Íslenski boltinn

Garðar: Fallegasta markið á ferlinum | Sjáðu markið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Þetta var fallegt og þegar lítur til þess hversu mikilvægt það var þá held ég að þetta sé eitt fallegasta mark ferilsins,“ sagði glaðbeittur Garðar Bergmann Gunnlaugsson í viðtölum eftir 2-1 sigur Skagamanna á KR í kvöld.

„Þetta var ótrúlega ljúft og að geta notið þessarar stundar með þeim áhorfendum sem lögðu sína leið á Alvogen-völlinn í kvöld var frábært.“

Garðar tók undir orð þjálfara síns að það hefði verið margt líkt með spilamennsku Skagamanna og íslenska landsliðsins á EM.

„Við vorum með svipað upplegg og Ísland, við sátum aftur og lokuðum svæðunum og reyndum að sækja hratt upp. Við erum með hraða sóknarmenn, kannski fyrir utan mig og uppleggið gekk upp í dag,“ sagði Garðar léttur.

Skagamenn voru í raun varla búnir að skapa sér færi þegar Garðar jafnaði metinn af vítapunktinum.

„Við gáfum þeim samt engin færi á okkur, fyrir utan markið man ég varla eftir færi hjá KR-ingunum. Við höfðum trú á okkur allt fram í endann og það small allt á lokamínútunum,“ sagði Garðar sem sagði það væri alltaf gott að skora gegn KR.

„Það er alltaf ljúft,“ sagði Garðar brosandi að lokum en öll mörkin úr leiknum má sjá í spilara hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×