Íslenski boltinn

Ítarlega fjallað um stöðu KR í Pepsi-mörkunum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna.
Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna. Vísir/Stefán
Pepsi-mörkin eru aftur á dagskrá í kvöld eftir nokkra vikna frí vegna Evrópumótsins í fótbolta. Í kvöld verður fjallað um áttundu umferð Pepsi-deildarinnar sem lýkur í kvöld með fjórum leikjum.

Pepsi-mörkin fara í loftið klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport eða strax á eftir stórleik Breiðabliks og Vals.

Hörður Magnússon mun að sjálfsögðu stýra Pepsi-mörkunum eins og hann er vanur og Hörður verður með reynslumikla knattspyrnuspekinga hjá sér í kvöld.

Logi Ólafsson þreytir frumraun sína í Pepsi-mörkunum í kvöld en hann verður í þættinum ásamt Kristjáni Guðmundssyni. Báðir hafa þeir mikla reynslu af því að þjálfa í deildinni.

Það verður fjallað um alla sex leiki áttundu umferðarinnar en þá verður einnig fjallað ítarleika um stöðu KR-inga. KR-liðið hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og alls fimm af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum.

Það verður einnig fróðlegt að sjá hvaða lið verður í toppsætinu þegar leik lýkur í kvöld en fyrir leiki kvöldsins munar aðeins þremur stigum á toppliði FH og liði Víkinga frá Ólafsvík sem eru í 5. sætinu.



Leikirnir í 8. umferð Pepsi-deildarinnar:

Í gær

KR-ÍA 1-2

Stjarnan-ÍBV 1-0

Í kvöld

Víkingur R. - Víkingur Ó.

FH - Fylkir

Breiðablik - Valur

Þróttur R. - Fjölnir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×