Körfubolti

Sylvía Rún valin í úrvalslið EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sylvía (önnur frá hægri) átti frábært mót.
Sylvía (önnur frá hægri) átti frábært mót. mynd/fiba europe
Sylvía Rún Hálfdanardóttir var valin í fimm manna úrvalslið B-deildar Evrópumóts U-18 ára landsliða í körfubolta sem lauk í gær.

Sylvía átti frábæra leiki með Íslandi em endaði í 4. sæti sem er besti árangur liðsins í þessum aldursflokki. Íslensku stelpurnar töpuðu fyrir Bosníu í leiknum um 3. sætið í gær.

Sylvía, sem er 17 ára gömul og leikur með Haukum, var með 16.7 stig, 10,7 fráköst, 2,0 stoðsendingar og 3,4 stolna bolta að meðaltali í leik á EM. Besti leikur Sylvíu var gegn Finnlandi þar hún skoraði 28 stig og tók 20 fráköst.

Sylvía var í 6. sæti yfir stigahæstu leikmenn mótsins, 4. sæti á frákastalistanum og 2. sæti á listanum yfir flesta stolna bolta. Þá voru aðeins tveir leikmenn með fleiri framlagsstig að meðaltali í leik en Sylvía.

Hin bosníska Melisa Brcaninovic var valin besti leikmaður mótsins en hún var með 24,9 stig, 13,1 frákast og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á EM.

Auk hennar og Sylvíu voru Klara Lundquist og Emilia Stocklassa frá Svíþjóð og Elena Tsineke frá Grikklandi í úrvalsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×