Skólamál sett í forgang Skúli Helgason skrifar 17. september 2016 07:00 Meirihluti borgarstjórnar hefur blásið til sóknar í skólamálum með aðgerðum í leikskólum og grunnskólum. Aðgerðirnar eru í tíu liðum og fela í sér að 919 milljónum króna er bætt við fjárveitingar til skólamála á þessu hausti.Hærri framlög til sérkennslu Framlög til sérkennslu í leikskólum og grunnskólum hækka um nærri 250 milljónir sem er afar mikilvægt því fagleg kennsla og stuðningur við börn með sérþarfir er eitt þýðingarmesta verkefni skólasamfélagsins og mikilvæg forsenda raunverulegs jafnréttis til náms. Samhliða auknum fjárveitingum munum við rýna vandlega hvernig sérkennsla og stuðningur nýtist viðkomandi börnum því eftirtektarvert er að hér á landi minnkar þörf fyrir sérkennslu ekki með hækkandi aldri ólíkt því sem tíðkast t.d. í Finnlandi þar sem mikil áhersla á snemmtæka íhlutun skilar sér í mun færri nemendum sem þurfa sérkennslu á mið- og unglingastigi grunnskólans.Efling faglegs starfs Fjármagn eykst til faglegs starfs í leikskólum og grunnskólum. Það er sérstakt ánægjuefni að geta tryggt starfsfólki leikskóla undirbúningstíma en tæpum 25 milljónum króna verður varið til þessa í haust með von um hækkun á næsta ári. Framlög til kaupa á námsgögnum til skapandi starfs í leikskólum hækka úr 1.800 kr. á barn í 3.000 kr. strax í haust. Þá verður aukið fjármagn, 60 m. kr., veitt til faglegrar stjórnunar í grunnskólum á þessu hausti.Fleiri ung börn á leikskóla Vilji okkar stendur til þess að bjóða yngri börnum á leikskóla og nú mun u.þ.b. 200 börnum sem fædd eru í mars og apríl 2015 bjóðast leikskólapláss frá og með áramótum. Leikskólarnir fá 425 milljónir til að fjármagna þessa þjónustu en nákvæm dagsetning á inntöku einstakra barna verður háð rými og stöðu starfsmannamála á einstökum leikskólum. Við munum ráðast í sameiginlegt átak með Félagi leikskólakennara, Félagi foreldra leikskólabarna og háskólasamfélaginu um leiðir til að laða fleira fagfólk til starfa. Við höfum lagt mikla áherslu á að bæta kjör skólafólks undanfarin tvö ár og varið til þess á fjórða milljarð króna. Þessar aðgerðir eru annar liður í því að gera starf á leikskólum og grunnskólum eftirsóknarverðara.Betri skólamatur Fjárveitingar til leikskóla og grunnskóla vegna skólamáltíða hækka verulega eða um 156 m. kr. strax í haust og nærri 360 m. kr. á næsta ári. Fæðisgjald verður hækkað í leik- og grunnskólum um 100 kr á dag fyrir hvert barn frá 1. október. Þeir fjármunir munu fara óskiptir í hráefnisinnkaup til að bæta gæði máltíða. Að auki mun hluta af hagræðingu vegna hráefnisinnkaupa verða skilað til baka, alls 45. m. kr. Skólar í Reykjavík munu eftir breytinguna búa við sambærileg framlög til hráefniskaupa og þau sveitarfélög sem leggja mest í matarinnkaup fyrir skólana.Aukinn stuðningur við stjórnendur Borgin leggur mikla áherslu á ábyrga fjármálastjórn og mun auka ráðgjöf og stuðning við stjórnendur varðandi fjármál og rekstur, meðferð halla og afgangs auk þess sem gerð verða ný líkön um deilingu fjármagns. Þessar fyrstu aðgerðir voru unnar í samráði við stjórnendur leikskóla og grunnskóla og verður áfram byggt á þeim uppbyggilega anda sem einkenndi það samstarf. Sameiginlegt markmið okkar allra verður að tryggja skóla – og frístundastarf í fremstu röð í höfuðborginni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar hefur blásið til sóknar í skólamálum með aðgerðum í leikskólum og grunnskólum. Aðgerðirnar eru í tíu liðum og fela í sér að 919 milljónum króna er bætt við fjárveitingar til skólamála á þessu hausti.Hærri framlög til sérkennslu Framlög til sérkennslu í leikskólum og grunnskólum hækka um nærri 250 milljónir sem er afar mikilvægt því fagleg kennsla og stuðningur við börn með sérþarfir er eitt þýðingarmesta verkefni skólasamfélagsins og mikilvæg forsenda raunverulegs jafnréttis til náms. Samhliða auknum fjárveitingum munum við rýna vandlega hvernig sérkennsla og stuðningur nýtist viðkomandi börnum því eftirtektarvert er að hér á landi minnkar þörf fyrir sérkennslu ekki með hækkandi aldri ólíkt því sem tíðkast t.d. í Finnlandi þar sem mikil áhersla á snemmtæka íhlutun skilar sér í mun færri nemendum sem þurfa sérkennslu á mið- og unglingastigi grunnskólans.Efling faglegs starfs Fjármagn eykst til faglegs starfs í leikskólum og grunnskólum. Það er sérstakt ánægjuefni að geta tryggt starfsfólki leikskóla undirbúningstíma en tæpum 25 milljónum króna verður varið til þessa í haust með von um hækkun á næsta ári. Framlög til kaupa á námsgögnum til skapandi starfs í leikskólum hækka úr 1.800 kr. á barn í 3.000 kr. strax í haust. Þá verður aukið fjármagn, 60 m. kr., veitt til faglegrar stjórnunar í grunnskólum á þessu hausti.Fleiri ung börn á leikskóla Vilji okkar stendur til þess að bjóða yngri börnum á leikskóla og nú mun u.þ.b. 200 börnum sem fædd eru í mars og apríl 2015 bjóðast leikskólapláss frá og með áramótum. Leikskólarnir fá 425 milljónir til að fjármagna þessa þjónustu en nákvæm dagsetning á inntöku einstakra barna verður háð rými og stöðu starfsmannamála á einstökum leikskólum. Við munum ráðast í sameiginlegt átak með Félagi leikskólakennara, Félagi foreldra leikskólabarna og háskólasamfélaginu um leiðir til að laða fleira fagfólk til starfa. Við höfum lagt mikla áherslu á að bæta kjör skólafólks undanfarin tvö ár og varið til þess á fjórða milljarð króna. Þessar aðgerðir eru annar liður í því að gera starf á leikskólum og grunnskólum eftirsóknarverðara.Betri skólamatur Fjárveitingar til leikskóla og grunnskóla vegna skólamáltíða hækka verulega eða um 156 m. kr. strax í haust og nærri 360 m. kr. á næsta ári. Fæðisgjald verður hækkað í leik- og grunnskólum um 100 kr á dag fyrir hvert barn frá 1. október. Þeir fjármunir munu fara óskiptir í hráefnisinnkaup til að bæta gæði máltíða. Að auki mun hluta af hagræðingu vegna hráefnisinnkaupa verða skilað til baka, alls 45. m. kr. Skólar í Reykjavík munu eftir breytinguna búa við sambærileg framlög til hráefniskaupa og þau sveitarfélög sem leggja mest í matarinnkaup fyrir skólana.Aukinn stuðningur við stjórnendur Borgin leggur mikla áherslu á ábyrga fjármálastjórn og mun auka ráðgjöf og stuðning við stjórnendur varðandi fjármál og rekstur, meðferð halla og afgangs auk þess sem gerð verða ný líkön um deilingu fjármagns. Þessar fyrstu aðgerðir voru unnar í samráði við stjórnendur leikskóla og grunnskóla og verður áfram byggt á þeim uppbyggilega anda sem einkenndi það samstarf. Sameiginlegt markmið okkar allra verður að tryggja skóla – og frístundastarf í fremstu röð í höfuðborginni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar