Fótbolti

Piparsveinninn í landsliðinu: „Ingvar er orðinn pirrandi“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnór Ingvi Traustason hefur heldur betur nýtt tækifæri sitt í landsliðinu vel og raðað inn mörkum.
Arnór Ingvi Traustason hefur heldur betur nýtt tækifæri sitt í landsliðinu vel og raðað inn mörkum. Vísir/Vilhelm
Arnór Ingvi Traustason er svo „heppinn“ að vera eini piparsveinninn í landsliðinu. Aðrir leikmenn eru lofaðir en Arnór Ingvi á eftir að binda sig. Hann var nýlega nefndur í upptalningu Smartlands Mörtu Maríu á heitustu piparsveinum landsins. En hvernig fer það ofan í landsliðsfélagana?

„Ekki vel,“ segir Arnór og greinilegt að strákarnir minna hann reglulega á valið. Þar er Ingvar verstur.

„Hann er eiginlega orðinn pirrandi. Ég veit ekki hvað ég get gert í þessu,“ segir Arnór Ingvi ekki skemmt en hefur þó greinilega húmor fyrir málinu.

„Heilvitamaður hlær bara að þessu. Þetta er eiginlega bara smá vandræðalegt,“ segir Arnór sem getur þó ekki annað en játað að hann er vissulega á lausu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×