Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta, segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni.
Stjórnarher Tyrkja hefur gert árásir á það sem Tyrklandsstjórn segir kúrdíska hryðjuverkamenn, allt frá því að tyrkneski herinn sendi herlið yfir landamærin að Sýrlandi í síðustu viku. Kúrdar hafa átt mikinn þátt í að hrekja liðsmenn ISIS frá stórum landsvæðum nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands.
Uppreisnarmenn Kúrda í YPG-sveitunum segja að með aðgerðum sínum vilji Tyrkir einungis hertaka sýrlenskt landsvæði.
Talsmenn Tyrklandsstjórnar segja að uppreisnarsveitir Kúrda, sem Tyrkir álíta sem hryðjuverkamenn, verði að hörfa frá landsvæðum vestan Efrat-árinnar og til austurs.
DOD: Monitoring reports of airstrikes & clashes south of #Jarabuls b/w Turkish forces, some opposition groups, & units affiliated with #SDF.
— Brett McGurk (@brett_mcgurk) August 29, 2016
DOD: We want to make clear that we find these clashes -- in areas where #ISIL is not located -- unacceptable and a source of deep concern.
— Brett McGurk (@brett_mcgurk) August 29, 2016