Rétt skal vera rétt Hildur Sverrisdóttir skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Eftir forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins sl. föstudag hef ég þurft að svara fyrir skoðun sem ég hef ekki. Ég hef oft svarað fyrir misvinsælar skoðanir mínar en það var ný reynsla að vera talin standa fyrir eitthvað sem mér finnst ekki. Ég mæli ekki með því. Það er auðvelt að detta í vangaveltur um af hverju það gerist að orð manns eru túlkuð á annan hátt en þau voru sögð en ég ætla ekki að elta ólar við það að öðru leyti en eftirfarandi sé sagt hér. Ég vil ekki að hægt sé að borga fyrir betri þjónustu í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins; ég vil ekki að það sé hægt að borga sig fram fyrir röð eða borga fyrir betra rúm á hjartadeildinni. Ég vil hins vegar að það sé boðið upp á aukaþjónustu og nýsköpun í velferðar- og heilbrigðiskerfinu í heild. Slíkt eykur valkosti og sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem nýta þjónustuna. Með því að opna á aukinn einkarekstur í aukaþjónustu er hægt að styrkja grunnþjónustuna – grunnþjónustu sem við höfum fyrir löngu sammælst um að vilja standa vel að í þágu allra. Í augum einhverra er þetta nákvæmlega sama tóbakið; allt sem tengist velferð á að vera undir sama hatti og lúta sömu lögmálum og sá sem talar um aukaþjónustu talar þar með um grunnþjónustu. Það er hins vegar ekki skoðun mín. Ég tel þvert á móti skynsamlegt að gera greinarmun og tala fyrir bestu kostunum í hvoru kerfi. Og eitt að lokum. Það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins að hægt sé að borga fyrir betri þjónustu í grunnþjónustunni. Sama hversu margir leyfa sér að túlka orð mín út frá þeirri meintu stefnu flokksins – þá er það einfaldlega ekki stefna hans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þvert á móti sett aukið fjármagn í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins. Til þess að heilbrigðisþjónustan sé eins og við viljum hafa hana þarf hins vegar að leita nýrra heildarlausna til framtíðar og þá getur þurft að hugsa út fyrir rammann, eins og ég talaði fyrir í föstudagsviðtalinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Niðurlægjandi fyrir konur að segja stjórnmál of átakamikil Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi tekur ekki undir það að átakastjórnmál henti konum illa. Vill á þing til að klára skýr mál Sjálfstæðisflokksins. Viðskipti með velferðarmál geti boðið fólki upp á betri kost en ríkið. 26. ágúst 2016 07:00 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Eftir forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins sl. föstudag hef ég þurft að svara fyrir skoðun sem ég hef ekki. Ég hef oft svarað fyrir misvinsælar skoðanir mínar en það var ný reynsla að vera talin standa fyrir eitthvað sem mér finnst ekki. Ég mæli ekki með því. Það er auðvelt að detta í vangaveltur um af hverju það gerist að orð manns eru túlkuð á annan hátt en þau voru sögð en ég ætla ekki að elta ólar við það að öðru leyti en eftirfarandi sé sagt hér. Ég vil ekki að hægt sé að borga fyrir betri þjónustu í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins; ég vil ekki að það sé hægt að borga sig fram fyrir röð eða borga fyrir betra rúm á hjartadeildinni. Ég vil hins vegar að það sé boðið upp á aukaþjónustu og nýsköpun í velferðar- og heilbrigðiskerfinu í heild. Slíkt eykur valkosti og sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem nýta þjónustuna. Með því að opna á aukinn einkarekstur í aukaþjónustu er hægt að styrkja grunnþjónustuna – grunnþjónustu sem við höfum fyrir löngu sammælst um að vilja standa vel að í þágu allra. Í augum einhverra er þetta nákvæmlega sama tóbakið; allt sem tengist velferð á að vera undir sama hatti og lúta sömu lögmálum og sá sem talar um aukaþjónustu talar þar með um grunnþjónustu. Það er hins vegar ekki skoðun mín. Ég tel þvert á móti skynsamlegt að gera greinarmun og tala fyrir bestu kostunum í hvoru kerfi. Og eitt að lokum. Það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins að hægt sé að borga fyrir betri þjónustu í grunnþjónustunni. Sama hversu margir leyfa sér að túlka orð mín út frá þeirri meintu stefnu flokksins – þá er það einfaldlega ekki stefna hans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þvert á móti sett aukið fjármagn í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins. Til þess að heilbrigðisþjónustan sé eins og við viljum hafa hana þarf hins vegar að leita nýrra heildarlausna til framtíðar og þá getur þurft að hugsa út fyrir rammann, eins og ég talaði fyrir í föstudagsviðtalinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Föstudagsviðtalið: Niðurlægjandi fyrir konur að segja stjórnmál of átakamikil Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi tekur ekki undir það að átakastjórnmál henti konum illa. Vill á þing til að klára skýr mál Sjálfstæðisflokksins. Viðskipti með velferðarmál geti boðið fólki upp á betri kost en ríkið. 26. ágúst 2016 07:00
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun