Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Guðríður Arnardóttir skrifar 18. júlí 2016 07:00 Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. Þar hafa nokkrir æðstu stjórnendur hjá stofnunum ríkisins verið hækkaðir í launum umfram þær almennu launahækkanir sem ráðið hafði áður úrskurðað þeim til handa. Það sem vekur athygli mína varðandi þessa ákvörðun kjararáðs er annars vegar sú staðreynd að nú þegar aðilar vinnumarkaðarins, fyrir utan Kennarasamband Íslands og BHM, hafa sett ramma um launahækkanir almennings til næstu ára þá telur kjararáð forsendur til þess að hækka tiltekna hópa umfram aðra. Leggur ráðið þar til grundvallar þau sjónarmið að álag í starfi þessara einstaklinga hafi aukist svo mikið á síðustu misserum að það beri að meta til launa. Nú liggur fyrir að álag á kennara hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Kennarar búa við þann veruleika að nemendur þeirra sitja í kennslustundum með snjallsímana sína, sem eru ekki bara símar, heldur kvikmyndatökuvélar. Orð og athafnir kennarans geta þannig verið tekin upp, „editeruð“ og slitin úr samhengi og send þannig út í kosmósið. Nemendur geta tekið myndir af kennaranum sínum og sent á samfélagsmiðlana með niðrandi ummælum. Gerð er sú krafa að kennarinn sé til taks utan dagvinnumarka á fésbók eða svari tölvupóstum. Kennarinn má búa við opinbera umræðu um störf sín á samfélagsmiðlunum án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér og er oft fundinn sekur af dómstóli götunnar. Að vera kennari er ekkert endilega þægilegri innivinna en að vera forstjóri Útlendingastofnunar eða fangelsismálastjóri. Álag á kennara hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum sem og umsvif starfsins, líkt og þeirra sérfræðinga hjá hinu opinbera sem kjararáð telur rétt að hækka í launum. Við framhaldsskólakennarar munum halda þessu til haga í haust þegar við setjumst að samningaborðinu, kjararáð hefur lagt okkur til gott veganesti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. Þar hafa nokkrir æðstu stjórnendur hjá stofnunum ríkisins verið hækkaðir í launum umfram þær almennu launahækkanir sem ráðið hafði áður úrskurðað þeim til handa. Það sem vekur athygli mína varðandi þessa ákvörðun kjararáðs er annars vegar sú staðreynd að nú þegar aðilar vinnumarkaðarins, fyrir utan Kennarasamband Íslands og BHM, hafa sett ramma um launahækkanir almennings til næstu ára þá telur kjararáð forsendur til þess að hækka tiltekna hópa umfram aðra. Leggur ráðið þar til grundvallar þau sjónarmið að álag í starfi þessara einstaklinga hafi aukist svo mikið á síðustu misserum að það beri að meta til launa. Nú liggur fyrir að álag á kennara hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Kennarar búa við þann veruleika að nemendur þeirra sitja í kennslustundum með snjallsímana sína, sem eru ekki bara símar, heldur kvikmyndatökuvélar. Orð og athafnir kennarans geta þannig verið tekin upp, „editeruð“ og slitin úr samhengi og send þannig út í kosmósið. Nemendur geta tekið myndir af kennaranum sínum og sent á samfélagsmiðlana með niðrandi ummælum. Gerð er sú krafa að kennarinn sé til taks utan dagvinnumarka á fésbók eða svari tölvupóstum. Kennarinn má búa við opinbera umræðu um störf sín á samfélagsmiðlunum án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér og er oft fundinn sekur af dómstóli götunnar. Að vera kennari er ekkert endilega þægilegri innivinna en að vera forstjóri Útlendingastofnunar eða fangelsismálastjóri. Álag á kennara hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum sem og umsvif starfsins, líkt og þeirra sérfræðinga hjá hinu opinbera sem kjararáð telur rétt að hækka í launum. Við framhaldsskólakennarar munum halda þessu til haga í haust þegar við setjumst að samningaborðinu, kjararáð hefur lagt okkur til gott veganesti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun