Tæplega 60 prósenta aukning í sætaframboði í vetur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2016 16:03 Reikna má með aukinni umferð í Leifsstöð í vetur miðað við aukið sætaframboð. vísir/GVA Aldrei hafa jafnmörg flugfélög flogið á jafnmarga áfangastaði í vetraráætlun á Keflavíkurflugvelli og verður á komandi vetri. Flugfélög í vetraráætlun verða 14 talsins, þau fljúga til 57 áfangastaða og sætaframboð eykst um 58 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Veturinn 2015/2016 voru tæpar tvær milljónir sæta í boði en komandi vetur verður framboðið yfir þrjár milljónir. Þegar þetta er skoðað í samanburði við síðustu ár kemur í ljós að sætaframboð fyrir komandi vetur er meira heldur en öll sumaráætlunin árið 2013 og meira en framboðið var allt árið 2011. Frestur flugfélaga til að staðfesta afgreiðslutíma sína í vetraráætlun, lok október til loka mars, á Keflavíkurflugvelli rann út í byrjun september og á því byggja þessar tölur. Í tilkynningunni frá Isavia segir að fyrirtækið hafi lagt sitt að mörkum til markaðssetja Ísland yfir vetrarmánuðina, líkt og Ferðaþjónustan á Íslandi í heild sinni. Isavia hafi verið öflugt í markaðssetningu gagnvart flugfélögum með hvatakerfi sem veiti flugfélögum sem fljúgi til Íslands allt árið mikinn afslátt í notendagjöldum. „Þessar aðgerðir hafa fjölgað þeim flugfélögum sem fljúga til Íslands allt árið, fjölgað áfangastöðunum sem standa til boða í beinu flugi og umfram allt aukið samkeppni og lækkað þannig verð á farmiðum til og frá Íslandi.“ Farþegum mun í vetur standa til boða beint flug til 57 áfangastaða og munu fjórtán flugfélög sinna fluginu. Flugfélög í vetraráætlun eru eftirfarandi: Air Berlin Air Iceland Atlantic Airways British Airways Delta easyJet Icelandair Norwegian Primera SAS Thomson Vueling Wizz Air WOW air Gert er ráð fyrir 63% fjölgun farþega í janúar sem hefur ávallt verið minnsti mánuður ársins. Í farþegaspá Isavia er miðað við meðalsætanýtingu síðustu fimm ára. Stefnir í að janúar verði litlu minni ferðamánuður en nóvember og febrúar gangi spáin eftir. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fleiri fréttir Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Sjá meira
Aldrei hafa jafnmörg flugfélög flogið á jafnmarga áfangastaði í vetraráætlun á Keflavíkurflugvelli og verður á komandi vetri. Flugfélög í vetraráætlun verða 14 talsins, þau fljúga til 57 áfangastaða og sætaframboð eykst um 58 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Veturinn 2015/2016 voru tæpar tvær milljónir sæta í boði en komandi vetur verður framboðið yfir þrjár milljónir. Þegar þetta er skoðað í samanburði við síðustu ár kemur í ljós að sætaframboð fyrir komandi vetur er meira heldur en öll sumaráætlunin árið 2013 og meira en framboðið var allt árið 2011. Frestur flugfélaga til að staðfesta afgreiðslutíma sína í vetraráætlun, lok október til loka mars, á Keflavíkurflugvelli rann út í byrjun september og á því byggja þessar tölur. Í tilkynningunni frá Isavia segir að fyrirtækið hafi lagt sitt að mörkum til markaðssetja Ísland yfir vetrarmánuðina, líkt og Ferðaþjónustan á Íslandi í heild sinni. Isavia hafi verið öflugt í markaðssetningu gagnvart flugfélögum með hvatakerfi sem veiti flugfélögum sem fljúgi til Íslands allt árið mikinn afslátt í notendagjöldum. „Þessar aðgerðir hafa fjölgað þeim flugfélögum sem fljúga til Íslands allt árið, fjölgað áfangastöðunum sem standa til boða í beinu flugi og umfram allt aukið samkeppni og lækkað þannig verð á farmiðum til og frá Íslandi.“ Farþegum mun í vetur standa til boða beint flug til 57 áfangastaða og munu fjórtán flugfélög sinna fluginu. Flugfélög í vetraráætlun eru eftirfarandi: Air Berlin Air Iceland Atlantic Airways British Airways Delta easyJet Icelandair Norwegian Primera SAS Thomson Vueling Wizz Air WOW air Gert er ráð fyrir 63% fjölgun farþega í janúar sem hefur ávallt verið minnsti mánuður ársins. Í farþegaspá Isavia er miðað við meðalsætanýtingu síðustu fimm ára. Stefnir í að janúar verði litlu minni ferðamánuður en nóvember og febrúar gangi spáin eftir.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fleiri fréttir Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur