Ásdís: Ótrúlega leiðinlegt að hafa lent í þessu núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 02:17 Ásdís Hjálmsdóttir gat ekki leynt vonbriðgum sínum eftir síðasta kastið. Vísir/Anton Ásdís Hjálmsdóttir varð í næstsíðasta sæti í undankeppni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 29 köstuðu lengra en Ásdís í undankeppninni en hún átti tvö algjörlega misheppnuð köst (gerði bæði ógild) og eitt sem var bara 54,92 metrar. Ásdís hefði samt þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í úrslitin og því hefði þurfti hennar besta kast á árinu. „Þetta átti ekki að fara svona, það er alveg rétt hjá þér," sagði Ásdís Hjálmsdóttir eftir undankeppnina í nótt. „Það gekk allt rosalega vel í upphituninni, alveg svakalega vel. Upphitunin út á velli var frábær og inn á velli líka," sagði Ásdís sem lítur mjög vel út og er augljóslega í frábæru formi.Sjá einnig: Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu „Svo bara byrjaði ég í keppninni. Ég hef aldrei verið í betra formi, búin að fá fulla hvíld og hef aldrei í rauninni verið í svona góðu formi. Ég var alltof, alltof hröð í atrennunni og hef aldrei verið svona hröð," sagði Ásdís. „Ég var alltof nálægt línunni í fyrsta kastinu. Ég færi mig aftur um þrjú fet og þá er ég alltof nálægt línunni aftur. Ég færi mig aftur um tvö fet og er samt alltof nálægt," sagði Ásdís. „Það er hægt að líta á þetta bæði jákvæðum augum og neikvæðum augum. Það er náttúrulega jákvætt að vera í svona góðu formi og að þetta sé ástæðan en ekki eitthvað annað. Ég er ekki meidd og það er ekki þess vegna sem ég var að kasta illa," sagði Ásdís. „Auðvitað er þetta ótrúlega leiðinlegt að hafa lent í þessu núna," sagði Ásdís en hvað var að í nótt. „Ég var bara alltof hröð í atrennunni og alltof nálægt línunni. Þegar þú ert of nálægt línunni þá getur þú ekki klárað kastið. Ef ég hefði klárað kastið þá hefði ég bara farið yfir línuna og gert ógilt," sagði Ásdís. „Ég vona að ég fái eitt mót í viðbót til að ná út úr mér því sem ég hef inn í mér núna," sagði Ásdís. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ásdís faldi sig fyrir fjölmiðlamönnum Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. 16. ágúst 2016 08:00 Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00 Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 17. ágúst 2016 01:30 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir varð í næstsíðasta sæti í undankeppni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 29 köstuðu lengra en Ásdís í undankeppninni en hún átti tvö algjörlega misheppnuð köst (gerði bæði ógild) og eitt sem var bara 54,92 metrar. Ásdís hefði samt þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í úrslitin og því hefði þurfti hennar besta kast á árinu. „Þetta átti ekki að fara svona, það er alveg rétt hjá þér," sagði Ásdís Hjálmsdóttir eftir undankeppnina í nótt. „Það gekk allt rosalega vel í upphituninni, alveg svakalega vel. Upphitunin út á velli var frábær og inn á velli líka," sagði Ásdís sem lítur mjög vel út og er augljóslega í frábæru formi.Sjá einnig: Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu „Svo bara byrjaði ég í keppninni. Ég hef aldrei verið í betra formi, búin að fá fulla hvíld og hef aldrei í rauninni verið í svona góðu formi. Ég var alltof, alltof hröð í atrennunni og hef aldrei verið svona hröð," sagði Ásdís. „Ég var alltof nálægt línunni í fyrsta kastinu. Ég færi mig aftur um þrjú fet og þá er ég alltof nálægt línunni aftur. Ég færi mig aftur um tvö fet og er samt alltof nálægt," sagði Ásdís. „Það er hægt að líta á þetta bæði jákvæðum augum og neikvæðum augum. Það er náttúrulega jákvætt að vera í svona góðu formi og að þetta sé ástæðan en ekki eitthvað annað. Ég er ekki meidd og það er ekki þess vegna sem ég var að kasta illa," sagði Ásdís. „Auðvitað er þetta ótrúlega leiðinlegt að hafa lent í þessu núna," sagði Ásdís en hvað var að í nótt. „Ég var bara alltof hröð í atrennunni og alltof nálægt línunni. Þegar þú ert of nálægt línunni þá getur þú ekki klárað kastið. Ef ég hefði klárað kastið þá hefði ég bara farið yfir línuna og gert ógilt," sagði Ásdís. „Ég vona að ég fái eitt mót í viðbót til að ná út úr mér því sem ég hef inn í mér núna," sagði Ásdís.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ásdís faldi sig fyrir fjölmiðlamönnum Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. 16. ágúst 2016 08:00 Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00 Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 17. ágúst 2016 01:30 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira
Ásdís faldi sig fyrir fjölmiðlamönnum Ásdís Hjálmsdóttir er mætt á sína þriðju Ólympíuleika og að þessu sinni með nýja taktík. 16. ágúst 2016 08:00
Aldrei verið í betra formi Terry McHugh, þjálfari Ásdísar Hjálmsdóttur, hrósar bæði líkamlega og andlega þættinum hjá þessum 31 árs gamla spjótkastara sem keppir í nótt á Ólympíuleikum í þriðja sinn. Stefnan er sett á úrslitin en til þess þarf að kasta 63 metra. 16. ágúst 2016 07:00
Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. 17. ágúst 2016 01:30