Og þar fór það?… Skjóðan skrifar 31. ágúst 2016 10:00 Vaxtaákvarðanir seðlabanka eiga að vera fyrirsjáanlegar. Seðlabankar eru í eðli sínu íhaldssamar stofnanir, sem hreyfa sig hægt og lítið í einu, nema þegar skyndilegar og ófyrirsjáanlegar krísur kalla á snarpari viðbrögð. Í aðdraganda hruns var Seðlabanki Íslands undarleg skepna í heimi seðlabanka. Í stað þess að safna gjaldeyrisforða með kaupum á gjaldeyri á markaði stuðlaði bankinn að ofrisi íslensku krónunnar með svimandi háum stýrivöxtum, sem leiddu til vaxtamunarviðskipta spákaupmanna. Trúverðugleiki bankans var lítill sem enginn og erlendir seðlabankar báru hvorki traust til hans né íslenskra stjórnvalda. Í hruninu sjálfu gekk Seðlabankinn af göflunum eins og frægt er orðið. Hann reyndi að festa gengi krónunnar án þess að geta stutt við hana, tilkynnti um risalán frá Moskvu sem ekki reyndist fótur fyrir og snarlækkaði vexti til þess eins að þurfa að hækka þá til baka og gott betur. Seðlabanki Íslands var í hruninu eins og geðsjúkrahús þar sem læknarnir hafa misst stjórnina í hendur veikustu sjúklinganna. Eftir hrun var skipt um stjórnendur Seðlabankans og meiri ró komst á. Engu að síður rak Seðlabankinn áfram sömu peningastefnu og fyrir hrun. Vöxtum var haldið himinháum með tilheyrandi kostnaði og búsifjum fyrir fyrirtæki og almenning í landinu. Hávaxtastefnan gagnaðist helst eigendum bankanna, sem juku vaxtamun og græddu á tá og fingri. Þessir eigendur voru kröfuhafar gömlu bankanna. Allt frá hruni hafa vextir Seðlabanka Íslands verið margfaldir á við vexti í öðrum löndum. Þessir háu vextir hafa skert samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrt lífskjör almennings. Verðbólga hefur haldist lág undanfarin misseri, en það er ekki nema að litlu leyti vegna peningastefnu Seðlabankans því hinir háu vextir hafa ýtt undir kostnaðarverðbólgu rétt eins og launahækkanir og skattahækkanir. Helstu ástæður lágrar verðbólgu eru sterk haftakróna og þó sérstaklega sögulega lágt verð á hrávörumörkuðum heimsins. En íslenski seðlabankinn hefur ávallt séð vá úti við sjóndeildarhring. Mikill vöxtur í hagkerfinu að viðbættum launahækkunum myndaði slíkan verðbólguþrýsting, að mati peningastefnunefndar Seðlabankans, að vöxtum þurfti að halda háum og einatt varað við því að næstu skref yrðu til hækkunar fremur en lækkunar. Nú hefur það gerst að laun hafa hækkað meira á einu ári en dæmi eru um í nýlegri sögu og hagvöxtur stefnir í sögulegar hæðir. Þá lækkar bankinn vexti um hálft prósentustig – risalækkun á mælikvarða seðlabanka. Og rökin, jú – hagvöxtur er svo mikill – sömu rök og hingað til hafa þótt kalla á vaxtahækkun. Nú er meira að segja fyrirsjáanleikinn horfinn, sem mörgum fannst þó eini kosturinn við peningastefnu bankans frá hruni. Skjóðan Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Vaxtaákvarðanir seðlabanka eiga að vera fyrirsjáanlegar. Seðlabankar eru í eðli sínu íhaldssamar stofnanir, sem hreyfa sig hægt og lítið í einu, nema þegar skyndilegar og ófyrirsjáanlegar krísur kalla á snarpari viðbrögð. Í aðdraganda hruns var Seðlabanki Íslands undarleg skepna í heimi seðlabanka. Í stað þess að safna gjaldeyrisforða með kaupum á gjaldeyri á markaði stuðlaði bankinn að ofrisi íslensku krónunnar með svimandi háum stýrivöxtum, sem leiddu til vaxtamunarviðskipta spákaupmanna. Trúverðugleiki bankans var lítill sem enginn og erlendir seðlabankar báru hvorki traust til hans né íslenskra stjórnvalda. Í hruninu sjálfu gekk Seðlabankinn af göflunum eins og frægt er orðið. Hann reyndi að festa gengi krónunnar án þess að geta stutt við hana, tilkynnti um risalán frá Moskvu sem ekki reyndist fótur fyrir og snarlækkaði vexti til þess eins að þurfa að hækka þá til baka og gott betur. Seðlabanki Íslands var í hruninu eins og geðsjúkrahús þar sem læknarnir hafa misst stjórnina í hendur veikustu sjúklinganna. Eftir hrun var skipt um stjórnendur Seðlabankans og meiri ró komst á. Engu að síður rak Seðlabankinn áfram sömu peningastefnu og fyrir hrun. Vöxtum var haldið himinháum með tilheyrandi kostnaði og búsifjum fyrir fyrirtæki og almenning í landinu. Hávaxtastefnan gagnaðist helst eigendum bankanna, sem juku vaxtamun og græddu á tá og fingri. Þessir eigendur voru kröfuhafar gömlu bankanna. Allt frá hruni hafa vextir Seðlabanka Íslands verið margfaldir á við vexti í öðrum löndum. Þessir háu vextir hafa skert samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrt lífskjör almennings. Verðbólga hefur haldist lág undanfarin misseri, en það er ekki nema að litlu leyti vegna peningastefnu Seðlabankans því hinir háu vextir hafa ýtt undir kostnaðarverðbólgu rétt eins og launahækkanir og skattahækkanir. Helstu ástæður lágrar verðbólgu eru sterk haftakróna og þó sérstaklega sögulega lágt verð á hrávörumörkuðum heimsins. En íslenski seðlabankinn hefur ávallt séð vá úti við sjóndeildarhring. Mikill vöxtur í hagkerfinu að viðbættum launahækkunum myndaði slíkan verðbólguþrýsting, að mati peningastefnunefndar Seðlabankans, að vöxtum þurfti að halda háum og einatt varað við því að næstu skref yrðu til hækkunar fremur en lækkunar. Nú hefur það gerst að laun hafa hækkað meira á einu ári en dæmi eru um í nýlegri sögu og hagvöxtur stefnir í sögulegar hæðir. Þá lækkar bankinn vexti um hálft prósentustig – risalækkun á mælikvarða seðlabanka. Og rökin, jú – hagvöxtur er svo mikill – sömu rök og hingað til hafa þótt kalla á vaxtahækkun. Nú er meira að segja fyrirsjáanleikinn horfinn, sem mörgum fannst þó eini kosturinn við peningastefnu bankans frá hruni.
Skjóðan Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent