Aðeins fimm með betri einkunn en Eyþóra á gólfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2016 23:11 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir. Vísir/Getty Eyþóra Elísabet Þórsdóttir er níunda besta fimleikakona Ólympíuleikana í Ríó en þessi íslensk ættaða fimleikastjarna sem keppir fyrir Holland náði níunda sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna. Eyþóra fékk alls 57.632 stig fyrir æfingar sínar á áhöldunum fjórum og var á undan Giulia Steingruber frá Sviss en eftir Asuka Teramoto frá Japan. Eyþóra var langhæst hjá Hollandi en liðsfélagi hennar var ellefu sætum neðar. Eyþóra tókst að hækka einkunn sína frá því í undankeppninni þegar hún fékk 57.566 stig. Hún var þá í áttunda sæti en lækkaði samt um eitt sæti í úrslitunum. Bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman fengu gull og silfur en Simone Biles vann yfirburðarsigur. Rússinn Aliya Mustafina fékk brons. Eyþóra Elísabet stóð sig frábærlega í gólfæfingunum og sýndi að hún ætti að öllu eðlilegu að vera að keppa til úrslita á gólfinu. Lítið fall í lok undankeppninnar kom því miður í veg fyrir það. Eyþóra fékk 14.533 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar í úrslitunum og það voru aðeins fimm sem náðu hærri einkunn. Þær voru bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman, Wang Yan frá Kína, Giulia Steingruber frá Sviss og Shang Chunsong frá Kína. Eyþóra varð með níundu hæstu einkunnina á jafnvægisslánni, í 11. sæti í stökki og í 13. sæti á tvíslá. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hún komst tvisvar í úrslit, varð í 9. sæti í fjölþraut kvenna og svo í 7. sæti í liðakeppninni með hollenska landsliðinu. Þetta er flott uppskera hjá þessari 18 ára stelpu sem fær vonandi tækifæri til að keppa á fleiri Ólympíuleikum í framtíðinni.Eyþóra Elísabet ÞórsdóttirVísir/Getty Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00 Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14 Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir er níunda besta fimleikakona Ólympíuleikana í Ríó en þessi íslensk ættaða fimleikastjarna sem keppir fyrir Holland náði níunda sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna. Eyþóra fékk alls 57.632 stig fyrir æfingar sínar á áhöldunum fjórum og var á undan Giulia Steingruber frá Sviss en eftir Asuka Teramoto frá Japan. Eyþóra var langhæst hjá Hollandi en liðsfélagi hennar var ellefu sætum neðar. Eyþóra tókst að hækka einkunn sína frá því í undankeppninni þegar hún fékk 57.566 stig. Hún var þá í áttunda sæti en lækkaði samt um eitt sæti í úrslitunum. Bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman fengu gull og silfur en Simone Biles vann yfirburðarsigur. Rússinn Aliya Mustafina fékk brons. Eyþóra Elísabet stóð sig frábærlega í gólfæfingunum og sýndi að hún ætti að öllu eðlilegu að vera að keppa til úrslita á gólfinu. Lítið fall í lok undankeppninnar kom því miður í veg fyrir það. Eyþóra fékk 14.533 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar í úrslitunum og það voru aðeins fimm sem náðu hærri einkunn. Þær voru bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman, Wang Yan frá Kína, Giulia Steingruber frá Sviss og Shang Chunsong frá Kína. Eyþóra varð með níundu hæstu einkunnina á jafnvægisslánni, í 11. sæti í stökki og í 13. sæti á tvíslá. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hún komst tvisvar í úrslit, varð í 9. sæti í fjölþraut kvenna og svo í 7. sæti í liðakeppninni með hollenska landsliðinu. Þetta er flott uppskera hjá þessari 18 ára stelpu sem fær vonandi tækifæri til að keppa á fleiri Ólympíuleikum í framtíðinni.Eyþóra Elísabet ÞórsdóttirVísir/Getty
Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00 Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14 Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira
Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00
Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01
Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14
Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35