Þögn Ívar Halldórsson skrifar 2. júlí 2016 12:49 Ég ætla nú ekkert að fara að setja út á fréttaflutning hérlendis....eða jú, það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Eða kannski öllu heldur ákvörðun vissra fréttaveita um að þegja yfir fréttum sem skipta máli. Fréttamiðlar um allan heim sögðu nú í vikunni frá því að 13 ára ísraelsk stúlka hefði verið myrt í svefni með hnífi. Árásarmaðurinn var 17 ára gamall palestínskur drengur. Hann réðst einnig á ísraelskan öryggisvörð, særði hann mikið, áður en öryggisvörðurinn skaut drenginn í sjálfsvörn. Hér heima...óþægileg þögn. Þessi frétt var t.a.m. fyrsta frétt í norskum fjölmiðlum, en lítið fór fyrir þessari frétt hér. Fréttastofa Bylgjunnar, ein fréttaveita 365 miðla, greindi þó frá þessu í fimm-fréttum síðastliðinn fimmtudag og pressan.is greindi einnig frá atburðinum á málefnalegan hátt. Frá stóru fréttaveitunum okkar RÚV og Morgunblaðinu....ærandi þögn. Það kom einnig fram í mörgum fjölmiðlum að palestínski drengurinn hefði umsvifalaust verið heiðraður sem hetja fyrir verknaðinn af palestínskum yfirvöldum; sem umbuna í kjölfarið fjölskyldu hans fjárhagslega fyrir píslarvættisdauða árásarmannsins. Þá kom í ljós í viðtali við móður drengsins að hún er mjög stolt af syninum fyrir að hafa fórnað lífi sínu fyrir verðugan málstað trúar þeirra. Hér heima....grunsamleg þögn. Svo virðist sem flestar fréttir sem varða meint misrétti gagnvart Palestínumönnum rati á ógnarhraða í fyrirsagnir fjölmiðla hérlendis. Er það auðvitað í lagi svo lengi sem frásögnin er rétt og óhlutdræg. En er þá ekki morð á sofandi ísraelskri stúlku jafn fréttnæmt? Er hennar líf ekki jafn dýrmætt og líf palestínsks barns? Skiptir í alvöru máli hver heldur á hnífnum? Ég vil ekki trúa því að kynþáttur saklausra fórnarlamba ráði hvort frétt þyki vera fréttnæm í okkar fjölmiðlum. Fréttamiðlar verða að gæta jafnræðis og hlutleysis í umfjöllun viðkvæmra mála. Það er nauðsynlegt að kynna fyrir lesendum og hlustendum tvær hliðar umdeildra málaflokka og leyfa þeim síðan að mynda eigin afstöðu út frá þeim upplýsingum. Maður fær óneitanlega oft á tilfinninguna að vissir fréttamiðlar neiti neytendum sínum um slík forréttindi og reyni að stýra afstöðu fólks með hlutdrægri fréttamennsku. Ég vona auðvitað að þetta séu bara saklausar tilviljanir allt saman og að þessi mikilvæga frétt um saklausa, sofandi 13 ára stúlku hafi einfaldlega farið fyrir ofan garð og neðan vegna saklauss klaufaskapar einhvers sumarafleysingamanns á fréttamiðlunum báðum. En það eru þá líklega einnig fagmannaekkla hjá fréttaveitunum Al-Jazeera og Reuters sem skauta grunsamlega oft fram hjá harmasögum saklausra Ísraela í átökum sínum við hryðjuverkamenn. Það er þó athyglisvert að þessar tvær fréttaveitur, eru afar vinsælar uppsprettur frétta hjá t.d. RÚV og Morgunblaðinu. Ef fréttamiðlar hérlendis þurfa að leita til trúverðugri fréttamiðla til að gefa Íslendingum ákjósanlegra, heiðarlegra, fagmannlegra og traustara yfirlit yfir atburði víða um veröld, þá eigum við kröfu á því að þeir geri það. Það þarf hvorki að hafa vit fyrir okkur né mata okkur - við erum ekki börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ég ætla nú ekkert að fara að setja út á fréttaflutning hérlendis....eða jú, það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Eða kannski öllu heldur ákvörðun vissra fréttaveita um að þegja yfir fréttum sem skipta máli. Fréttamiðlar um allan heim sögðu nú í vikunni frá því að 13 ára ísraelsk stúlka hefði verið myrt í svefni með hnífi. Árásarmaðurinn var 17 ára gamall palestínskur drengur. Hann réðst einnig á ísraelskan öryggisvörð, særði hann mikið, áður en öryggisvörðurinn skaut drenginn í sjálfsvörn. Hér heima...óþægileg þögn. Þessi frétt var t.a.m. fyrsta frétt í norskum fjölmiðlum, en lítið fór fyrir þessari frétt hér. Fréttastofa Bylgjunnar, ein fréttaveita 365 miðla, greindi þó frá þessu í fimm-fréttum síðastliðinn fimmtudag og pressan.is greindi einnig frá atburðinum á málefnalegan hátt. Frá stóru fréttaveitunum okkar RÚV og Morgunblaðinu....ærandi þögn. Það kom einnig fram í mörgum fjölmiðlum að palestínski drengurinn hefði umsvifalaust verið heiðraður sem hetja fyrir verknaðinn af palestínskum yfirvöldum; sem umbuna í kjölfarið fjölskyldu hans fjárhagslega fyrir píslarvættisdauða árásarmannsins. Þá kom í ljós í viðtali við móður drengsins að hún er mjög stolt af syninum fyrir að hafa fórnað lífi sínu fyrir verðugan málstað trúar þeirra. Hér heima....grunsamleg þögn. Svo virðist sem flestar fréttir sem varða meint misrétti gagnvart Palestínumönnum rati á ógnarhraða í fyrirsagnir fjölmiðla hérlendis. Er það auðvitað í lagi svo lengi sem frásögnin er rétt og óhlutdræg. En er þá ekki morð á sofandi ísraelskri stúlku jafn fréttnæmt? Er hennar líf ekki jafn dýrmætt og líf palestínsks barns? Skiptir í alvöru máli hver heldur á hnífnum? Ég vil ekki trúa því að kynþáttur saklausra fórnarlamba ráði hvort frétt þyki vera fréttnæm í okkar fjölmiðlum. Fréttamiðlar verða að gæta jafnræðis og hlutleysis í umfjöllun viðkvæmra mála. Það er nauðsynlegt að kynna fyrir lesendum og hlustendum tvær hliðar umdeildra málaflokka og leyfa þeim síðan að mynda eigin afstöðu út frá þeim upplýsingum. Maður fær óneitanlega oft á tilfinninguna að vissir fréttamiðlar neiti neytendum sínum um slík forréttindi og reyni að stýra afstöðu fólks með hlutdrægri fréttamennsku. Ég vona auðvitað að þetta séu bara saklausar tilviljanir allt saman og að þessi mikilvæga frétt um saklausa, sofandi 13 ára stúlku hafi einfaldlega farið fyrir ofan garð og neðan vegna saklauss klaufaskapar einhvers sumarafleysingamanns á fréttamiðlunum báðum. En það eru þá líklega einnig fagmannaekkla hjá fréttaveitunum Al-Jazeera og Reuters sem skauta grunsamlega oft fram hjá harmasögum saklausra Ísraela í átökum sínum við hryðjuverkamenn. Það er þó athyglisvert að þessar tvær fréttaveitur, eru afar vinsælar uppsprettur frétta hjá t.d. RÚV og Morgunblaðinu. Ef fréttamiðlar hérlendis þurfa að leita til trúverðugri fréttamiðla til að gefa Íslendingum ákjósanlegra, heiðarlegra, fagmannlegra og traustara yfirlit yfir atburði víða um veröld, þá eigum við kröfu á því að þeir geri það. Það þarf hvorki að hafa vit fyrir okkur né mata okkur - við erum ekki börn.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun