Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Guðríður Arnardóttir skrifar 18. júlí 2016 07:00 Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. Þar hafa nokkrir æðstu stjórnendur hjá stofnunum ríkisins verið hækkaðir í launum umfram þær almennu launahækkanir sem ráðið hafði áður úrskurðað þeim til handa. Það sem vekur athygli mína varðandi þessa ákvörðun kjararáðs er annars vegar sú staðreynd að nú þegar aðilar vinnumarkaðarins, fyrir utan Kennarasamband Íslands og BHM, hafa sett ramma um launahækkanir almennings til næstu ára þá telur kjararáð forsendur til þess að hækka tiltekna hópa umfram aðra. Leggur ráðið þar til grundvallar þau sjónarmið að álag í starfi þessara einstaklinga hafi aukist svo mikið á síðustu misserum að það beri að meta til launa. Nú liggur fyrir að álag á kennara hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Kennarar búa við þann veruleika að nemendur þeirra sitja í kennslustundum með snjallsímana sína, sem eru ekki bara símar, heldur kvikmyndatökuvélar. Orð og athafnir kennarans geta þannig verið tekin upp, „editeruð“ og slitin úr samhengi og send þannig út í kosmósið. Nemendur geta tekið myndir af kennaranum sínum og sent á samfélagsmiðlana með niðrandi ummælum. Gerð er sú krafa að kennarinn sé til taks utan dagvinnumarka á fésbók eða svari tölvupóstum. Kennarinn má búa við opinbera umræðu um störf sín á samfélagsmiðlunum án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér og er oft fundinn sekur af dómstóli götunnar. Að vera kennari er ekkert endilega þægilegri innivinna en að vera forstjóri Útlendingastofnunar eða fangelsismálastjóri. Álag á kennara hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum sem og umsvif starfsins, líkt og þeirra sérfræðinga hjá hinu opinbera sem kjararáð telur rétt að hækka í launum. Við framhaldsskólakennarar munum halda þessu til haga í haust þegar við setjumst að samningaborðinu, kjararáð hefur lagt okkur til gott veganesti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. Þar hafa nokkrir æðstu stjórnendur hjá stofnunum ríkisins verið hækkaðir í launum umfram þær almennu launahækkanir sem ráðið hafði áður úrskurðað þeim til handa. Það sem vekur athygli mína varðandi þessa ákvörðun kjararáðs er annars vegar sú staðreynd að nú þegar aðilar vinnumarkaðarins, fyrir utan Kennarasamband Íslands og BHM, hafa sett ramma um launahækkanir almennings til næstu ára þá telur kjararáð forsendur til þess að hækka tiltekna hópa umfram aðra. Leggur ráðið þar til grundvallar þau sjónarmið að álag í starfi þessara einstaklinga hafi aukist svo mikið á síðustu misserum að það beri að meta til launa. Nú liggur fyrir að álag á kennara hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Kennarar búa við þann veruleika að nemendur þeirra sitja í kennslustundum með snjallsímana sína, sem eru ekki bara símar, heldur kvikmyndatökuvélar. Orð og athafnir kennarans geta þannig verið tekin upp, „editeruð“ og slitin úr samhengi og send þannig út í kosmósið. Nemendur geta tekið myndir af kennaranum sínum og sent á samfélagsmiðlana með niðrandi ummælum. Gerð er sú krafa að kennarinn sé til taks utan dagvinnumarka á fésbók eða svari tölvupóstum. Kennarinn má búa við opinbera umræðu um störf sín á samfélagsmiðlunum án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér og er oft fundinn sekur af dómstóli götunnar. Að vera kennari er ekkert endilega þægilegri innivinna en að vera forstjóri Útlendingastofnunar eða fangelsismálastjóri. Álag á kennara hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum sem og umsvif starfsins, líkt og þeirra sérfræðinga hjá hinu opinbera sem kjararáð telur rétt að hækka í launum. Við framhaldsskólakennarar munum halda þessu til haga í haust þegar við setjumst að samningaborðinu, kjararáð hefur lagt okkur til gott veganesti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar