Og þar fór það?… Skjóðan skrifar 31. ágúst 2016 10:00 Vaxtaákvarðanir seðlabanka eiga að vera fyrirsjáanlegar. Seðlabankar eru í eðli sínu íhaldssamar stofnanir, sem hreyfa sig hægt og lítið í einu, nema þegar skyndilegar og ófyrirsjáanlegar krísur kalla á snarpari viðbrögð. Í aðdraganda hruns var Seðlabanki Íslands undarleg skepna í heimi seðlabanka. Í stað þess að safna gjaldeyrisforða með kaupum á gjaldeyri á markaði stuðlaði bankinn að ofrisi íslensku krónunnar með svimandi háum stýrivöxtum, sem leiddu til vaxtamunarviðskipta spákaupmanna. Trúverðugleiki bankans var lítill sem enginn og erlendir seðlabankar báru hvorki traust til hans né íslenskra stjórnvalda. Í hruninu sjálfu gekk Seðlabankinn af göflunum eins og frægt er orðið. Hann reyndi að festa gengi krónunnar án þess að geta stutt við hana, tilkynnti um risalán frá Moskvu sem ekki reyndist fótur fyrir og snarlækkaði vexti til þess eins að þurfa að hækka þá til baka og gott betur. Seðlabanki Íslands var í hruninu eins og geðsjúkrahús þar sem læknarnir hafa misst stjórnina í hendur veikustu sjúklinganna. Eftir hrun var skipt um stjórnendur Seðlabankans og meiri ró komst á. Engu að síður rak Seðlabankinn áfram sömu peningastefnu og fyrir hrun. Vöxtum var haldið himinháum með tilheyrandi kostnaði og búsifjum fyrir fyrirtæki og almenning í landinu. Hávaxtastefnan gagnaðist helst eigendum bankanna, sem juku vaxtamun og græddu á tá og fingri. Þessir eigendur voru kröfuhafar gömlu bankanna. Allt frá hruni hafa vextir Seðlabanka Íslands verið margfaldir á við vexti í öðrum löndum. Þessir háu vextir hafa skert samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrt lífskjör almennings. Verðbólga hefur haldist lág undanfarin misseri, en það er ekki nema að litlu leyti vegna peningastefnu Seðlabankans því hinir háu vextir hafa ýtt undir kostnaðarverðbólgu rétt eins og launahækkanir og skattahækkanir. Helstu ástæður lágrar verðbólgu eru sterk haftakróna og þó sérstaklega sögulega lágt verð á hrávörumörkuðum heimsins. En íslenski seðlabankinn hefur ávallt séð vá úti við sjóndeildarhring. Mikill vöxtur í hagkerfinu að viðbættum launahækkunum myndaði slíkan verðbólguþrýsting, að mati peningastefnunefndar Seðlabankans, að vöxtum þurfti að halda háum og einatt varað við því að næstu skref yrðu til hækkunar fremur en lækkunar. Nú hefur það gerst að laun hafa hækkað meira á einu ári en dæmi eru um í nýlegri sögu og hagvöxtur stefnir í sögulegar hæðir. Þá lækkar bankinn vexti um hálft prósentustig – risalækkun á mælikvarða seðlabanka. Og rökin, jú – hagvöxtur er svo mikill – sömu rök og hingað til hafa þótt kalla á vaxtahækkun. Nú er meira að segja fyrirsjáanleikinn horfinn, sem mörgum fannst þó eini kosturinn við peningastefnu bankans frá hruni. Skjóðan Mest lesið Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Vaxtaákvarðanir seðlabanka eiga að vera fyrirsjáanlegar. Seðlabankar eru í eðli sínu íhaldssamar stofnanir, sem hreyfa sig hægt og lítið í einu, nema þegar skyndilegar og ófyrirsjáanlegar krísur kalla á snarpari viðbrögð. Í aðdraganda hruns var Seðlabanki Íslands undarleg skepna í heimi seðlabanka. Í stað þess að safna gjaldeyrisforða með kaupum á gjaldeyri á markaði stuðlaði bankinn að ofrisi íslensku krónunnar með svimandi háum stýrivöxtum, sem leiddu til vaxtamunarviðskipta spákaupmanna. Trúverðugleiki bankans var lítill sem enginn og erlendir seðlabankar báru hvorki traust til hans né íslenskra stjórnvalda. Í hruninu sjálfu gekk Seðlabankinn af göflunum eins og frægt er orðið. Hann reyndi að festa gengi krónunnar án þess að geta stutt við hana, tilkynnti um risalán frá Moskvu sem ekki reyndist fótur fyrir og snarlækkaði vexti til þess eins að þurfa að hækka þá til baka og gott betur. Seðlabanki Íslands var í hruninu eins og geðsjúkrahús þar sem læknarnir hafa misst stjórnina í hendur veikustu sjúklinganna. Eftir hrun var skipt um stjórnendur Seðlabankans og meiri ró komst á. Engu að síður rak Seðlabankinn áfram sömu peningastefnu og fyrir hrun. Vöxtum var haldið himinháum með tilheyrandi kostnaði og búsifjum fyrir fyrirtæki og almenning í landinu. Hávaxtastefnan gagnaðist helst eigendum bankanna, sem juku vaxtamun og græddu á tá og fingri. Þessir eigendur voru kröfuhafar gömlu bankanna. Allt frá hruni hafa vextir Seðlabanka Íslands verið margfaldir á við vexti í öðrum löndum. Þessir háu vextir hafa skert samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrt lífskjör almennings. Verðbólga hefur haldist lág undanfarin misseri, en það er ekki nema að litlu leyti vegna peningastefnu Seðlabankans því hinir háu vextir hafa ýtt undir kostnaðarverðbólgu rétt eins og launahækkanir og skattahækkanir. Helstu ástæður lágrar verðbólgu eru sterk haftakróna og þó sérstaklega sögulega lágt verð á hrávörumörkuðum heimsins. En íslenski seðlabankinn hefur ávallt séð vá úti við sjóndeildarhring. Mikill vöxtur í hagkerfinu að viðbættum launahækkunum myndaði slíkan verðbólguþrýsting, að mati peningastefnunefndar Seðlabankans, að vöxtum þurfti að halda háum og einatt varað við því að næstu skref yrðu til hækkunar fremur en lækkunar. Nú hefur það gerst að laun hafa hækkað meira á einu ári en dæmi eru um í nýlegri sögu og hagvöxtur stefnir í sögulegar hæðir. Þá lækkar bankinn vexti um hálft prósentustig – risalækkun á mælikvarða seðlabanka. Og rökin, jú – hagvöxtur er svo mikill – sömu rök og hingað til hafa þótt kalla á vaxtahækkun. Nú er meira að segja fyrirsjáanleikinn horfinn, sem mörgum fannst þó eini kosturinn við peningastefnu bankans frá hruni.
Skjóðan Mest lesið Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira