Látum vegakerfið ekki grotna niður Helga Árnadóttir skrifar 8. júlí 2016 07:00 Á sameiginlegum fundi Vegagerðarinnar og Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var fyrir skömmu kom fram að innan Vegagerðarinnar er nú unnið að því að reikna út verðmæti vegakerfis landsins. Fyrstu niðurstöður benda til að verðmæti þess geti verið á bilinu 600-700 milljarðar króna, þ.e. vegir, brýr, jarðgöng og stofnbrautir. Deila má um hver „rétt afskrift“ er af áætlaðri fjármunaeign, en ef stuðst er við þriggja prósenta afskrift eins og Hagstofa Íslands gerir, þyrfti að verja um 19-21 milljörðum króna á ári til að viðhalda verðmætum í vegakerfinu. Í samgönguáætlun er aftur á móti gert ráð fyrir 6-7 milljörðum króna í viðhald í ár og á næsta ári, eða þrefalt lægri fjárhæð en þyrfti. Vegakerfið er á mörgum stöðum löngu komið að þolmörkum og á sumum stöðum er það hreinlega ónýtt. Það er illa farið með eignir okkar landsmanna að láta þær rýrna með ónógri endurnýjun. Gott, greiðfært og hagkvæmt samgöngukerfi kemur öllum til góða. Fyrir ferðaþjónustuna er vegakerfið grundvöllur þess að dreifa ferðamönnum um landið til að allir landshlutar njóti góðs af fjölgun þeirra. Fjölgun ferðamanna hefur verið sannkölluð vítamínsprauta fyrir efnahag landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni tæplega 370 milljörðum króna. Samkvæmt Hagstofu Íslands var fjöldi launþega í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu um tíu prósent af heildarfjölda starfa. Skattar á tekjur og hagnað einstaklinga alls voru um 292 milljarðar króna. Það munar um tíu prósent þeirra skattþegna. Til viðbótar námu heildartekjur af bensíngjaldi, kílómetragjaldi, olíugjaldi og bifreiðagjöldum um 22 milljörðum króna og þar skipta flutningar tengdir ferðaþjónustunni mestu. Góðar samgöngur eru ein af grunnstoðum þess að ferðamenn haldi áfram að skila þjóðarbúinu miklum og vaxandi tekjum. Því ber að fagna nýlegum orðum fjármálaráðherra, sem segist vilja stórefla alla innviðauppbyggingu. En orðum þurfa að fylgja athafnir, við verðum að tryggja sómasamlegt viðhald. vegakerfisins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Helga Árnadóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Á sameiginlegum fundi Vegagerðarinnar og Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var fyrir skömmu kom fram að innan Vegagerðarinnar er nú unnið að því að reikna út verðmæti vegakerfis landsins. Fyrstu niðurstöður benda til að verðmæti þess geti verið á bilinu 600-700 milljarðar króna, þ.e. vegir, brýr, jarðgöng og stofnbrautir. Deila má um hver „rétt afskrift“ er af áætlaðri fjármunaeign, en ef stuðst er við þriggja prósenta afskrift eins og Hagstofa Íslands gerir, þyrfti að verja um 19-21 milljörðum króna á ári til að viðhalda verðmætum í vegakerfinu. Í samgönguáætlun er aftur á móti gert ráð fyrir 6-7 milljörðum króna í viðhald í ár og á næsta ári, eða þrefalt lægri fjárhæð en þyrfti. Vegakerfið er á mörgum stöðum löngu komið að þolmörkum og á sumum stöðum er það hreinlega ónýtt. Það er illa farið með eignir okkar landsmanna að láta þær rýrna með ónógri endurnýjun. Gott, greiðfært og hagkvæmt samgöngukerfi kemur öllum til góða. Fyrir ferðaþjónustuna er vegakerfið grundvöllur þess að dreifa ferðamönnum um landið til að allir landshlutar njóti góðs af fjölgun þeirra. Fjölgun ferðamanna hefur verið sannkölluð vítamínsprauta fyrir efnahag landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni tæplega 370 milljörðum króna. Samkvæmt Hagstofu Íslands var fjöldi launþega í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu um tíu prósent af heildarfjölda starfa. Skattar á tekjur og hagnað einstaklinga alls voru um 292 milljarðar króna. Það munar um tíu prósent þeirra skattþegna. Til viðbótar námu heildartekjur af bensíngjaldi, kílómetragjaldi, olíugjaldi og bifreiðagjöldum um 22 milljörðum króna og þar skipta flutningar tengdir ferðaþjónustunni mestu. Góðar samgöngur eru ein af grunnstoðum þess að ferðamenn haldi áfram að skila þjóðarbúinu miklum og vaxandi tekjum. Því ber að fagna nýlegum orðum fjármálaráðherra, sem segist vilja stórefla alla innviðauppbyggingu. En orðum þurfa að fylgja athafnir, við verðum að tryggja sómasamlegt viðhald. vegakerfisins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun