Íslenski boltinn

Kristinn: Vonumst til að vera búnir að ráða þjálfara á mánudaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristinn með Bjarna Guðjónssyni og Guðmundi Benediktssyni þegar þeir voru kynntir til leiks sem þjálfarar KR.
Kristinn með Bjarna Guðjónssyni og Guðmundi Benediktssyni þegar þeir voru kynntir til leiks sem þjálfarar KR. vísir/vilhelm
Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, vildi lítið tjá sig um brottrekstur Bjarna Guðjónssonar frá félaginu.

KR greindi frá því á heimasíðu sinni í hádeginu að Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson væru hættir störfum hjá félaginu.

KR-ingar eru með æfingu á morgun og mun Arnar Gunnlaugsson, sem kom inn í þjálfarateymi KR á dögunum, stýra henni. Arnar kemur þó ekki til greina sem næsti þjálfari KR að sögn Kristins.

Sjá einnig: Uppbótartíminn: Bless Bjarni | Myndbönd

Hann vonast til að vera búinn að ráða nýjan þjálfara á mánudaginn.

„Við þurfum að klára þetta sem allra fyrst. Ég á ekki von á því að við náum því fyrir æfinguna á morgun en vonandi eigi síðar en á mánudaginn,“ sagði Kristinn í samtali við Vísi.

KR er í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir níu leiki.

Næsti leikur KR-inga er gegn Glenovan á heimavelli í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×