Ritari staðlausra stafa Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Ritari framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Ómarsson, gaf LÍN-frumvarpi menntamálaráðherra falleinkunn í grein sinni í blaðinu þann 22. ágúst. Fullyrti ritarinn að kennarar og hjúkrunarfræðingar myndu bera skarðan hlut frá borði yrði LÍN-frumvarpið að lögum. Vísaði hann sérstaklega til þess að greiðslubyrði lána þessara hópa myndi þyngjast vegna hækkunar vaxta á námslánum og afnáms tekjutengingar afborgana. Allt þetta fullyrti hann án þess að vísa til nokkurra heimilda eða gagna. Þetta er rangt. Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) framkvæmdi greiningu á áhrifum frumvarpsins á greiðslubyrði námsmanna í hinum ýmsu deildum háskólans. Niðurstöður þeirrar greiningar eru þvert á fullyrðingar ritarans. Samkvæmt greiningu SHÍ var m.a. miðað við að allir núverandi lántakendur myndu taka námslán fyrir 180 einingum. Þá var niðurstaðan sú að 126 af 127 af lántakendum í 180 eininga námi í hjúkrunarfræði myndu standa betur að vígi yrði LÍN-frumvarpið að lögum. Sömu sögu er að segja af 193 af 207 lántakendum í 180 eininga kennaranámi. Þá myndi hagur 21 af 22 lántakendum í 180 eininga leikskólakennaranámi vænkast og sama er að segja um hag allra þriggja lántakenda í 180 eininga námi í hagnýtri kynjafræði. Af þessum dæmum leiðir að þessar „kvennastéttir“ hafi mikla hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Það er staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti námsmanna mun verða í betri fjárhagslegri stöðu verði frumvarpið samþykkt. Frumvarpið miðar að því að minnka brottfall nemenda og auka líkurnar á að þeir ljúki námi á tilsettum tíma, auk þess að gera námslánakerfi ríkisins gagnsærra og sanngjarnara. Þá mun frumvarpið hvetja námsmenn til að vinna minna með námi, enda munu þeir fá mánaðarlegan 65 þúsund króna styrk frá ríkinu. Eða kannski, ef eitthvað er að marka orð þingmanns Pírata í ræðustól Alþingis, mun bætt fjárhagsstaða námsmanna fyrst og fremst skila sér í aukinni drykkju á börum bæjarins. Orð þingmannsins dæma sig sjálf, en það er nauðsynlegt til að dæma frumvarpið út frá réttum upplýsingum. Kynna má sér til dæmis ítarlega greiningu Stúdentaráðs (sem stjórnarandstaðan kvartaði reyndar yfir að væri of ítarleg!) á heimasíðu SHÍ, student.is.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ritari framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Ómarsson, gaf LÍN-frumvarpi menntamálaráðherra falleinkunn í grein sinni í blaðinu þann 22. ágúst. Fullyrti ritarinn að kennarar og hjúkrunarfræðingar myndu bera skarðan hlut frá borði yrði LÍN-frumvarpið að lögum. Vísaði hann sérstaklega til þess að greiðslubyrði lána þessara hópa myndi þyngjast vegna hækkunar vaxta á námslánum og afnáms tekjutengingar afborgana. Allt þetta fullyrti hann án þess að vísa til nokkurra heimilda eða gagna. Þetta er rangt. Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) framkvæmdi greiningu á áhrifum frumvarpsins á greiðslubyrði námsmanna í hinum ýmsu deildum háskólans. Niðurstöður þeirrar greiningar eru þvert á fullyrðingar ritarans. Samkvæmt greiningu SHÍ var m.a. miðað við að allir núverandi lántakendur myndu taka námslán fyrir 180 einingum. Þá var niðurstaðan sú að 126 af 127 af lántakendum í 180 eininga námi í hjúkrunarfræði myndu standa betur að vígi yrði LÍN-frumvarpið að lögum. Sömu sögu er að segja af 193 af 207 lántakendum í 180 eininga kennaranámi. Þá myndi hagur 21 af 22 lántakendum í 180 eininga leikskólakennaranámi vænkast og sama er að segja um hag allra þriggja lántakenda í 180 eininga námi í hagnýtri kynjafræði. Af þessum dæmum leiðir að þessar „kvennastéttir“ hafi mikla hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Það er staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti námsmanna mun verða í betri fjárhagslegri stöðu verði frumvarpið samþykkt. Frumvarpið miðar að því að minnka brottfall nemenda og auka líkurnar á að þeir ljúki námi á tilsettum tíma, auk þess að gera námslánakerfi ríkisins gagnsærra og sanngjarnara. Þá mun frumvarpið hvetja námsmenn til að vinna minna með námi, enda munu þeir fá mánaðarlegan 65 þúsund króna styrk frá ríkinu. Eða kannski, ef eitthvað er að marka orð þingmanns Pírata í ræðustól Alþingis, mun bætt fjárhagsstaða námsmanna fyrst og fremst skila sér í aukinni drykkju á börum bæjarins. Orð þingmannsins dæma sig sjálf, en það er nauðsynlegt til að dæma frumvarpið út frá réttum upplýsingum. Kynna má sér til dæmis ítarlega greiningu Stúdentaráðs (sem stjórnarandstaðan kvartaði reyndar yfir að væri of ítarleg!) á heimasíðu SHÍ, student.is.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun