við verðum að halda haus, gera okkar besta og sjá hvort það dugi okkur til að klára verkefnið. Eins og við erum búnir að segja að við ætlum okkur þetta Evrópusæti og þetta var skref í þá átt en það er nóg eftir.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×