Færeyingar bjóða upp veiðiheimildir Jón Steinsson skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Í síðasta mánuði héldu Færeyingar uppboð á veiðiheimildum. Þetta var gert í tilraunaskyni. Árið 2018 munu öll núverandi veiðileyfi í Færeyjum renna út og nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi taka við. Landstjórn Færeyja vinnur nú að mótun þessa nýja kerfis. Útgangspunkturinn í þeirri vinnu er að farin verði markaðsleið við úthlutun veiðiheimilda. Uppboð á veiðiheimildum er ein af meginleiðunum sem eru til skoðunar í því sambandi og því ákváðu Færeyingar að gera tilraun með uppboð á litlum hluta (um 10%) veiðiheimilda í þremur stofnum nú í sumar. Það var ákaflega vel að þessari tilraun staðið. Veiðiheimildunum sem til stóð að bjóða upp var skipt niður og haldin nokkur smærri uppboð í hverri tegund yfir nokkurra vikna skeið. Mismunandi uppboðsaðferðir voru prófaðar til þess að fá reynslu á það hvort ein aðferð gengi betur en önnur.Uppboðin tókust vel Það er skemmst frá því að segja að uppboðin tókust mjög vel. Færeysk stjórnvöld fengu hátt verð fyrir veiðiheimildirnar ef verðið er borið saman við þau veiðigjöld sem íslenskar útgerðir greiða í dag. Fyrir þorskkvóta í Barentshafi fengu Færeyingar að meðaltali 3,42 danskar krónur á kíló sem gera um það bil 62 íslenskar krónur. Til samanburðar munu íslenskar útgerðir greiða rúmar 11 kr. í veiðigjald af þorskkvóta á næsta fiskveiðiári. Munurinn er því meira en fimmfaldur. Færeyingar fengu að meðaltali 3,66 danskar krónur á kíló fyrir makrílkvóta (u.þ.b. 66 íslenskar krónur). Til samanburðar verður veiðigjald á makríl á Íslandi einungis 2,78 kr. á næsta fiskveiðiári. Hér er færeyskur almenningur því að fá um 24 sinnum hærri upphæð en við Íslendingar. Í síld var meðalverðið á uppboðunum í Færeyjum 3,57 danskar krónur (u.þ.b. 64 íslenskar krónur) en veiðigjaldið á síld á Íslandi verður einungis 2,56 kr. á næsta ári. Almenningur í Færeyjum fær því um 25 sinnum meira í auðlindaarð fyrir síldarkvóta en Íslendingar. Talsmenn SFS (sem eitt sinn kallaði sig LÍÚ) hafa haldið því fram að þessi samanburður sé villandi þar sem aðstæður séu aðrar á Íslandi en í Færeyjum. Það er nokkuð til í því þegar kemur að makríl. Færeyingar geti veitt makrílinn þegar hann er í betra ástandi en við Íslendingar. Ef til vill skýrir það að hluta þennan 24-falda mun. En þessi sömu rök eiga ekki við um síldina og þar er munurinn jafn mikill. Varðandi þorskinn er líklegt að samanburðurinn við Færeyjar sé villandi í hina áttina. Færeyingar þurfa að sigla alla leið í Barentshaf til þess að sækja þann fisk á meðan íslenski þorskurinn heldur til við okkar eigin strendur. Talsmenn SFS halda því einnig fram að hér sé um jaðarverð að ræða sem endurspegli ekki verðið ef allur kvótinn væri boðinn upp. Í því sambandi er vert að minna á að flestir sem tala fyrir uppboði á veiðiheimildum á Íslandi telja einmitt skynsamlegt að kerfisbreytingin eigi sér stað hægt og bítandi yfir nokkurra ára skeið með þeim hætti að 10-20% af veiðiheimildum hverrar tegundar séu boðnar út ár hvert til fimm eða tíu ára. Það væri því hlutfallslega svipað magn á uppboði í slíku kerfi og Færeyingar buðu út nú í júlí.Hátt leiguverð á Íslandi Einnig er gagnlegt að bera verðið sem Færeyingar fengu í uppboðunum saman við leiguverð á kvóta á Íslandi. Á síðasta fiskveiðiári var meðalleiguverð á þorskkvóta tæpar 200 kr. á kíló (þegar það er umreiknað í óslægðan fisk) og um 15% af öllu aflamarki var leigt. Annar samanburður er við verð á „varanlegum veiðiheimildum“. Nú fyrir skemmstu keypti HB Grandi 1600 þorskígildistonn fyrir 3.950 milljónir króna. Það gera um 2.500 kr. á kíló. Ef við notum 8% ávöxtunarkröfu til þess að umreikna þetta verð í ársleiguverð gera það einnig um 200 kr. á kíló. Þessi samanburður sýnir að verðið sem Færeyingar fengu er mun lægra en það sem íslenskar útgerðir eru tilbúnar að greiða fyrir þorskkvóta á Íslandi. Eins og fyrr segir er líklegt að hluti af skýringunni á þessum mun sé að þorskkvóti úr íslenska þorskstofninum sé meira virði en þorskkvóti í Barentshafi. En þessi munur bendir einnig til þess að uppboð gæti leitt til þess að hið himinháa verð á kvóta sem viðgengist hefur á Íslandi myndi lækka. Það myndi bæta stöðu nýliða og minni útgerða á Íslandi. Hinn stóri vandi við veiðigjald er að skiptar skoðanir eru um það hversu hátt fullt gjald er. Útgerðin getur nýtt sér þessa óvissu til þess að halda gjaldinu í algjöru lágmarki. Stærsti kosturinn við uppboð er að gjaldið sem tekið er ræðst af boðum fyrirtækjanna sjálfra. Uppboð leiðir til þess að útgerðirnar neyðast til þess að gefa það upp hversu mikils virði veiðiheimildirnar í rauninni eru. Ráðamenn hafa oft skýlt sér á bak við það að uppboð á veiðiheimildum hafi ekki verið notuð annars staðar. En nú hafa Færeyingar sýnt okkur að þessi leið er vel fær. Ef frændur okkar Færeyingar geta þetta, af hverju ættum við ekki að geta farið þessa leið?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Skoðun Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði héldu Færeyingar uppboð á veiðiheimildum. Þetta var gert í tilraunaskyni. Árið 2018 munu öll núverandi veiðileyfi í Færeyjum renna út og nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi taka við. Landstjórn Færeyja vinnur nú að mótun þessa nýja kerfis. Útgangspunkturinn í þeirri vinnu er að farin verði markaðsleið við úthlutun veiðiheimilda. Uppboð á veiðiheimildum er ein af meginleiðunum sem eru til skoðunar í því sambandi og því ákváðu Færeyingar að gera tilraun með uppboð á litlum hluta (um 10%) veiðiheimilda í þremur stofnum nú í sumar. Það var ákaflega vel að þessari tilraun staðið. Veiðiheimildunum sem til stóð að bjóða upp var skipt niður og haldin nokkur smærri uppboð í hverri tegund yfir nokkurra vikna skeið. Mismunandi uppboðsaðferðir voru prófaðar til þess að fá reynslu á það hvort ein aðferð gengi betur en önnur.Uppboðin tókust vel Það er skemmst frá því að segja að uppboðin tókust mjög vel. Færeysk stjórnvöld fengu hátt verð fyrir veiðiheimildirnar ef verðið er borið saman við þau veiðigjöld sem íslenskar útgerðir greiða í dag. Fyrir þorskkvóta í Barentshafi fengu Færeyingar að meðaltali 3,42 danskar krónur á kíló sem gera um það bil 62 íslenskar krónur. Til samanburðar munu íslenskar útgerðir greiða rúmar 11 kr. í veiðigjald af þorskkvóta á næsta fiskveiðiári. Munurinn er því meira en fimmfaldur. Færeyingar fengu að meðaltali 3,66 danskar krónur á kíló fyrir makrílkvóta (u.þ.b. 66 íslenskar krónur). Til samanburðar verður veiðigjald á makríl á Íslandi einungis 2,78 kr. á næsta fiskveiðiári. Hér er færeyskur almenningur því að fá um 24 sinnum hærri upphæð en við Íslendingar. Í síld var meðalverðið á uppboðunum í Færeyjum 3,57 danskar krónur (u.þ.b. 64 íslenskar krónur) en veiðigjaldið á síld á Íslandi verður einungis 2,56 kr. á næsta ári. Almenningur í Færeyjum fær því um 25 sinnum meira í auðlindaarð fyrir síldarkvóta en Íslendingar. Talsmenn SFS (sem eitt sinn kallaði sig LÍÚ) hafa haldið því fram að þessi samanburður sé villandi þar sem aðstæður séu aðrar á Íslandi en í Færeyjum. Það er nokkuð til í því þegar kemur að makríl. Færeyingar geti veitt makrílinn þegar hann er í betra ástandi en við Íslendingar. Ef til vill skýrir það að hluta þennan 24-falda mun. En þessi sömu rök eiga ekki við um síldina og þar er munurinn jafn mikill. Varðandi þorskinn er líklegt að samanburðurinn við Færeyjar sé villandi í hina áttina. Færeyingar þurfa að sigla alla leið í Barentshaf til þess að sækja þann fisk á meðan íslenski þorskurinn heldur til við okkar eigin strendur. Talsmenn SFS halda því einnig fram að hér sé um jaðarverð að ræða sem endurspegli ekki verðið ef allur kvótinn væri boðinn upp. Í því sambandi er vert að minna á að flestir sem tala fyrir uppboði á veiðiheimildum á Íslandi telja einmitt skynsamlegt að kerfisbreytingin eigi sér stað hægt og bítandi yfir nokkurra ára skeið með þeim hætti að 10-20% af veiðiheimildum hverrar tegundar séu boðnar út ár hvert til fimm eða tíu ára. Það væri því hlutfallslega svipað magn á uppboði í slíku kerfi og Færeyingar buðu út nú í júlí.Hátt leiguverð á Íslandi Einnig er gagnlegt að bera verðið sem Færeyingar fengu í uppboðunum saman við leiguverð á kvóta á Íslandi. Á síðasta fiskveiðiári var meðalleiguverð á þorskkvóta tæpar 200 kr. á kíló (þegar það er umreiknað í óslægðan fisk) og um 15% af öllu aflamarki var leigt. Annar samanburður er við verð á „varanlegum veiðiheimildum“. Nú fyrir skemmstu keypti HB Grandi 1600 þorskígildistonn fyrir 3.950 milljónir króna. Það gera um 2.500 kr. á kíló. Ef við notum 8% ávöxtunarkröfu til þess að umreikna þetta verð í ársleiguverð gera það einnig um 200 kr. á kíló. Þessi samanburður sýnir að verðið sem Færeyingar fengu er mun lægra en það sem íslenskar útgerðir eru tilbúnar að greiða fyrir þorskkvóta á Íslandi. Eins og fyrr segir er líklegt að hluti af skýringunni á þessum mun sé að þorskkvóti úr íslenska þorskstofninum sé meira virði en þorskkvóti í Barentshafi. En þessi munur bendir einnig til þess að uppboð gæti leitt til þess að hið himinháa verð á kvóta sem viðgengist hefur á Íslandi myndi lækka. Það myndi bæta stöðu nýliða og minni útgerða á Íslandi. Hinn stóri vandi við veiðigjald er að skiptar skoðanir eru um það hversu hátt fullt gjald er. Útgerðin getur nýtt sér þessa óvissu til þess að halda gjaldinu í algjöru lágmarki. Stærsti kosturinn við uppboð er að gjaldið sem tekið er ræðst af boðum fyrirtækjanna sjálfra. Uppboð leiðir til þess að útgerðirnar neyðast til þess að gefa það upp hversu mikils virði veiðiheimildirnar í rauninni eru. Ráðamenn hafa oft skýlt sér á bak við það að uppboð á veiðiheimildum hafi ekki verið notuð annars staðar. En nú hafa Færeyingar sýnt okkur að þessi leið er vel fær. Ef frændur okkar Færeyingar geta þetta, af hverju ættum við ekki að geta farið þessa leið?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst 2016
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun