Fótbolti

Aron Einar: Verðum að passa okkur að ofpeppast ekki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar og Gylfi á leiðinni á fundinn.
Aron Einar og Gylfi á leiðinni á fundinn. Vísir/Vilhelm
Gylfi Þór Sigurðsson segir ekkert öðruvísi við fótboltaleikinn á morgun, jú fyrir utan að þetta er fyrsti leikur karlaliðsins á stórmóti.

„Auðvitað er komin smá spenna og eftirvænting í mannskapinn. Við erum búnir að bíða lengi eftir að mótið hefjist.“

Aron Einar Gunnarsson tók undir með Gylfa. 

„Þetta er venjulegur leikur fyrir okkur og þurfum að halda okkur á jörðinni og ofpeppast ekki,“ segir landsliðsfyrirliðinn. En hvernig?

„Við erum með þaulreyndan þjálfara sem hefur upplifað þetta margoft og hann miðlar sinni reynslu. Við þurfum bara að halda okkur á tánum og hlusta á það sem hann hefur að segja.“

Fundinn í heild má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×