Samþjöppun aflaheimilda, kvótauppboð í Færeyjum og félagsleg áhrif kvótakerfisins Þórólfur Matthíasson skrifar 3. ágúst 2016 07:00 Frá 1990 til 2015 jókst hlutur 10 stærstu íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna í heildarkvótanum úr 22% í 50,5%. Þessi þróun skýrist að hluta af tækniþróun þar sem afkastageta hverrar einingar eykst. Kvótakerfið ýtir einnig undir samþjöppun aflaheimilda. Nýleg kaup HB Granda á kvóta Þorlákshafnarfyrirtækisins Hafnarness Vers er dæmi um áhrif kvótakerfisins þar sem fjármálastofnun knýr fyrirtæki sem hefur skuldsett sig um of í fjárhagslega endurskipulagningu. Ástæðu skuldsetningar og lakrar eiginfjárstöðu má m.a. rekja til kaupa aflaheimilda (2006) og til veglegra arðgreiðslna árið 2007 (sjá Rannsóknarskýrslu Alþingis 9. ?bindi, bls. 67). Eðlilega spyrja íbúar Þorlákshafnar sig að því í hverju yfirburðir Vestmannaeyja eða Vopnafjarðar felist þegar kemur að vali á útgerðarstað. Líklega treystir fjármálastofnunin HB Granda betur til að halda lánum í skilum en eigendum Þorlákshafnarfyrirtækisins. Nálægð Þorlákshafnar við fiskimið og afburðastaðsetning gagnvart flutningakerfum til og frá landinu dugar ekki til að vega upp á móti lélegri eiginfjárstöðu.Hagræðingin Þrátt fyrir hnökra þá hefur kvótakerfið stuðlað að hagræðingu í rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Kerfið ýtir undir nýtni og sparsemi þegar kemur að útgerðarkostnaði og úrvinnslu sjávaraflans. Hagræðingin eykur framlegð á hvert kíló landaðs afla og endurspeglast í verði kvótans og í hagnaði kvótasterkra útgerðarfyrirtækja. Hagræðingin á sér ýmsar hliðar: Við sölu aflaheimilda geta eigendur greitt skuldir og jafnvel komið sér upp myndarlegum eftirlaunasjóði. En öðrum hlutaðeigandi, áhafnarmeðlimum og fiskverkafólki, er í besta falli boðinn flutningsstyrkur og aðstoð við að finna leiguhúsnæði á nýjum stað. Engir eftirlaunasjóðir eða skuldauppgjör fyrir það fólk! Það er kannski tilviljun að frá 1990 hefur raunfermetraverð íbúðarhúsnæðis í Vestmannaeyjum hækkað um 50% meira en fermetraverð húsnæðis í Þorlákshöfn, kannski er það afleiðing duttlunga kvótakerfisins eins og það er útfært af íslenskum stjórnvöldum. Við vitum það ekki vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki ráðist í bráðnauðsynlega félagslega úttekt á afleiðingum kvótakerfisins. Stjórnvöld hafa beitt byggðakvóta, strandveiðum og sértækum aðgerðum Byggðastofnunar til að lina högg sem kvótakerfið veldur. En vegna þess að stjórnvöld vita lítið um félagslegar afleiðingar kvótakerfisins eru allar opinberar aðgerðir til að lina hinar neikvæðu afleiðingar kerfisins í skötulíki, ómarkvissar og máttlitlar. Sala á aflaheimildum Hafnarness Vers sýnir að hagræðingaráhrif íslenska kvótakerfisins eru ekki algild.Óheppilegar afleiðingar Það er allrar athygli vert að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa nýverið opnað augu sín gagnvart óheppilegum afleiðingum samþjöppunar í sjávarútvegi. Daginn eftir að HB Grandi keypti kvóta Hafnarness Vers birtu tveir talsmenn samtakanna grein í Fréttablaðinu þar sem möguleg samþjöppun fiskveiðiheimilda Færeyinga í rússneskum hluta Barentshafs er hörmuð. Látum liggja milli hluta að áhyggjur talsmannanna eru ástæðulausar. Um var að ræða heimildir til að veiða minna en bátsfylli af botnfiski og því ekki möguleiki á að dreifa þeim heimildum á fleiri en einn stað. En væntanlega eru þessi skrif talsmannanna merki þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilji axla ábyrgð og styrkja frekari rannsóknir á félagslegum afleiðingum kvótakerfisins á Íslandi og taka þátt í að fjármagna aðgerðir til að takast af festu og alvöru á við neikvæðar afleiðingar kerfisins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Frá 1990 til 2015 jókst hlutur 10 stærstu íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna í heildarkvótanum úr 22% í 50,5%. Þessi þróun skýrist að hluta af tækniþróun þar sem afkastageta hverrar einingar eykst. Kvótakerfið ýtir einnig undir samþjöppun aflaheimilda. Nýleg kaup HB Granda á kvóta Þorlákshafnarfyrirtækisins Hafnarness Vers er dæmi um áhrif kvótakerfisins þar sem fjármálastofnun knýr fyrirtæki sem hefur skuldsett sig um of í fjárhagslega endurskipulagningu. Ástæðu skuldsetningar og lakrar eiginfjárstöðu má m.a. rekja til kaupa aflaheimilda (2006) og til veglegra arðgreiðslna árið 2007 (sjá Rannsóknarskýrslu Alþingis 9. ?bindi, bls. 67). Eðlilega spyrja íbúar Þorlákshafnar sig að því í hverju yfirburðir Vestmannaeyja eða Vopnafjarðar felist þegar kemur að vali á útgerðarstað. Líklega treystir fjármálastofnunin HB Granda betur til að halda lánum í skilum en eigendum Þorlákshafnarfyrirtækisins. Nálægð Þorlákshafnar við fiskimið og afburðastaðsetning gagnvart flutningakerfum til og frá landinu dugar ekki til að vega upp á móti lélegri eiginfjárstöðu.Hagræðingin Þrátt fyrir hnökra þá hefur kvótakerfið stuðlað að hagræðingu í rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Kerfið ýtir undir nýtni og sparsemi þegar kemur að útgerðarkostnaði og úrvinnslu sjávaraflans. Hagræðingin eykur framlegð á hvert kíló landaðs afla og endurspeglast í verði kvótans og í hagnaði kvótasterkra útgerðarfyrirtækja. Hagræðingin á sér ýmsar hliðar: Við sölu aflaheimilda geta eigendur greitt skuldir og jafnvel komið sér upp myndarlegum eftirlaunasjóði. En öðrum hlutaðeigandi, áhafnarmeðlimum og fiskverkafólki, er í besta falli boðinn flutningsstyrkur og aðstoð við að finna leiguhúsnæði á nýjum stað. Engir eftirlaunasjóðir eða skuldauppgjör fyrir það fólk! Það er kannski tilviljun að frá 1990 hefur raunfermetraverð íbúðarhúsnæðis í Vestmannaeyjum hækkað um 50% meira en fermetraverð húsnæðis í Þorlákshöfn, kannski er það afleiðing duttlunga kvótakerfisins eins og það er útfært af íslenskum stjórnvöldum. Við vitum það ekki vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki ráðist í bráðnauðsynlega félagslega úttekt á afleiðingum kvótakerfisins. Stjórnvöld hafa beitt byggðakvóta, strandveiðum og sértækum aðgerðum Byggðastofnunar til að lina högg sem kvótakerfið veldur. En vegna þess að stjórnvöld vita lítið um félagslegar afleiðingar kvótakerfisins eru allar opinberar aðgerðir til að lina hinar neikvæðu afleiðingar kerfisins í skötulíki, ómarkvissar og máttlitlar. Sala á aflaheimildum Hafnarness Vers sýnir að hagræðingaráhrif íslenska kvótakerfisins eru ekki algild.Óheppilegar afleiðingar Það er allrar athygli vert að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa nýverið opnað augu sín gagnvart óheppilegum afleiðingum samþjöppunar í sjávarútvegi. Daginn eftir að HB Grandi keypti kvóta Hafnarness Vers birtu tveir talsmenn samtakanna grein í Fréttablaðinu þar sem möguleg samþjöppun fiskveiðiheimilda Færeyinga í rússneskum hluta Barentshafs er hörmuð. Látum liggja milli hluta að áhyggjur talsmannanna eru ástæðulausar. Um var að ræða heimildir til að veiða minna en bátsfylli af botnfiski og því ekki möguleiki á að dreifa þeim heimildum á fleiri en einn stað. En væntanlega eru þessi skrif talsmannanna merki þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilji axla ábyrgð og styrkja frekari rannsóknir á félagslegum afleiðingum kvótakerfisins á Íslandi og taka þátt í að fjármagna aðgerðir til að takast af festu og alvöru á við neikvæðar afleiðingar kerfisins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun