Finnst engum þetta galið nema mér? Davíð Þorláksson skrifar 8. september 2016 21:02 Upprifjun á sögunni er okkur holl, sérstaklega í ljósi þess að persónur og leikendur í prófkjörum flokkanna eiga sér fortíð sem okkur væri hollara að muna þegar þeir stíga fram og leita sér að nýju hlutverki. Nýlega steig Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, fram á sjónarsviðið sem fullskapaður Vestmannaeyingur og sjálfstæðismaður og bauð sig fram til þess að leiða lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Látum liggja á milli hluta að fáir tengdu hann við Eyjar hvað þá heldur við Sjálfstæðisflokkinn. Rétt er að rifja upp að sá hinn sami var einmitt útvarpsstjórinn sem rak Ríkissjónvarpið með halla í mörg ár á kostnað okkar borgaranna. Frá stofnun RÚV ohf. hefur skuldsetning félagsins verið mikil, en á árunum 2012-2014 jukust vaxtaberandi skuldir RÚV um eina og hálfa milljón króna á dag að jafnaði. Sú ákvörðun árið 2013 að skuldbinda ríkisfjölmiðilinn um 4 milljarða með 15 ára samningi við Vodafone var einnig tekin í tíð Páls. Ákveðið var að fara í útboð um stafrænt dreifikerfi sem hafði takmarkaða framtíðarmöguleika eins og komið var inn á í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007-2015. Skýrslan sem oft var kölluð Eyþórsskýrslan, kom út 2015 og olli miklu fjaðrafoki, meðal annars frá fyrrnefndum Páli enda gagnrýni á hans störf. Í nútímasamfélagi telst óvenjulegt að gera samning við fyrirtæki til 15 ára. Í fyrrnefndri skýrslu kom fram að árið 2015 næmi núvirt skuldbinding vegna samningsins 4 milljörðum króna. Samningurinn fól í sér innleiðingu á starfrænni tækni sem er þegar orðin úreld, býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og var hvorki besta né ódýrasta lausnin. Þessum fjármunum hefur nú öllum verið kastað á glæ og ríkið er skuldbundið til að standa við samninginn allt til ársins 2028. Nú þegar ríkisstjórnin hefur hrundið af stað átakinu Ísland ljóstengt til næstu fimm ára er ljóst að þegar 99,9% þjóðarinnar eiga að vera komnir með fullkomna nettengingu árið 2020 mun RÚV enn eiga eftir 8 ár af umræddum samningi sem engum gagnast. Þessi meðferð á opinberu fé getur ekki talist góð og sá sem ábyrgðina ber vill nú verða ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins. RÚV verður þá ennþá að byggja upp lokað og ógagnvirkt dreifikerfi fyrir skattfé borgaranna á sama tíma og ríkið er að leggja 450 milljónir á þessu ári einu í tengingar á annað þúsund heimila og fyrirtækja í dreifbýli landsins við ljósleiðara. Þar með geta umrædd heimili og fyrirtæki náð öllum þeim stafrænu sjónvarpsstöðum sem bjóðast á markaðnum í dag og það ótengt gagnslausu dreifikerfi RÚV. Það sorglega er að RÚV getur ekki rift samningnum og allt er þetta í boði Páls Magnússonar. Ég er enginn sérstakur talsmaður þess að ríkið kosti ljósleiðaravæðingu landsins, en mér er annt um að skattfé sé vel varið. Fíllinn í herberginu, sem enginn minnist á, er að ef Páll Magnússon hefði ekki tekið þá afdrifaríku ákvörðun að byggja upp úrelt dreifikerfi fyrir RÚV þá hefði verið hægt fyrir sömu eða minni upphæðir að ljósleiðaravæða allt landið og fjarskipti á landsbyggðinni væru þegar orðin jafn góð og í borginni. Í staðinn situr ríkið upp með kostnað af úreltu dreifikerfi til viðbótar við ljósleiðaravæðingu landsins og sá sem ber ábyrgð á klúðrinu telur að hann eigi tilkall til þingsæstis. Finnst engum þetta galið nema mér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Kosningar 2016 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Upprifjun á sögunni er okkur holl, sérstaklega í ljósi þess að persónur og leikendur í prófkjörum flokkanna eiga sér fortíð sem okkur væri hollara að muna þegar þeir stíga fram og leita sér að nýju hlutverki. Nýlega steig Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, fram á sjónarsviðið sem fullskapaður Vestmannaeyingur og sjálfstæðismaður og bauð sig fram til þess að leiða lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Látum liggja á milli hluta að fáir tengdu hann við Eyjar hvað þá heldur við Sjálfstæðisflokkinn. Rétt er að rifja upp að sá hinn sami var einmitt útvarpsstjórinn sem rak Ríkissjónvarpið með halla í mörg ár á kostnað okkar borgaranna. Frá stofnun RÚV ohf. hefur skuldsetning félagsins verið mikil, en á árunum 2012-2014 jukust vaxtaberandi skuldir RÚV um eina og hálfa milljón króna á dag að jafnaði. Sú ákvörðun árið 2013 að skuldbinda ríkisfjölmiðilinn um 4 milljarða með 15 ára samningi við Vodafone var einnig tekin í tíð Páls. Ákveðið var að fara í útboð um stafrænt dreifikerfi sem hafði takmarkaða framtíðarmöguleika eins og komið var inn á í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007-2015. Skýrslan sem oft var kölluð Eyþórsskýrslan, kom út 2015 og olli miklu fjaðrafoki, meðal annars frá fyrrnefndum Páli enda gagnrýni á hans störf. Í nútímasamfélagi telst óvenjulegt að gera samning við fyrirtæki til 15 ára. Í fyrrnefndri skýrslu kom fram að árið 2015 næmi núvirt skuldbinding vegna samningsins 4 milljörðum króna. Samningurinn fól í sér innleiðingu á starfrænni tækni sem er þegar orðin úreld, býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og var hvorki besta né ódýrasta lausnin. Þessum fjármunum hefur nú öllum verið kastað á glæ og ríkið er skuldbundið til að standa við samninginn allt til ársins 2028. Nú þegar ríkisstjórnin hefur hrundið af stað átakinu Ísland ljóstengt til næstu fimm ára er ljóst að þegar 99,9% þjóðarinnar eiga að vera komnir með fullkomna nettengingu árið 2020 mun RÚV enn eiga eftir 8 ár af umræddum samningi sem engum gagnast. Þessi meðferð á opinberu fé getur ekki talist góð og sá sem ábyrgðina ber vill nú verða ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins. RÚV verður þá ennþá að byggja upp lokað og ógagnvirkt dreifikerfi fyrir skattfé borgaranna á sama tíma og ríkið er að leggja 450 milljónir á þessu ári einu í tengingar á annað þúsund heimila og fyrirtækja í dreifbýli landsins við ljósleiðara. Þar með geta umrædd heimili og fyrirtæki náð öllum þeim stafrænu sjónvarpsstöðum sem bjóðast á markaðnum í dag og það ótengt gagnslausu dreifikerfi RÚV. Það sorglega er að RÚV getur ekki rift samningnum og allt er þetta í boði Páls Magnússonar. Ég er enginn sérstakur talsmaður þess að ríkið kosti ljósleiðaravæðingu landsins, en mér er annt um að skattfé sé vel varið. Fíllinn í herberginu, sem enginn minnist á, er að ef Páll Magnússon hefði ekki tekið þá afdrifaríku ákvörðun að byggja upp úrelt dreifikerfi fyrir RÚV þá hefði verið hægt fyrir sömu eða minni upphæðir að ljósleiðaravæða allt landið og fjarskipti á landsbyggðinni væru þegar orðin jafn góð og í borginni. Í staðinn situr ríkið upp með kostnað af úreltu dreifikerfi til viðbótar við ljósleiðaravæðingu landsins og sá sem ber ábyrgð á klúðrinu telur að hann eigi tilkall til þingsæstis. Finnst engum þetta galið nema mér?
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun