Við þurfum réttlátt námslánakerfi Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. september 2016 07:00 Þegar núverandi ríkisstjórn ákvað að flýta kosningum í kjölfar afhjúpana Panama-skjalanna ákvað meirihlutinn sömuleiðis að boða stutt sumarþing til að ljúka ýmsum mikilvægum málum, eins og það var orðað. Eitt af þeim málum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu sumarþingi er frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu. Fyrsta umræða um málið var málefnaleg og góð og komu þá þegar fram ýmsar spurningar um þær grundvallarbreytingar sem frumvarpið boðar. Í framhaldinu hefur verið kallað eftir umsögnum og hefur Háskóli Íslands meðal annars sent inn umsögn. Umsögn HÍ fylgja ályktanir Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem skólinn fékk til að fara yfir málið. Þar kemur margt áhugavert fram. Stóra grundvallarbreytingin sem felst í frumvarpinu er að allir námsmenn eigi rétt á námsstyrk en þeir sem þess þurfa geti tekið viðbótarlán upp í fulla framfærslu. Til þess að fjármagna breytingarnar eru vextir á lánum hækkaðir, úr einu prósenti í 2,5% auk álags, tekjutenging afborgana er afnumin, ákveðnar takmarkanir settar á endurgreiðslutíma og aldurstakmark sett á þá sem geta sótt um styrk eða lán. Það sem er jákvætt í frumvarpinu er að lagt er til að námsmenn eigi rétt á styrkjum. Önnur útfærsla á styrkjakerfi var lögð til í frumvarpi mínu vorið 2013 en Alþingi lauk ekki umfjöllun um það mál – sökum tímaskorts.Draga úr jafnrétti Aðrar breytingar sem lagðar eru til í þessu nýja frumvarpi eru hins vegar til þess fallnar að draga úr jafnrétti til náms og benda umsögn Háskóla Íslands og ályktanir Hagfræðistofnunar eindregið til þess að ekki eigi að ráðast í slíkar grundvallarbreytingar án þess að skoða málin miklu betur. Það sem meðal annars kemur þar fram er að frumvarpið feli í sér mismunun milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis þar sem þeir sem geta búið í heimahúsum njóta styrks en þeir sem ekki geta búið í heimahúsum þurfa að taka dýrari lán en nú eru í boði. Nauðsynlegt sé að greina frumvarpið út frá ólíkum áhrifum þess á kynin enda eru konur almennt eldri en karlar þegar þær ljúka háskólanámi og enn er því miður töluverður óútskýrður launamunur kynjanna í samfélaginu sem þýðir á mannamáli að konur fá hlutfallslega þyngri greiðslubyrði af sínum námslánum en karlar. Þá er reifað að þetta fyrirkomulag geti reynst erfitt þeim námsmönnum sem sækja nám erlendis. Að lokum er bent á að ef tekjutenging námslána verður afnumin auki það líkurnar á að lánþegar geti lent í greiðsluerfiðleikum að loknu námi. Í ályktunum Hagfræðistofnunar kemur fram að þeir sem ekki ná meðaltekjum muni margir hverjir eiga erfiðara með að greiða af lánum í nýju kerfi. Einnig er bent á að afnám tekjutengingar geti haft áhrif á námsval og dregið þannig úr fjölbreytni náms. Hættan er sú að ungt fólk velji sér nám út frá tekjumöguleikum en ekki raunverulegum vilja sem er þá líka ákveðin frelsisskerðing fyrir einstaklinginn. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er sérstaklega minnst á listnám í þessu samhengi. Sérstök rök með frumvarpinu eru sögð þau að það muni virka hvetjandi á námsmenn að ljúka námi á réttum tíma. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er hins vegar bent á að sú staðreynd að lánskjör versna í núverandi kerfi gæti haft það í för með sér að námsmenn kjósi að vinna meira til að þurfa ekki á eins miklum lánum að halda sem gæti haft þveröfug áhrif. Það er jákvætt að finna þá þverpólitísku samstöðu sem hefur myndast um að við eigum að taka upp námsstyrki. Hins vegar má sú breyting ekki verða til þess að skapa ranglátara kerfi fyrir þá sem þurfa á viðbótarlánum að halda og auka þannig ójöfnuð í samfélaginu. Slíkar tillögur er ekki hægt að samþykkja.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Þegar núverandi ríkisstjórn ákvað að flýta kosningum í kjölfar afhjúpana Panama-skjalanna ákvað meirihlutinn sömuleiðis að boða stutt sumarþing til að ljúka ýmsum mikilvægum málum, eins og það var orðað. Eitt af þeim málum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu sumarþingi er frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu. Fyrsta umræða um málið var málefnaleg og góð og komu þá þegar fram ýmsar spurningar um þær grundvallarbreytingar sem frumvarpið boðar. Í framhaldinu hefur verið kallað eftir umsögnum og hefur Háskóli Íslands meðal annars sent inn umsögn. Umsögn HÍ fylgja ályktanir Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem skólinn fékk til að fara yfir málið. Þar kemur margt áhugavert fram. Stóra grundvallarbreytingin sem felst í frumvarpinu er að allir námsmenn eigi rétt á námsstyrk en þeir sem þess þurfa geti tekið viðbótarlán upp í fulla framfærslu. Til þess að fjármagna breytingarnar eru vextir á lánum hækkaðir, úr einu prósenti í 2,5% auk álags, tekjutenging afborgana er afnumin, ákveðnar takmarkanir settar á endurgreiðslutíma og aldurstakmark sett á þá sem geta sótt um styrk eða lán. Það sem er jákvætt í frumvarpinu er að lagt er til að námsmenn eigi rétt á styrkjum. Önnur útfærsla á styrkjakerfi var lögð til í frumvarpi mínu vorið 2013 en Alþingi lauk ekki umfjöllun um það mál – sökum tímaskorts.Draga úr jafnrétti Aðrar breytingar sem lagðar eru til í þessu nýja frumvarpi eru hins vegar til þess fallnar að draga úr jafnrétti til náms og benda umsögn Háskóla Íslands og ályktanir Hagfræðistofnunar eindregið til þess að ekki eigi að ráðast í slíkar grundvallarbreytingar án þess að skoða málin miklu betur. Það sem meðal annars kemur þar fram er að frumvarpið feli í sér mismunun milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis þar sem þeir sem geta búið í heimahúsum njóta styrks en þeir sem ekki geta búið í heimahúsum þurfa að taka dýrari lán en nú eru í boði. Nauðsynlegt sé að greina frumvarpið út frá ólíkum áhrifum þess á kynin enda eru konur almennt eldri en karlar þegar þær ljúka háskólanámi og enn er því miður töluverður óútskýrður launamunur kynjanna í samfélaginu sem þýðir á mannamáli að konur fá hlutfallslega þyngri greiðslubyrði af sínum námslánum en karlar. Þá er reifað að þetta fyrirkomulag geti reynst erfitt þeim námsmönnum sem sækja nám erlendis. Að lokum er bent á að ef tekjutenging námslána verður afnumin auki það líkurnar á að lánþegar geti lent í greiðsluerfiðleikum að loknu námi. Í ályktunum Hagfræðistofnunar kemur fram að þeir sem ekki ná meðaltekjum muni margir hverjir eiga erfiðara með að greiða af lánum í nýju kerfi. Einnig er bent á að afnám tekjutengingar geti haft áhrif á námsval og dregið þannig úr fjölbreytni náms. Hættan er sú að ungt fólk velji sér nám út frá tekjumöguleikum en ekki raunverulegum vilja sem er þá líka ákveðin frelsisskerðing fyrir einstaklinginn. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er sérstaklega minnst á listnám í þessu samhengi. Sérstök rök með frumvarpinu eru sögð þau að það muni virka hvetjandi á námsmenn að ljúka námi á réttum tíma. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er hins vegar bent á að sú staðreynd að lánskjör versna í núverandi kerfi gæti haft það í för með sér að námsmenn kjósi að vinna meira til að þurfa ekki á eins miklum lánum að halda sem gæti haft þveröfug áhrif. Það er jákvætt að finna þá þverpólitísku samstöðu sem hefur myndast um að við eigum að taka upp námsstyrki. Hins vegar má sú breyting ekki verða til þess að skapa ranglátara kerfi fyrir þá sem þurfa á viðbótarlánum að halda og auka þannig ójöfnuð í samfélaginu. Slíkar tillögur er ekki hægt að samþykkja.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun