Sport

Ásdís komst í úrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. vísir/getty
Ásdís Hjálmsdóttir mun taka þátt í úrslitum í spjótkasti á EM en undankeppnin fór fram í morgun.

Það þurfti að kasta 60 metra til þess að vera öruggur inn í úrslit á mótinu.

Ásdís kastaði 56,69 metra í fyrsta skipti og svo 58,83 metra í öðru kastinu. Hún gerði ógilt í þriðja kastinu enda fór spjótið ekki yfir 50 metra.

Hún endaði í áttunda sæti í sínum riðli og þurfti að treysta á slakan árangur í seinni riðlinum þar sem tólf efstu kæmust áfram.

Það gekk eftir. Aðeins fimm keppendur náðu að kasta yfir 60 metra og Ásdís endaði með tíunda besta kastið.

Úrslitin fara fram á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×