Hinsegin í útlöndum Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Á morgun göngum við til gleði. Ísland hefur um árabil verið í hópi forysturíkja hvað varðar virðingu fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Árangursrík barátta gegn hvers konar fordómum og mismunun á grundvelli kynhneigðar og kyngervis hefur aukið fjölbreytileika í þjóðfélaginu. Víða um heim er það þó svo að hinsegin fólk er ofsótt og nýtur ekki grundvallarmannréttinda. Í sumum ríkjum er samkynhneigð álitin glæpur og stjórnvöld hika ekki við að skerða frelsi og réttindi hinsegin fólks. Í fjölmörgum ríkjum hafa lagalegar og samfélagslegar breytingar átt sér stað að undanförnu sem bætt hafa stöðu hinsegin fólks en hatursglæpir á borð við nýlega árás í Orlando sýna að víða er mikið verk óunnið. Íslensk stjórnvöld beita sér fyrir mannréttindum hinsegin fólks í tvíhliða samskiptum við önnur lönd og á vettvangi alþjóðastofnana. Stundum er á brattann að sækja en í góðu samstarfi við Norðurlönd og aðra má finna leiðir til þess að knýja fram úrbætur. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur Ísland gagnrýnt mannréttindabrot og bent á skuldbindingar ríkja til að vernda og virða mannréttindi allra. Þá eru réttarbætur hinsegin fólks ávallt á dagskrá í samskiptum við stjórnvöld ríkja þar sem úrbóta er þörf. Glöggt er gests augað og með alþjóðlegu samstarfi gefst einnig kostur á úrbótum heima fyrir. Þannig veitir ný skýrsla stjórnvalda til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna góða yfirsýn um stöðu mála hérlendis og þann árangur sem náðst hefur, en einnig aðhald þar sem gera má betur. Á haustmánuðum munu stjórnvöld svo njóta liðsinnis Mannréttinda- og lýðræðisstofnunar ÖSE til að efla þekkingu og störf gegn hatursglæpum í íslensku þjóðfélagi. Saman viljum við stuðla að því að réttur milljóna hinsegin fólks verði virtur í hvívetna og mannlíf í sinni fjölbreyttustu mynd fái blómstrað.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun göngum við til gleði. Ísland hefur um árabil verið í hópi forysturíkja hvað varðar virðingu fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Árangursrík barátta gegn hvers konar fordómum og mismunun á grundvelli kynhneigðar og kyngervis hefur aukið fjölbreytileika í þjóðfélaginu. Víða um heim er það þó svo að hinsegin fólk er ofsótt og nýtur ekki grundvallarmannréttinda. Í sumum ríkjum er samkynhneigð álitin glæpur og stjórnvöld hika ekki við að skerða frelsi og réttindi hinsegin fólks. Í fjölmörgum ríkjum hafa lagalegar og samfélagslegar breytingar átt sér stað að undanförnu sem bætt hafa stöðu hinsegin fólks en hatursglæpir á borð við nýlega árás í Orlando sýna að víða er mikið verk óunnið. Íslensk stjórnvöld beita sér fyrir mannréttindum hinsegin fólks í tvíhliða samskiptum við önnur lönd og á vettvangi alþjóðastofnana. Stundum er á brattann að sækja en í góðu samstarfi við Norðurlönd og aðra má finna leiðir til þess að knýja fram úrbætur. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur Ísland gagnrýnt mannréttindabrot og bent á skuldbindingar ríkja til að vernda og virða mannréttindi allra. Þá eru réttarbætur hinsegin fólks ávallt á dagskrá í samskiptum við stjórnvöld ríkja þar sem úrbóta er þörf. Glöggt er gests augað og með alþjóðlegu samstarfi gefst einnig kostur á úrbótum heima fyrir. Þannig veitir ný skýrsla stjórnvalda til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna góða yfirsýn um stöðu mála hérlendis og þann árangur sem náðst hefur, en einnig aðhald þar sem gera má betur. Á haustmánuðum munu stjórnvöld svo njóta liðsinnis Mannréttinda- og lýðræðisstofnunar ÖSE til að efla þekkingu og störf gegn hatursglæpum í íslensku þjóðfélagi. Saman viljum við stuðla að því að réttur milljóna hinsegin fólks verði virtur í hvívetna og mannlíf í sinni fjölbreyttustu mynd fái blómstrað.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar