Geir: Verðum að nýta reynsluna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júní 2016 06:00 Geir Sveinsson ætlar að koma Íslandi á HM 2017. vísir/Stefán handbolti „Það er ansi margt sem ber að varast hjá þessu liði,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en lærisveinar hans taka á móti Portúgal í Laugardalshöllinni á morgun. Fyrri leikur af tveimur um laust sæti á HM í Frakklandi í janúar á næsta ári. Síðari leikurinn fer fram í Porto á fimmtudag þannig að strákarnir þurfa að fara með gott veganesti í síðari leikinn. Það er sannkallað íþróttastríð á milli Íslands og Portúgals þessa dagana því á milli handboltalandsleikjanna spilar knattspyrnulandslið Íslands við Portúgal á EM. „Þrír landsleikir og þrír íslenskir sigrar,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson ákveðinn á blaðamannafundi HSÍ í gær.Mjög hraðir „Þeir eru gríðarlega öflugir fram á við. Það er að segja að þeir keyra góð hraðaupphlaup, hraða miðju og aðra og þriðju bylgju í hraðaupphlaupum. Þannig skora þeir flest sín mörk. Þeir eru með góða hornamenn og svo er línan sterk. 65 prósent af þeirra mörkum koma úr þessum atriðum. Það má alls ekki vanmeta þetta lið,“ segir Geir um portúgalska liðið sem hefur verið á uppleið síðustu ár og nýtur líka góðs af því að margir leikmenn spila saman. Geir valdi upphaflega 22 leikmenn í hópinn en skar fyrir helgina niður í nítján. Þá duttu út Björgvin Hólmgeirsson, Janus Daði Smárason og Hreiðar Levý Guðmundsson. Svo eru Vignir Svavarsson og Guðjón Valur Sigurðsson að glíma við meiðsli. Ástandið virðist vera verra á Vigni.Tveir að glíma við meiðsli „Ástand hópsins er að mestu leyti gott. Vignir er örlítið laskaður og óvíst með framhaldið hjá honum. Við metum það þegar nær dregur leik. Guðjón segist ekki hafa áhyggjur af sínum meiðslum en annars eru menn ferskir.“ Geir hefur ekki fengið mikinn tíma með liðinu síðan hann tók við af Aroni Kristjánssyni. Hann hefur ekki gert neinar breytingar á hópnum en hverju er verið að reyna að breyta?Ná því besta út úr öllum „Almennt að ná því besta út úr öllum. Að reyna að tryggja að menn séu að leggja sig fram og gefa allt í verkefnið. Að gæði hvers leikmanns nái að koma fram í leiknum. Auðvitað gerum við smá áherslubreytingar. Bæði út frá okkar andstæðingi sem og út frá okkur sjálfum. Minni atriði en samt atriði sem skipta máli. Við erum ekki að finna upp hjólið á svona skömmum tíma,“ segir Geir en hann hefur nýtt dagana til að leggja upp leikinn og veit að hann getur ekki gert neinar risabreytingar með liðið á svona skömmum tíma en hann veit vel hvað hann er með í höndunum. „Við erum með gríðarlega reynslumikið lið og við erum að reyna að nýta það. Ég vona að mönnum renni blóðið til skyldunnar að gefa virkilega í og kannski sérstaklega í ljósi þess hvernig gekk á Evrópumótinu í Póllandi.“ Gerum kröfur til okkar Þjálfarinn segir að liðið geri þær kröfur til sín að klára þetta verkefni.„Við viljum þetta og langar til Frakklands. Það þýðir að við verðum að klára þessa leiki. Við ætlum að koma vel undirbúnir til leiks og ná upp stemningu í liðinu.“ Strákarnir þekkja vel til portúgalska liðsins eftir að hafa mætt því í tvígang í janúar er það undirbjó sig fyrir EM í Póllandi. Þá tapaði A-liðið með fjórum mörkum en B-liðið vann með einu. Einkennilegir leikir og þar fóru viðvörunarbjöllur að klingja fyrir EM. Það var ástæða fyrir því að bjöllurnar fóru í gang.Vill fá góðan stuðning Geir vonast eftir því að þjóðin standi við bakið á strákunum í þessu verkefni enda mikið undir og nauðsynlegt að fara með góða stöðu til Porto. „Ég veit að þetta er klisja en það skiptir máli að fá góðan stuðning og strákarnir tala um það sjálfir. Það er allt annað að spila í fullri höll með góðri stemningu. Einhverjir halda að þetta sé lið sem eigi að klárast tiltölulega þægilega en það er ekki þannig. Þetta er flott lið sem var að vinna Katar í tvígang á dögunum,“ segir Geir en stemningin í Höllinni hefur oft fleytt strákunum langt þegar þess hefur verið þörf. HSÍ mun gera sitt besta til þess að lokka fólk á völlinn og verða alls konar viðburðir fyrir leik sem og í hálfleik. Íslenski handboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
handbolti „Það er ansi margt sem ber að varast hjá þessu liði,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en lærisveinar hans taka á móti Portúgal í Laugardalshöllinni á morgun. Fyrri leikur af tveimur um laust sæti á HM í Frakklandi í janúar á næsta ári. Síðari leikurinn fer fram í Porto á fimmtudag þannig að strákarnir þurfa að fara með gott veganesti í síðari leikinn. Það er sannkallað íþróttastríð á milli Íslands og Portúgals þessa dagana því á milli handboltalandsleikjanna spilar knattspyrnulandslið Íslands við Portúgal á EM. „Þrír landsleikir og þrír íslenskir sigrar,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson ákveðinn á blaðamannafundi HSÍ í gær.Mjög hraðir „Þeir eru gríðarlega öflugir fram á við. Það er að segja að þeir keyra góð hraðaupphlaup, hraða miðju og aðra og þriðju bylgju í hraðaupphlaupum. Þannig skora þeir flest sín mörk. Þeir eru með góða hornamenn og svo er línan sterk. 65 prósent af þeirra mörkum koma úr þessum atriðum. Það má alls ekki vanmeta þetta lið,“ segir Geir um portúgalska liðið sem hefur verið á uppleið síðustu ár og nýtur líka góðs af því að margir leikmenn spila saman. Geir valdi upphaflega 22 leikmenn í hópinn en skar fyrir helgina niður í nítján. Þá duttu út Björgvin Hólmgeirsson, Janus Daði Smárason og Hreiðar Levý Guðmundsson. Svo eru Vignir Svavarsson og Guðjón Valur Sigurðsson að glíma við meiðsli. Ástandið virðist vera verra á Vigni.Tveir að glíma við meiðsli „Ástand hópsins er að mestu leyti gott. Vignir er örlítið laskaður og óvíst með framhaldið hjá honum. Við metum það þegar nær dregur leik. Guðjón segist ekki hafa áhyggjur af sínum meiðslum en annars eru menn ferskir.“ Geir hefur ekki fengið mikinn tíma með liðinu síðan hann tók við af Aroni Kristjánssyni. Hann hefur ekki gert neinar breytingar á hópnum en hverju er verið að reyna að breyta?Ná því besta út úr öllum „Almennt að ná því besta út úr öllum. Að reyna að tryggja að menn séu að leggja sig fram og gefa allt í verkefnið. Að gæði hvers leikmanns nái að koma fram í leiknum. Auðvitað gerum við smá áherslubreytingar. Bæði út frá okkar andstæðingi sem og út frá okkur sjálfum. Minni atriði en samt atriði sem skipta máli. Við erum ekki að finna upp hjólið á svona skömmum tíma,“ segir Geir en hann hefur nýtt dagana til að leggja upp leikinn og veit að hann getur ekki gert neinar risabreytingar með liðið á svona skömmum tíma en hann veit vel hvað hann er með í höndunum. „Við erum með gríðarlega reynslumikið lið og við erum að reyna að nýta það. Ég vona að mönnum renni blóðið til skyldunnar að gefa virkilega í og kannski sérstaklega í ljósi þess hvernig gekk á Evrópumótinu í Póllandi.“ Gerum kröfur til okkar Þjálfarinn segir að liðið geri þær kröfur til sín að klára þetta verkefni.„Við viljum þetta og langar til Frakklands. Það þýðir að við verðum að klára þessa leiki. Við ætlum að koma vel undirbúnir til leiks og ná upp stemningu í liðinu.“ Strákarnir þekkja vel til portúgalska liðsins eftir að hafa mætt því í tvígang í janúar er það undirbjó sig fyrir EM í Póllandi. Þá tapaði A-liðið með fjórum mörkum en B-liðið vann með einu. Einkennilegir leikir og þar fóru viðvörunarbjöllur að klingja fyrir EM. Það var ástæða fyrir því að bjöllurnar fóru í gang.Vill fá góðan stuðning Geir vonast eftir því að þjóðin standi við bakið á strákunum í þessu verkefni enda mikið undir og nauðsynlegt að fara með góða stöðu til Porto. „Ég veit að þetta er klisja en það skiptir máli að fá góðan stuðning og strákarnir tala um það sjálfir. Það er allt annað að spila í fullri höll með góðri stemningu. Einhverjir halda að þetta sé lið sem eigi að klárast tiltölulega þægilega en það er ekki þannig. Þetta er flott lið sem var að vinna Katar í tvígang á dögunum,“ segir Geir en stemningin í Höllinni hefur oft fleytt strákunum langt þegar þess hefur verið þörf. HSÍ mun gera sitt besta til þess að lokka fólk á völlinn og verða alls konar viðburðir fyrir leik sem og í hálfleik.
Íslenski handboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira