Volkswagen þarf að greiða gríðarlegar upphæðir í skaðabætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2016 23:00 Volkswagen hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði. Vísir/AFP Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur samþykkt að greiða 10,2 milljarða bandaríkjadollara, um 1232 milljarða íslenskra króna, til þess að ná sáttum við viðskiptavini í Bandaríkjunum vegna stórfellds svindls í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Megnið af upphæðinni mun fara í að bæta skaða þeirra 482 þúsund eigenda tveggja lítra Volkswagen-dísilbíla sem forritaðir voru til þess að svindla á útblástursmælingum. Hver eigandi mun fá á bilinu 1-7 þúsund dollara, um 120-850 þúsund króna, í sinn hlut en endanleg upphæð fer eftir aldri hvers bíls. Lögfræðingar Volkswagen og Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hafa þó enn ekki samið um þau skref sem Volkswagen þarf að taka til þess að laga þá bíla sem um ræðir. Sáttin sem samið hefur um nær þó ekki til þriggja lítra Volkswagen-dísilbíla en fastlega má gera ráð fyrir að auk þessarar sáttar þurfi þýski bílaframleiðandinn að greiða háar fjárhæðir í sekt til bandarískra yfirvalda vegna málsins. Sérfræðingar telja að svindl Volkswagen muni að öllum líkindi kosta fyrirtækið um 32,3 milljarða dollara þegar uppi er staðið en talið er að allt að 11 milljón bílar hafi verið útbúnir búnaðinum sem um ræðir.En í hverju fólst svindlið?Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti. Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Verksmiðjufólk VW fær bónusa þrátt fyrir dísilvélasvindlið Bónusar lækka um 260.000 kr. en nema samt 540.000 kr. 7. júní 2016 12:45 Sker Volkswagen bílafjölskyldan niður 40 bílgerðir? Til greina kemur að selja MAN og Ducati í heild. 22. júní 2016 13:30 Volkswagen samþykkir að kaupa til baka fimm hundruð þúsund bíla Þýski bílaframleiðandinn hefur komist að samkomulagi við bandarísk yfirvöld vegna Volkswagen-skandalsins svokallaða. 21. apríl 2016 21:55 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur samþykkt að greiða 10,2 milljarða bandaríkjadollara, um 1232 milljarða íslenskra króna, til þess að ná sáttum við viðskiptavini í Bandaríkjunum vegna stórfellds svindls í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Megnið af upphæðinni mun fara í að bæta skaða þeirra 482 þúsund eigenda tveggja lítra Volkswagen-dísilbíla sem forritaðir voru til þess að svindla á útblástursmælingum. Hver eigandi mun fá á bilinu 1-7 þúsund dollara, um 120-850 þúsund króna, í sinn hlut en endanleg upphæð fer eftir aldri hvers bíls. Lögfræðingar Volkswagen og Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hafa þó enn ekki samið um þau skref sem Volkswagen þarf að taka til þess að laga þá bíla sem um ræðir. Sáttin sem samið hefur um nær þó ekki til þriggja lítra Volkswagen-dísilbíla en fastlega má gera ráð fyrir að auk þessarar sáttar þurfi þýski bílaframleiðandinn að greiða háar fjárhæðir í sekt til bandarískra yfirvalda vegna málsins. Sérfræðingar telja að svindl Volkswagen muni að öllum líkindi kosta fyrirtækið um 32,3 milljarða dollara þegar uppi er staðið en talið er að allt að 11 milljón bílar hafi verið útbúnir búnaðinum sem um ræðir.En í hverju fólst svindlið?Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti.
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Verksmiðjufólk VW fær bónusa þrátt fyrir dísilvélasvindlið Bónusar lækka um 260.000 kr. en nema samt 540.000 kr. 7. júní 2016 12:45 Sker Volkswagen bílafjölskyldan niður 40 bílgerðir? Til greina kemur að selja MAN og Ducati í heild. 22. júní 2016 13:30 Volkswagen samþykkir að kaupa til baka fimm hundruð þúsund bíla Þýski bílaframleiðandinn hefur komist að samkomulagi við bandarísk yfirvöld vegna Volkswagen-skandalsins svokallaða. 21. apríl 2016 21:55 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Verksmiðjufólk VW fær bónusa þrátt fyrir dísilvélasvindlið Bónusar lækka um 260.000 kr. en nema samt 540.000 kr. 7. júní 2016 12:45
Sker Volkswagen bílafjölskyldan niður 40 bílgerðir? Til greina kemur að selja MAN og Ducati í heild. 22. júní 2016 13:30
Volkswagen samþykkir að kaupa til baka fimm hundruð þúsund bíla Þýski bílaframleiðandinn hefur komist að samkomulagi við bandarísk yfirvöld vegna Volkswagen-skandalsins svokallaða. 21. apríl 2016 21:55