Hlutabréf í Nintendo lækkuðu á asískum mörkuðum um 12,6 prósent í nótt, eftir að hafa hækkað um allt að 110 prósent á síðustu tveimur vikum í kjölfar vinsælda Pokémon GO.
Nintendo á 33 prósenta eignarhlut í Pokémon-fyrirtækinu og á hlut í Niantic sem þróaði Pokémon GO sem kom út þann 6. júlí síðastliðinn. Snjallsímaleikurinn náði gífurlegum vinsældum fyrst um sinn í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi og Ástralía.
Á síðastliðinni viku hefur leikurinn svo verið gefinn út í fleiri löndum og hefur meðal annars legið niðri vegna gífurlegrar notkunar.
Líkur má leiða að því að hlutabréf í Nintendo séu að jafna sig í kjölfar þessarar mikilla hækkunar á síðastliðnum tveimur vikum.
Hlutabréf í Nintendo að hrynja
