Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2016 10:10 Bieber er óútreiknanlegur og er erfitt fyrir skipuleggjendur dvalar hans hér á Íslandi að sjá fyrir óskir hans. En, þeim ber að mæta þegar ofurstjörnur á borð við poppstjörnuna Bieber eru annars vegar. visir/vilhelm Gert hafði verið ráð fyrir því að poppstjarnan Justin Bieber og fylgdarlið myndi mæta til veislu í nótt, í náttverð sem fram hafði verið reiddur, að loknum tónleikum í gær þar sem hluti fylgdarliðs hans dvelur, að Hótel Grímsborgum. Þar hafði verið, samkvæmt óskum Biebers, verið eldaður dýrindis humar og svo nautalundir í aðalrétt. En, þegar til kastanna kom mætti stjarnan ekki, heldur einungis tæplega 20 manns sem tilheyra liði hans. Ef að líkum lætur hefur veislukosturinn ekki freistað hans um of en í einkaviðtali Fréttablaðsins við stjörnuna kemur fram að hans uppáhalds matur er Spaghetti Bolognese. Fram hefur komið að Bieber tók Skautahöllina í Laugardal á leigu í fyrrakvöld sem varð til þess að nokkrir ungir listdansarar á skautum misstu æfingatíma sinn. Samkvæmt heimildum Vísis voru umræddir dansarar ekkert að æsa sig yfir því að gefa eftir tíma sinn fyrir Bieber. Þegar til kastanna kom mætti Bieber hins vegar ekki.Óútreiknanlegur í Grímsnesinu Justin Bieber sjálfur og hans nánustu aðstandendur dvelja í öðru húsi í grennd við Hótel Grímsborgir og ef að líkum lætur eru ljósmyndarar sem leggja uppúr því að ná myndum af ofurstjörnum á því svæði með aðdráttarlinsur sínar. Samkvæmt heimildum Vísis eru þeir sem skipuleggja dvöl Biebers farnir að reita hár sitt og skegg því stjarnan er óútreiknanleg og hefur reynst erfitt að skipuleggja gæslu og annað sem nauðsynlegt er talið að sé til staðar þegar ein helsta poppstjarna heims er annars vegar.Langar á bretti á jökli Þannig var Bieber að velta því fyrir sér í gær að fara upp á jökul í dag, en eins og þeir vita sem fylgdust með komu hans með einkaþotu til landsins, hafði hann snjóbretti með í farteskinu. En, Bieber vildi hins vegar vita fyrir víst að jökullinn væri öruggur og voru því tveir menn ræstir út í nótt og sendir þar upp eftir til að huga að aðstæðum. Gríðarleg stemmning var á tónleikunum sem haldnir voru í Kórnum í gærkvöldi, um 20 þúsund manns, mest ungmenni, sáu glæsilegt sjónarspil og er óhætt að segja að Bieber-brjálæði ríki nú á Íslandi. Mikil eftirvænting ríkir vegna tónleikana sem verða í kvöld og þeir allra hörðustu ætla að mæta á báða tónleikana. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15 Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Gert hafði verið ráð fyrir því að poppstjarnan Justin Bieber og fylgdarlið myndi mæta til veislu í nótt, í náttverð sem fram hafði verið reiddur, að loknum tónleikum í gær þar sem hluti fylgdarliðs hans dvelur, að Hótel Grímsborgum. Þar hafði verið, samkvæmt óskum Biebers, verið eldaður dýrindis humar og svo nautalundir í aðalrétt. En, þegar til kastanna kom mætti stjarnan ekki, heldur einungis tæplega 20 manns sem tilheyra liði hans. Ef að líkum lætur hefur veislukosturinn ekki freistað hans um of en í einkaviðtali Fréttablaðsins við stjörnuna kemur fram að hans uppáhalds matur er Spaghetti Bolognese. Fram hefur komið að Bieber tók Skautahöllina í Laugardal á leigu í fyrrakvöld sem varð til þess að nokkrir ungir listdansarar á skautum misstu æfingatíma sinn. Samkvæmt heimildum Vísis voru umræddir dansarar ekkert að æsa sig yfir því að gefa eftir tíma sinn fyrir Bieber. Þegar til kastanna kom mætti Bieber hins vegar ekki.Óútreiknanlegur í Grímsnesinu Justin Bieber sjálfur og hans nánustu aðstandendur dvelja í öðru húsi í grennd við Hótel Grímsborgir og ef að líkum lætur eru ljósmyndarar sem leggja uppúr því að ná myndum af ofurstjörnum á því svæði með aðdráttarlinsur sínar. Samkvæmt heimildum Vísis eru þeir sem skipuleggja dvöl Biebers farnir að reita hár sitt og skegg því stjarnan er óútreiknanleg og hefur reynst erfitt að skipuleggja gæslu og annað sem nauðsynlegt er talið að sé til staðar þegar ein helsta poppstjarna heims er annars vegar.Langar á bretti á jökli Þannig var Bieber að velta því fyrir sér í gær að fara upp á jökul í dag, en eins og þeir vita sem fylgdust með komu hans með einkaþotu til landsins, hafði hann snjóbretti með í farteskinu. En, Bieber vildi hins vegar vita fyrir víst að jökullinn væri öruggur og voru því tveir menn ræstir út í nótt og sendir þar upp eftir til að huga að aðstæðum. Gríðarleg stemmning var á tónleikunum sem haldnir voru í Kórnum í gærkvöldi, um 20 þúsund manns, mest ungmenni, sáu glæsilegt sjónarspil og er óhætt að segja að Bieber-brjálæði ríki nú á Íslandi. Mikil eftirvænting ríkir vegna tónleikana sem verða í kvöld og þeir allra hörðustu ætla að mæta á báða tónleikana.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15 Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45
Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15