Skólar á forsendum nemenda Magnús Már Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Óvíða er algengara að ungt fólk hafi ekki lokið framhaldsskólanámi en á Íslandi þar sem athuganir liðinna ára sýna allt að 25-30% framhaldsskólanema ljúka ekki námi. Þessi hópur er útsettari fyrir því en aðrir að verða lélegri til heilsu síðar á lífsleiðinni samanborið við þá sem hafa menntun á framhaldsskóla- og háskólastigi. Lífslíkur eru sömuleiðis verri. Einstaklingur með menntun frá háskóla hefur þannig 9,3 lífár umfram það sem hann hefði haft hefði hann bara hlotið menntun á grunnskólastigi. Þá hafa þeir sem meiri menntun hafa almennt hærri tekjur en aðrir auk þess sem þeir eru líklegri til að þurfa ekki á félagslegri aðstoð að halda. Það er því til mikils að vinna fyrir þessa nemendur og samfélagið allt ef við náum að draga úr brotthvarfi úr námi. Áætlað hefur verið að kostnaður þjóðfélagsins við brotthvarf nemi um 14 milljónum á hvern þann sem hættir námi í framhaldsskóla eða um tíu milljörðum á ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu létu vinna og var kynnt fyrir tveimur árum sem hluti af sóknaráætlun sveitarfélaganna í skólamálum til næstu ára.Ólíkar ástæður Í ljósi þess að við búum við mikið og viðvarandi brotthvarf úr námi er mikilvægt að greina stöðuna vel. Ýmsar ástæður hafa verið taldar til sem stuðla að brotthvarfi. Námskráin hefur talsvert um stöðuna að segja og þá nálgun sem hún ýtir undir eða stuðlar að í námi. Þetta hefur breyst en þarf að breytast meira. Námið, nálgunin og kennsluaðferðir hreinlega höfða ekki til margra nemenda sem gefast upp. Sem fyrrverandi framhaldsskólakennari leyfi ég mér að fullyrða að nám og kennsla standi á ákveðnum tímamótum. Sem er spennandi. Samfélagið er að breytast, hraðinn að aukast og kröfurnar eru aðrar. Fjölmargir kennarar og grunn- og framhaldsskólarar hafa tekið mið af þessu í sínu starfi og má segja að talsverð gerjun eigi sér nú stað. Meðal ástæðna sem einnig stuðla að háu brotthvarfi á Íslandi er lítið og illa ígrundað námsval nemenda sem og innprentuð áhersla samfélagsins á mikilvægi bóknáms umfram verknám. Rannsóknir hafa sýnt að hópur nemenda virðist velja námsbraut í framhaldsskóla gagnstætt áhugasviði sínu. Þrátt fyrir að allt að helmingur nemenda á unglingastigi grunnskóla hafi meiri á áhuga á verknámi velja fjölmargir nemendur frekar að fara í bóknám. Fræðikonurnar Kristjana Stella Blöndal og Bjarney Ægisdóttir hafa bent á að skuldbinding margra nemenda til náms er ekki til staðar. Þannig virðast margir nemendur ekki sjá tilgang með námi sínu. Því óvissari sem grunnskólanemendur eru um val á námi og námsbraut því minni er skuldbindingin og meiri líkur eru á þeir flosni upp úr námi í framhaldsskóla. Skortur á upplýsingum um nám og störf skiptir þar miklu og þar er hægt að gera betur. Þá er ekki hægt að horfa fram hjá því að vinna með námi er algengari á Íslandi en í flestöllum öðrum ríkjum OECD.Aðgerðaáætlun í fimm liðum Afar brýnt er að marka stefnu til framtíðar og ráðast í markvissar aðgerðir til að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskólum. Horfa þarf til lesblindra nemenda og ungmenna af erlendum uppruna. Vinnubrögð og val á viðfangsefnum í námi skipta þannig gríðarlega miklu máli. Mæta þarf nemendum betur. Líkur eru á að hluti hópsins festist í óvirkni þrátt fyrir að fjölmörg virkniúrræði standi til boða á vegum ríkis, sveitarfélaga og samstarfsaðila og að þau þurfi á fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda hjá sveitarfélögunum. Í verstu tilfellum leiðir óvirknin til örorku sem er skelfilegt hlutskipti fyrir þá nemendur sem með markvissari hætti hefði verið hægt að veita meiri stuðning. Móta þarf áætlun þar sem nemendamiðað skólastarf er aukið, vægi verknáms er eflt, boðið verði upp á sálfræðiþjónustu í frekari mæli, það rýnt hvort fjölga þurfi námsráðgjöfum auk þess sem byrja þarf að skima fyrir áhættuþáttum brotthvarfs fyrr, en nú er það gert í fyrstu vikum nemenda í framhaldsskóla. Náms- og starfsfræðsla er mikilvæg og hefur verið bent á að í sumum löndum er hún hluti af skyldunámskeiðum í grunnskólum, meðal annars í Bretlandi og Noregi. Skoða þarf hvort fara eigi þá leið í grunnskólum hér á landi auk þess að byrja að skima þar. Þá hafa áðurnefnd Kristjana Stella Blöndal og Sigrún Aðalbjarnardóttir komist að því í sínum rannsóknum að stuðningur við börn þegar þau eru 14 ára og uppeldisaðferðir foreldra skipti máli og geti haft áhrif á brotthvarf úr námi síðar. Þannig að ábyrgð foreldra er sömuleiðis mikil og þar munar mestu um hlýju og stuðning á æskuárum.Fjárfestum í framtíðinni Skólarnir eiga að vera jöfnunartæki þar sem aðstöðumunur barna úr ólíku umhverfi og fjölskyldum jafnast út. Við eigum að ráðast í stórátak í menntamálum með áherslu á jákvæðar aðgerðir sem draga úr brotthvarfi nemenda og fjárfesta þannig í framtíðinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Óvíða er algengara að ungt fólk hafi ekki lokið framhaldsskólanámi en á Íslandi þar sem athuganir liðinna ára sýna allt að 25-30% framhaldsskólanema ljúka ekki námi. Þessi hópur er útsettari fyrir því en aðrir að verða lélegri til heilsu síðar á lífsleiðinni samanborið við þá sem hafa menntun á framhaldsskóla- og háskólastigi. Lífslíkur eru sömuleiðis verri. Einstaklingur með menntun frá háskóla hefur þannig 9,3 lífár umfram það sem hann hefði haft hefði hann bara hlotið menntun á grunnskólastigi. Þá hafa þeir sem meiri menntun hafa almennt hærri tekjur en aðrir auk þess sem þeir eru líklegri til að þurfa ekki á félagslegri aðstoð að halda. Það er því til mikils að vinna fyrir þessa nemendur og samfélagið allt ef við náum að draga úr brotthvarfi úr námi. Áætlað hefur verið að kostnaður þjóðfélagsins við brotthvarf nemi um 14 milljónum á hvern þann sem hættir námi í framhaldsskóla eða um tíu milljörðum á ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu létu vinna og var kynnt fyrir tveimur árum sem hluti af sóknaráætlun sveitarfélaganna í skólamálum til næstu ára.Ólíkar ástæður Í ljósi þess að við búum við mikið og viðvarandi brotthvarf úr námi er mikilvægt að greina stöðuna vel. Ýmsar ástæður hafa verið taldar til sem stuðla að brotthvarfi. Námskráin hefur talsvert um stöðuna að segja og þá nálgun sem hún ýtir undir eða stuðlar að í námi. Þetta hefur breyst en þarf að breytast meira. Námið, nálgunin og kennsluaðferðir hreinlega höfða ekki til margra nemenda sem gefast upp. Sem fyrrverandi framhaldsskólakennari leyfi ég mér að fullyrða að nám og kennsla standi á ákveðnum tímamótum. Sem er spennandi. Samfélagið er að breytast, hraðinn að aukast og kröfurnar eru aðrar. Fjölmargir kennarar og grunn- og framhaldsskólarar hafa tekið mið af þessu í sínu starfi og má segja að talsverð gerjun eigi sér nú stað. Meðal ástæðna sem einnig stuðla að háu brotthvarfi á Íslandi er lítið og illa ígrundað námsval nemenda sem og innprentuð áhersla samfélagsins á mikilvægi bóknáms umfram verknám. Rannsóknir hafa sýnt að hópur nemenda virðist velja námsbraut í framhaldsskóla gagnstætt áhugasviði sínu. Þrátt fyrir að allt að helmingur nemenda á unglingastigi grunnskóla hafi meiri á áhuga á verknámi velja fjölmargir nemendur frekar að fara í bóknám. Fræðikonurnar Kristjana Stella Blöndal og Bjarney Ægisdóttir hafa bent á að skuldbinding margra nemenda til náms er ekki til staðar. Þannig virðast margir nemendur ekki sjá tilgang með námi sínu. Því óvissari sem grunnskólanemendur eru um val á námi og námsbraut því minni er skuldbindingin og meiri líkur eru á þeir flosni upp úr námi í framhaldsskóla. Skortur á upplýsingum um nám og störf skiptir þar miklu og þar er hægt að gera betur. Þá er ekki hægt að horfa fram hjá því að vinna með námi er algengari á Íslandi en í flestöllum öðrum ríkjum OECD.Aðgerðaáætlun í fimm liðum Afar brýnt er að marka stefnu til framtíðar og ráðast í markvissar aðgerðir til að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskólum. Horfa þarf til lesblindra nemenda og ungmenna af erlendum uppruna. Vinnubrögð og val á viðfangsefnum í námi skipta þannig gríðarlega miklu máli. Mæta þarf nemendum betur. Líkur eru á að hluti hópsins festist í óvirkni þrátt fyrir að fjölmörg virkniúrræði standi til boða á vegum ríkis, sveitarfélaga og samstarfsaðila og að þau þurfi á fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda hjá sveitarfélögunum. Í verstu tilfellum leiðir óvirknin til örorku sem er skelfilegt hlutskipti fyrir þá nemendur sem með markvissari hætti hefði verið hægt að veita meiri stuðning. Móta þarf áætlun þar sem nemendamiðað skólastarf er aukið, vægi verknáms er eflt, boðið verði upp á sálfræðiþjónustu í frekari mæli, það rýnt hvort fjölga þurfi námsráðgjöfum auk þess sem byrja þarf að skima fyrir áhættuþáttum brotthvarfs fyrr, en nú er það gert í fyrstu vikum nemenda í framhaldsskóla. Náms- og starfsfræðsla er mikilvæg og hefur verið bent á að í sumum löndum er hún hluti af skyldunámskeiðum í grunnskólum, meðal annars í Bretlandi og Noregi. Skoða þarf hvort fara eigi þá leið í grunnskólum hér á landi auk þess að byrja að skima þar. Þá hafa áðurnefnd Kristjana Stella Blöndal og Sigrún Aðalbjarnardóttir komist að því í sínum rannsóknum að stuðningur við börn þegar þau eru 14 ára og uppeldisaðferðir foreldra skipti máli og geti haft áhrif á brotthvarf úr námi síðar. Þannig að ábyrgð foreldra er sömuleiðis mikil og þar munar mestu um hlýju og stuðning á æskuárum.Fjárfestum í framtíðinni Skólarnir eiga að vera jöfnunartæki þar sem aðstöðumunur barna úr ólíku umhverfi og fjölskyldum jafnast út. Við eigum að ráðast í stórátak í menntamálum með áherslu á jákvæðar aðgerðir sem draga úr brotthvarfi nemenda og fjárfesta þannig í framtíðinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun