Justin Bieber stóð við stóru orðin og lokaði Instagram reikningnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2016 10:05 Justin Bieber og Sofia Richie eru saman í Japan þessa dagana. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn Justin Bieber hótaði aðdáendum sínum á dögunum að loka Instagram reikningi sínum ef fólk sýndi vinkonu hans, Sofiu Richie, ekki meiri virðingu. Bieber hafði verið iðinn við að birta myndir af þeim Richie saman dagana á undan sem virtist fara öfugt ofan í suma aðdáendur hans. Aðdáendur höfðu sumir hverjir farið ófögrum orðum um hina sautján ára gömlu Richie sem virðist nýjasta kærasta kanadíska tónlistarmannsins. Svo fór að Bieber stóð við orð sín því aðgangur hans á Instagram finnst ekki lengur við leit. Allt var með kyrrum kjörum þar til fyrrverandi kærasta Bieber, Selena Gomez, steig inn í umræðuna. Gomez hló að hótun Bieber og sagði hann þurfa að taka ummælunum ef hann ætlaði að standa í því að birta myndir af nýja parinu. Það væri hennar skoðun að hann ætti að halda myndum af þeim tveimur útaf fyrir sig.Sjá einnig:Hver er þessi Sofia Richie? Hófst í framhaldinu rifrildi þeirra á milli þar sem Bieber sakaði Gomez um að hafa nýtt sér frægð Bieber til eigin frama. Gomez sakaði Bieber hins vegar um framhjáhald þegar þau voru par. Töluvert drama. Bieber er ekki fyrsti tónlistarmaðurinn til að hætta á Instagram. Breska hljómsveitin Radiohead gerði slíkt hið sama á dögunum en þó á allt öðrum forsendum. Bieber heldur tónleika í Kórnum 8. og 9. september næstkomandi. Hann er iðinn við kolann á Instagram og ljóst að Íslandskynningin verður eitthvað minni í tengslum við tónleikana ef hann birtir engar myndir frá ferðalagi sínu til Íslands á Instagram. Heimsókn hans til Íslands fyrir tæpu ári vakti mikla athygli.Að neðan má sjá myndband við lag Biebers, I'll show you, sem var tekið upp á Íslandi. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Er Bieber byrjaður með dóttur Lionel Richie? Fjölmiðlar vestanhafs segja poppstjörnuna og 17 ára fyrirsætuna, Sophie Richie, vera nýjasta parið. 10. ágúst 2016 12:00 Justin Bieber hótar að hætta á Instagram og fær að heyra það frá fyrrverandi Aðdáendur Bieber eru ekki endilega aðdáendur Sofiu Richie. 15. ágúst 2016 15:57 Hver er þessi Sofia Richie? Allt í einu eru allir að tala um Sofia Richie en hún er nýja kærasta Justin Bieber. 16. ágúst 2016 11:15 Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Justin Bieber hótaði aðdáendum sínum á dögunum að loka Instagram reikningi sínum ef fólk sýndi vinkonu hans, Sofiu Richie, ekki meiri virðingu. Bieber hafði verið iðinn við að birta myndir af þeim Richie saman dagana á undan sem virtist fara öfugt ofan í suma aðdáendur hans. Aðdáendur höfðu sumir hverjir farið ófögrum orðum um hina sautján ára gömlu Richie sem virðist nýjasta kærasta kanadíska tónlistarmannsins. Svo fór að Bieber stóð við orð sín því aðgangur hans á Instagram finnst ekki lengur við leit. Allt var með kyrrum kjörum þar til fyrrverandi kærasta Bieber, Selena Gomez, steig inn í umræðuna. Gomez hló að hótun Bieber og sagði hann þurfa að taka ummælunum ef hann ætlaði að standa í því að birta myndir af nýja parinu. Það væri hennar skoðun að hann ætti að halda myndum af þeim tveimur útaf fyrir sig.Sjá einnig:Hver er þessi Sofia Richie? Hófst í framhaldinu rifrildi þeirra á milli þar sem Bieber sakaði Gomez um að hafa nýtt sér frægð Bieber til eigin frama. Gomez sakaði Bieber hins vegar um framhjáhald þegar þau voru par. Töluvert drama. Bieber er ekki fyrsti tónlistarmaðurinn til að hætta á Instagram. Breska hljómsveitin Radiohead gerði slíkt hið sama á dögunum en þó á allt öðrum forsendum. Bieber heldur tónleika í Kórnum 8. og 9. september næstkomandi. Hann er iðinn við kolann á Instagram og ljóst að Íslandskynningin verður eitthvað minni í tengslum við tónleikana ef hann birtir engar myndir frá ferðalagi sínu til Íslands á Instagram. Heimsókn hans til Íslands fyrir tæpu ári vakti mikla athygli.Að neðan má sjá myndband við lag Biebers, I'll show you, sem var tekið upp á Íslandi.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Er Bieber byrjaður með dóttur Lionel Richie? Fjölmiðlar vestanhafs segja poppstjörnuna og 17 ára fyrirsætuna, Sophie Richie, vera nýjasta parið. 10. ágúst 2016 12:00 Justin Bieber hótar að hætta á Instagram og fær að heyra það frá fyrrverandi Aðdáendur Bieber eru ekki endilega aðdáendur Sofiu Richie. 15. ágúst 2016 15:57 Hver er þessi Sofia Richie? Allt í einu eru allir að tala um Sofia Richie en hún er nýja kærasta Justin Bieber. 16. ágúst 2016 11:15 Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Er Bieber byrjaður með dóttur Lionel Richie? Fjölmiðlar vestanhafs segja poppstjörnuna og 17 ára fyrirsætuna, Sophie Richie, vera nýjasta parið. 10. ágúst 2016 12:00
Justin Bieber hótar að hætta á Instagram og fær að heyra það frá fyrrverandi Aðdáendur Bieber eru ekki endilega aðdáendur Sofiu Richie. 15. ágúst 2016 15:57
Hver er þessi Sofia Richie? Allt í einu eru allir að tala um Sofia Richie en hún er nýja kærasta Justin Bieber. 16. ágúst 2016 11:15