Um meintar rangfærslur Baldur Thorlacius og Páll Harðarson skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Í Fréttablaðinu 25. ágúst sl. birtist grein eftir Helga Sigurðsson (Rangfærslur), þar sem hann brást við grein eftir undirritaða sem birt var deginum áður í sama miðli. Umtalsefnið var dómur Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans og afstaða Kauphallarinnar til þeirra viðskipta sem dómurinn fjallaði um, en umbjóðandi Helga hlaut dóm í því máli. Telur Kauphöllin rétt að bregðast við athugasemdum hans. Í fyrsta lagi tekur Helgi fram að í fyrri grein okkar hafi verið fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Þetta er fjarri sannleikanum, enda er þar einungis fjallað um „aðkomu bankanna að viðskiptum með eigin bréf“ í þessu samhengi. Aðkoma banka að hlutabréfamarkaðnum er mikilvæg hér á landi líkt og erlendis. Allt öðru máli gegnir um aðkomu þeirra að viðskiptum með eigin bréf. Þá fjallar Helgi einnig um þá niðurstöðu Hæstaréttar að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, hafi verið óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga. Tekur hann fram að megingagnrýni hans á Kauphöllina hafi verið sú að hún hafi aldrei bent á að umrædd viðskipti hafi verið ólögleg á þessum grundvelli.Málflutningi vísað á bug Í ofangreindri niðurstöðu Hæstaréttar felst ekki að bönkunum hafi verið óheimilt að eiga viðskipti með eigin hlutabréf. Niðurstaðan fjallar um heimild bankans til þess að stunda viðskiptavakt með eigin hlutabréf, í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim og að slík viðskipti hafi bönkunum verið óheimil. Dómurinn vísar þannig á bug málflutningi verjenda um að Landsbankinn hafi verið viðskiptavaki í eigin hlutabréfum. Þeir sem hlutu dóma í ofangreindu máli voru aftur á móti ákærðir fyrir að brjóta ákvæði laga um markaðsmisnotkun. Kjarni málsins liggur í eðli viðskiptanna – og dómurinn talar sínu máli um þau þar sem Hæstiréttur segir m.a. eftirfarandi um viðskiptahætti umbjóðanda Helga: „Ekki leikur neinn vafi á að sá mikli fjöldi tilboða, sem ákærðu […], og þau umfangsmiklu viðskipti, sem þeir áttu þátt í að koma á, gáfu eða voru í það minnsta líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. ranglega eða misvísandi til kynna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Tengdar fréttir Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00 Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00 Rangfærslur Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar 25. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 25. ágúst sl. birtist grein eftir Helga Sigurðsson (Rangfærslur), þar sem hann brást við grein eftir undirritaða sem birt var deginum áður í sama miðli. Umtalsefnið var dómur Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans og afstaða Kauphallarinnar til þeirra viðskipta sem dómurinn fjallaði um, en umbjóðandi Helga hlaut dóm í því máli. Telur Kauphöllin rétt að bregðast við athugasemdum hans. Í fyrsta lagi tekur Helgi fram að í fyrri grein okkar hafi verið fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Þetta er fjarri sannleikanum, enda er þar einungis fjallað um „aðkomu bankanna að viðskiptum með eigin bréf“ í þessu samhengi. Aðkoma banka að hlutabréfamarkaðnum er mikilvæg hér á landi líkt og erlendis. Allt öðru máli gegnir um aðkomu þeirra að viðskiptum með eigin bréf. Þá fjallar Helgi einnig um þá niðurstöðu Hæstaréttar að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, hafi verið óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga. Tekur hann fram að megingagnrýni hans á Kauphöllina hafi verið sú að hún hafi aldrei bent á að umrædd viðskipti hafi verið ólögleg á þessum grundvelli.Málflutningi vísað á bug Í ofangreindri niðurstöðu Hæstaréttar felst ekki að bönkunum hafi verið óheimilt að eiga viðskipti með eigin hlutabréf. Niðurstaðan fjallar um heimild bankans til þess að stunda viðskiptavakt með eigin hlutabréf, í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim og að slík viðskipti hafi bönkunum verið óheimil. Dómurinn vísar þannig á bug málflutningi verjenda um að Landsbankinn hafi verið viðskiptavaki í eigin hlutabréfum. Þeir sem hlutu dóma í ofangreindu máli voru aftur á móti ákærðir fyrir að brjóta ákvæði laga um markaðsmisnotkun. Kjarni málsins liggur í eðli viðskiptanna – og dómurinn talar sínu máli um þau þar sem Hæstiréttur segir m.a. eftirfarandi um viðskiptahætti umbjóðanda Helga: „Ekki leikur neinn vafi á að sá mikli fjöldi tilboða, sem ákærðu […], og þau umfangsmiklu viðskipti, sem þeir áttu þátt í að koma á, gáfu eða voru í það minnsta líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. ranglega eða misvísandi til kynna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00
Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00
Rangfærslur Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar 25. ágúst 2016 07:00
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun