Sport

Forseti UFC verður margfaldur milljarðamæringur eftir söluna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dana White og Conor McGregor á góðri stundu. Báðir eiga mikið af seðlum.
Dana White og Conor McGregor á góðri stundu. Báðir eiga mikið af seðlum. vísir/getty
Dana White, forseti UFC-bardagasambandsins sem Gunnar Nelson berst undir, verður margfaldur milljarðamæringur þegar salan á UFC klárast og ekki verða launin hans næstu fimm árin neitt slor.

Bræðurnir Lorenzo og Frank Fertitta, sem áttu 80 prósent hlut í UFC, seldu bardagasambandið til fjárfestingahóps á sunnudaginn fyrir fjóra milljarða dala eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna.

Samkvæmt heimildum ESPN átti White níu prósent í UFC fyrir söluna sem þýðir að hann fær 360 milljónir dala eða 44 milljarða íslenskra króna í sinn hlut.

Fertitta-bræðurnir halda tíu prósent hlut og kúpla sig út úr UFC en White heldur starfinu sem forseti enda gert ótrúlega hluti á síðustu fimmtán árum eftir að hann keypti UFC með bræðrunum á tvær milljónir dala árið 2001.

White verður ekki með fastan launaseðil sem forseti UFC heldur fær hann níu prósent af öllum framtíðartekjum sambandsins sem auðvitað hvetur hann til að markaðsvæða UFC enn frekar og auka tekjurnar.

Samkvæmt útreikningum eru tekjur UFC eftir skatta og önnur útgjöld um 200 milljónir dala á ári sem þýðir að White fær 2,2 milljarða í árslaun fyrir störf sín sem forseti UFC næstu fimm árin.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×