Verð til bænda of hátt! Þórólfur Matthíasson skrifar 8. september 2016 07:00 Tvær fréttir á vef Bændablaðsins vekja athygli. Í annarri, dagsettri í lok júlí, er sagt frá því að sauðfjárbændur vilji 12,5% hækkun á skilaverði í haust, segja tilkostnað hafa hækkað. Í hinni, dagsettri í lok ágúst, er sagt frá því að sauðfjárbændur mótmæli harðlega (12%) lækkun afurðaverðs. Sauðfjárbúskapur á Íslandi stendur frammi fyrir margþættum vanda. Dæmi: Afleiðingar ofbeitar á afréttum og stórhættuleg lausaganga fjár á fjölförnum þjóðvegum eru ljóslifandi hverjum þeim sem ferðast um landið. Lítill vilji virðist meðal sauðfjárbænda til að takast á við þessi vandamál. Annar vandi snýr að því að neysla sauðfjárafurða hefur dregist stórlega saman á sama tíma og bændur kvarta sáran undan skilaverðinu. Offramleiðsluvandinn tengist ofbeitarvandanum og neyslusamdrættinum. Tölur segja sína sögu:Neyslan var nálægt 80% af heildarframleiðslunni en er nú ríflega 65%. Offramleiðslan hefur aukist úr að vera 30% umfram innanlandsmarkaðinn í að vera rösklega 50%. Sífelld markaðsátök erlendis hafa hugsanlega skilað söluaukningu, en sílækkandi skilaverð dugar ekki til að standa undir kostnaði við framleiðsluna og markaðssetninguna. Markaðsátök (að ekki sé sagt markaðsofbeldi vegna innflutningstálmana) innanlands hafa hugsanlega hægt á samdrætti innlendu neyslunnar. En hverjum manni sem skoðar strauma í kjötneyslu nágrannaþjóða má vera ljóst hvert stefnir. Neysla Dana og Svía nemur 1 kg af kjöti af sauðfé á ári, neysla Norðmanna nemur um 5 kg á mann á ári. Sé horft 10-20 ár fram í tímann er líklegt að neysla á mann á Íslandi verði ekki meiri en 10 kg á ári, kannski nær 5 kg á mann ári. Þ.e.a.s. heildarneyslan ætti að vera á bilinu 2-4 þúsund tonn á árunum 2026 til 2036. Ef ekki á að halda áfram á slóð gegndarlausrar offramleiðslu þarf að minnka sauðfjárstofninn á landinu um 60–80% á næstu 10-20 árum. Augljóslega er verðhækkun til bænda ekki hluti af því aðlögunarferli. Þar þarf önnur meðöl til. Þetta mættu þingmenn hafa í huga nú þegar þeir fjalla um búvörusamninga.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Tvær fréttir á vef Bændablaðsins vekja athygli. Í annarri, dagsettri í lok júlí, er sagt frá því að sauðfjárbændur vilji 12,5% hækkun á skilaverði í haust, segja tilkostnað hafa hækkað. Í hinni, dagsettri í lok ágúst, er sagt frá því að sauðfjárbændur mótmæli harðlega (12%) lækkun afurðaverðs. Sauðfjárbúskapur á Íslandi stendur frammi fyrir margþættum vanda. Dæmi: Afleiðingar ofbeitar á afréttum og stórhættuleg lausaganga fjár á fjölförnum þjóðvegum eru ljóslifandi hverjum þeim sem ferðast um landið. Lítill vilji virðist meðal sauðfjárbænda til að takast á við þessi vandamál. Annar vandi snýr að því að neysla sauðfjárafurða hefur dregist stórlega saman á sama tíma og bændur kvarta sáran undan skilaverðinu. Offramleiðsluvandinn tengist ofbeitarvandanum og neyslusamdrættinum. Tölur segja sína sögu:Neyslan var nálægt 80% af heildarframleiðslunni en er nú ríflega 65%. Offramleiðslan hefur aukist úr að vera 30% umfram innanlandsmarkaðinn í að vera rösklega 50%. Sífelld markaðsátök erlendis hafa hugsanlega skilað söluaukningu, en sílækkandi skilaverð dugar ekki til að standa undir kostnaði við framleiðsluna og markaðssetninguna. Markaðsátök (að ekki sé sagt markaðsofbeldi vegna innflutningstálmana) innanlands hafa hugsanlega hægt á samdrætti innlendu neyslunnar. En hverjum manni sem skoðar strauma í kjötneyslu nágrannaþjóða má vera ljóst hvert stefnir. Neysla Dana og Svía nemur 1 kg af kjöti af sauðfé á ári, neysla Norðmanna nemur um 5 kg á mann á ári. Sé horft 10-20 ár fram í tímann er líklegt að neysla á mann á Íslandi verði ekki meiri en 10 kg á ári, kannski nær 5 kg á mann ári. Þ.e.a.s. heildarneyslan ætti að vera á bilinu 2-4 þúsund tonn á árunum 2026 til 2036. Ef ekki á að halda áfram á slóð gegndarlausrar offramleiðslu þarf að minnka sauðfjárstofninn á landinu um 60–80% á næstu 10-20 árum. Augljóslega er verðhækkun til bænda ekki hluti af því aðlögunarferli. Þar þarf önnur meðöl til. Þetta mættu þingmenn hafa í huga nú þegar þeir fjalla um búvörusamninga.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar