Heimamaðurinn vann ótrúlegan sigur í stangarstökkinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2016 03:04 Thiago Braz da Silva Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Thiago Braz da Silva varð Ólympíumeistari í stangarstökki karla í nótt eftir að hafa barist um gullið við heimsmethafann og Ólympíumeistarann Renaud Lavillenie frá Frakklandi. Thiago Braz da Silva fór á endanum einn yfir 6,03 metra og bætti Ólympíumet Renaud Lavillenie frá því í London 2012. Thiago Braz da Silva fékk magnaðan stuðning í keppninni en hann átti best 5,92 metra fyrir keppnina. Hann bætti því sinn persónulega árangur um 11 sentímetra sem sýnir enn frekar hversu óvæntur sigur hans var. Thiago Braz da Silva var langt yfir þegar hann fór yfir 6,03 metra og á meðan hann flaug yfir með frábærum stuðningi af pöllunum þá sást stressið og vafinn magnast upp hjá hinum frábæra Lavillenie. Renaud Lavillenie stökk ekki í fyrsta sinn fyrr en tveir og hálfur tími var búinn af stangarstökkskeppninni. Lavillenie leit vel út í upphafi og fjögur fyrstu stökkin hans heppnuðust á meðan Thiago felldi tvisvar sinnum á sama tíma. Thiago ákvað að sleppa 5,98 metrum og reyna frekar við 6,03 metra. Hann komst yfir það í annarri tilraun en Lavillenie felldi þá hæð hinsvegar tvisvar sinnum. Lavillenie reyndi þá að hækka ránna í 6,08 metra en komst ekki yfir það. Það var ekki að hjálpa honum mikið að hann var með allan leikvanginn á móti sér. Bandaríkjamaðurinn Sam Kendricks fékk bronsið en hann fór yfir 5,85 metra. Thiago Braz da Silva er aðeins fjórði gullverðlaunahafi Brasilíu í frjálsum íþróttum frá upphafi á eftir þeim Adhemar da Silva (þrístökk 1952 og 1956 - vann Íslendinginn Vilhjálm Einarsson 1956), Maurren Maggi (langstökk 2008) og Joaquim Cruz (800 metra hlaup 1984). Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Thiago Braz da Silva varð Ólympíumeistari í stangarstökki karla í nótt eftir að hafa barist um gullið við heimsmethafann og Ólympíumeistarann Renaud Lavillenie frá Frakklandi. Thiago Braz da Silva fór á endanum einn yfir 6,03 metra og bætti Ólympíumet Renaud Lavillenie frá því í London 2012. Thiago Braz da Silva fékk magnaðan stuðning í keppninni en hann átti best 5,92 metra fyrir keppnina. Hann bætti því sinn persónulega árangur um 11 sentímetra sem sýnir enn frekar hversu óvæntur sigur hans var. Thiago Braz da Silva var langt yfir þegar hann fór yfir 6,03 metra og á meðan hann flaug yfir með frábærum stuðningi af pöllunum þá sást stressið og vafinn magnast upp hjá hinum frábæra Lavillenie. Renaud Lavillenie stökk ekki í fyrsta sinn fyrr en tveir og hálfur tími var búinn af stangarstökkskeppninni. Lavillenie leit vel út í upphafi og fjögur fyrstu stökkin hans heppnuðust á meðan Thiago felldi tvisvar sinnum á sama tíma. Thiago ákvað að sleppa 5,98 metrum og reyna frekar við 6,03 metra. Hann komst yfir það í annarri tilraun en Lavillenie felldi þá hæð hinsvegar tvisvar sinnum. Lavillenie reyndi þá að hækka ránna í 6,08 metra en komst ekki yfir það. Það var ekki að hjálpa honum mikið að hann var með allan leikvanginn á móti sér. Bandaríkjamaðurinn Sam Kendricks fékk bronsið en hann fór yfir 5,85 metra. Thiago Braz da Silva er aðeins fjórði gullverðlaunahafi Brasilíu í frjálsum íþróttum frá upphafi á eftir þeim Adhemar da Silva (þrístökk 1952 og 1956 - vann Íslendinginn Vilhjálm Einarsson 1956), Maurren Maggi (langstökk 2008) og Joaquim Cruz (800 metra hlaup 1984).
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Sjá meira