Aðeins fimm með betri einkunn en Eyþóra á gólfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2016 23:11 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir. Vísir/Getty Eyþóra Elísabet Þórsdóttir er níunda besta fimleikakona Ólympíuleikana í Ríó en þessi íslensk ættaða fimleikastjarna sem keppir fyrir Holland náði níunda sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna. Eyþóra fékk alls 57.632 stig fyrir æfingar sínar á áhöldunum fjórum og var á undan Giulia Steingruber frá Sviss en eftir Asuka Teramoto frá Japan. Eyþóra var langhæst hjá Hollandi en liðsfélagi hennar var ellefu sætum neðar. Eyþóra tókst að hækka einkunn sína frá því í undankeppninni þegar hún fékk 57.566 stig. Hún var þá í áttunda sæti en lækkaði samt um eitt sæti í úrslitunum. Bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman fengu gull og silfur en Simone Biles vann yfirburðarsigur. Rússinn Aliya Mustafina fékk brons. Eyþóra Elísabet stóð sig frábærlega í gólfæfingunum og sýndi að hún ætti að öllu eðlilegu að vera að keppa til úrslita á gólfinu. Lítið fall í lok undankeppninnar kom því miður í veg fyrir það. Eyþóra fékk 14.533 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar í úrslitunum og það voru aðeins fimm sem náðu hærri einkunn. Þær voru bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman, Wang Yan frá Kína, Giulia Steingruber frá Sviss og Shang Chunsong frá Kína. Eyþóra varð með níundu hæstu einkunnina á jafnvægisslánni, í 11. sæti í stökki og í 13. sæti á tvíslá. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hún komst tvisvar í úrslit, varð í 9. sæti í fjölþraut kvenna og svo í 7. sæti í liðakeppninni með hollenska landsliðinu. Þetta er flott uppskera hjá þessari 18 ára stelpu sem fær vonandi tækifæri til að keppa á fleiri Ólympíuleikum í framtíðinni.Eyþóra Elísabet ÞórsdóttirVísir/Getty Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00 Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14 Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Sjá meira
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir er níunda besta fimleikakona Ólympíuleikana í Ríó en þessi íslensk ættaða fimleikastjarna sem keppir fyrir Holland náði níunda sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna. Eyþóra fékk alls 57.632 stig fyrir æfingar sínar á áhöldunum fjórum og var á undan Giulia Steingruber frá Sviss en eftir Asuka Teramoto frá Japan. Eyþóra var langhæst hjá Hollandi en liðsfélagi hennar var ellefu sætum neðar. Eyþóra tókst að hækka einkunn sína frá því í undankeppninni þegar hún fékk 57.566 stig. Hún var þá í áttunda sæti en lækkaði samt um eitt sæti í úrslitunum. Bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman fengu gull og silfur en Simone Biles vann yfirburðarsigur. Rússinn Aliya Mustafina fékk brons. Eyþóra Elísabet stóð sig frábærlega í gólfæfingunum og sýndi að hún ætti að öllu eðlilegu að vera að keppa til úrslita á gólfinu. Lítið fall í lok undankeppninnar kom því miður í veg fyrir það. Eyþóra fékk 14.533 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar í úrslitunum og það voru aðeins fimm sem náðu hærri einkunn. Þær voru bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman, Wang Yan frá Kína, Giulia Steingruber frá Sviss og Shang Chunsong frá Kína. Eyþóra varð með níundu hæstu einkunnina á jafnvægisslánni, í 11. sæti í stökki og í 13. sæti á tvíslá. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hún komst tvisvar í úrslit, varð í 9. sæti í fjölþraut kvenna og svo í 7. sæti í liðakeppninni með hollenska landsliðinu. Þetta er flott uppskera hjá þessari 18 ára stelpu sem fær vonandi tækifæri til að keppa á fleiri Ólympíuleikum í framtíðinni.Eyþóra Elísabet ÞórsdóttirVísir/Getty
Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00 Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14 Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Sjá meira
Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00
Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01
Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14
Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35