Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2016 14:49 Uppreisnarmenn studdir af Tyrkjum taka mynd af sér við jaðar þorps sem þeir tóku af SDF. Vísir/GETTY Uppfært 15:30 Þvert á áróður allra aðila hefur vopnahlé í kringum Manbij verið tilkynnt. Um er að ræða vopnahlé á milli SDF og tyrkneska hersins. Ekkert hefur verið gefið upp hvort að uppreisnarmennirnir, sem Tyrkir styðja, komi að vopnahléinu. Bandaríkin komu að samkomulaginu sem felur í sér að báðir aðilar einblýni á baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Sýrlenskir Kúrdar hafa staðfest fréttirnar en Kúrdar hafa ekki tjáð sig.Upprunalega fréttin Tyrkir ætla ekki að hætta árásum sínum gegn sveitum Kúrda í Sýrlandi. Tyrkneskir skriðdrekar, flugvélar og sérsveitarmenn voru sendir til Sýrlands í síðustu viku til að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Sýrlands og Tyrklands og stöðva sókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra vesur fyrir Efratána. Bandaríkin, sem styðja við Kúrdana og bandamenn þeirra, gagnrýndu Tyrki í gær og sögðu árásir þeirra ekki beinast gegn ISIS. Þess í stað einblíndu þeir á Kúrdana. Francois Hollande, forseti Frakklands, tók undir þessa gagnrýni í morgun og sagði að inngrip Tyrkja væri líklegt til að auka við óöldina sem ríkir í Sýrlandi. Bandaríkin segja aðgerðir þeirra ógna baráttunni gegn ISIS, en Tyrkir hafa brugðist reiðir við allri gagnrýni á aðgerðirnar sem kallast Efrat skjöldurinn. Tyrkir hafa farið fram á það að Kúrdar hörfi aftur austur fyrir Efratána.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja sögðu í myndbandi sem tekið var á dögunum að þeir myndu þó ekki hætta sókn sinni fyrr en þeir myndu ná bænum Ayn al-Islam. Ayn al-Islam er nafnið sem vígamenn ISIS gáfu Kobane, sem var mikið í fréttum í fyrra og árið áður. Kobane er hins vegar töluvert austur af Efratáni. Bandaríkin og aðrar þjóðir hafa stutt dyggilega við bakið á sýrlenskum Kúrdum og öðrum sveitum Araba undanfarna mánuði og hefur þeim gengið vel í baráttunni gegn ISIS undir regnhlífarsamtökunum SDF. Þeir hafa náð tökum á stórum svæðum í norðausturhluta Sýrlands og ógna nú jafnvel Raqqa, höfuðvígi ISIS. Sýrlenskir Kúrdar segja að þeir hafi hörfað austur fyrir Efrat, eftir að Bandaríkin fóru fram á það, en Tyrkir og uppreisnarmenn þeirra hafa tekið nokkur þorp suður af landamærabænum Jarablus á undanförnum dögum. Til bardaga hefur komið á milli bandamanna Kúrda í SDF og Tyrkja og þeirra bandamanna. Ástæða þess að Tyrkir eru svo andsnúnir velgengni Kúrda í Sýrlandi er að Kúrdar í Tyrklandi hafa staðið í vopnaðri baráttu um sjálfstæði í Tyrklandi í um þrjá áratugi. Tyrkir líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkasamtök hliðholl PKK í Tyrklandi. Þeir óttast að velgengni þeirra gæti ýtt undir uppreisn Kúrda í Tyrklandi.#BREAKING: Temporary truce reached between Jarablus Military Council and Turkish army, under supervision of global coalition: YPG spokesman— Rudaw English (@RudawEnglish) August 30, 2016 Mið-Austurlönd Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Uppfært 15:30 Þvert á áróður allra aðila hefur vopnahlé í kringum Manbij verið tilkynnt. Um er að ræða vopnahlé á milli SDF og tyrkneska hersins. Ekkert hefur verið gefið upp hvort að uppreisnarmennirnir, sem Tyrkir styðja, komi að vopnahléinu. Bandaríkin komu að samkomulaginu sem felur í sér að báðir aðilar einblýni á baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Sýrlenskir Kúrdar hafa staðfest fréttirnar en Kúrdar hafa ekki tjáð sig.Upprunalega fréttin Tyrkir ætla ekki að hætta árásum sínum gegn sveitum Kúrda í Sýrlandi. Tyrkneskir skriðdrekar, flugvélar og sérsveitarmenn voru sendir til Sýrlands í síðustu viku til að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Sýrlands og Tyrklands og stöðva sókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra vesur fyrir Efratána. Bandaríkin, sem styðja við Kúrdana og bandamenn þeirra, gagnrýndu Tyrki í gær og sögðu árásir þeirra ekki beinast gegn ISIS. Þess í stað einblíndu þeir á Kúrdana. Francois Hollande, forseti Frakklands, tók undir þessa gagnrýni í morgun og sagði að inngrip Tyrkja væri líklegt til að auka við óöldina sem ríkir í Sýrlandi. Bandaríkin segja aðgerðir þeirra ógna baráttunni gegn ISIS, en Tyrkir hafa brugðist reiðir við allri gagnrýni á aðgerðirnar sem kallast Efrat skjöldurinn. Tyrkir hafa farið fram á það að Kúrdar hörfi aftur austur fyrir Efratána.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja sögðu í myndbandi sem tekið var á dögunum að þeir myndu þó ekki hætta sókn sinni fyrr en þeir myndu ná bænum Ayn al-Islam. Ayn al-Islam er nafnið sem vígamenn ISIS gáfu Kobane, sem var mikið í fréttum í fyrra og árið áður. Kobane er hins vegar töluvert austur af Efratáni. Bandaríkin og aðrar þjóðir hafa stutt dyggilega við bakið á sýrlenskum Kúrdum og öðrum sveitum Araba undanfarna mánuði og hefur þeim gengið vel í baráttunni gegn ISIS undir regnhlífarsamtökunum SDF. Þeir hafa náð tökum á stórum svæðum í norðausturhluta Sýrlands og ógna nú jafnvel Raqqa, höfuðvígi ISIS. Sýrlenskir Kúrdar segja að þeir hafi hörfað austur fyrir Efrat, eftir að Bandaríkin fóru fram á það, en Tyrkir og uppreisnarmenn þeirra hafa tekið nokkur þorp suður af landamærabænum Jarablus á undanförnum dögum. Til bardaga hefur komið á milli bandamanna Kúrda í SDF og Tyrkja og þeirra bandamanna. Ástæða þess að Tyrkir eru svo andsnúnir velgengni Kúrda í Sýrlandi er að Kúrdar í Tyrklandi hafa staðið í vopnaðri baráttu um sjálfstæði í Tyrklandi í um þrjá áratugi. Tyrkir líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkasamtök hliðholl PKK í Tyrklandi. Þeir óttast að velgengni þeirra gæti ýtt undir uppreisn Kúrda í Tyrklandi.#BREAKING: Temporary truce reached between Jarablus Military Council and Turkish army, under supervision of global coalition: YPG spokesman— Rudaw English (@RudawEnglish) August 30, 2016
Mið-Austurlönd Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira