Skoðanakannanir og skoðanamyndandi kannanir Guðjón Jensson skrifar 14. júní 2016 07:00 Fyrir nokkrum árum var hringt í heimasíma minn og eg beðinn um að svara nokkrum spurningum. Eg svaraði þeim framan af en brátt rann á mig tvær grímur þegar eg fékk framan í mig spurningu sem mér þótti bæði tortryggilega leiðandi. Þar sem eg færðist undan að svara spurningu viðkomandi hvaða stjórnmálaflokk eg hygðist velja við næstu kosningar. Var eg þá spurður að því hvort líklegt væri eg kysi Sjálfstæðisflokkinn fremur en aðra flokka! Eðlileg viðbrögð mín voru að vita hver spyrjandinn væri og á hvers vegum hann væri. Þannig leiðandi eða veiðandi spurningar eru bannaðar fyrir dómstólum landsins og er það hlutverk dómara sem og lögmanna að vera á varðbergi og koma í veg fyrir slíka lögleysu. Spurningar sem þessar með fyrirfram svarmöguleika virðast vera heimilar hvað viðhorfskannanir varða enda engin lög eða reglur um þær. Þegar hringt er í fólk og spurt óviðeigandi spurninga kann það ekki aðeins að vera móðgun við borgara, heldur einnig jafnvel ógn við lýðræðið. Í flestum lýðræðislöndum eru mjög strangar reglur um gerð skoðanakannana, hverjir megi gera þær, framkvæmd þeirra og kynningu. Gerðar eru þær kröfur að þær séu vandaðar og framkvæmdar af viðurkenndum aðilum þar sem farið er eftir vísindalegri aðferðafræði. Þar er jafnvel bannað að framkvæma skoðanakannanir ákveðinn tíma fyrir kjördag, oft er miðað við viku. Hér á Íslandi er þetta eins og í villta vestrinu þar sem allt á að vera svo frjálslegt og allt eigi að vera heimilt. Oft er vikið að því að fara eigi eftir íslenskum lögum sem oft eru ærið forneskjuleg og gjörsamlega úr takti við nútímaaðstæður og þjóðfélag nútímans. Hér virðist sem hvaða fúskari sem er geti gert það sem honum sýnist án þess að nokkur finni að. Nú er rétt að benda á að „skoðanakönnun“ er ekki alltaf skoðanakönnun. Ef fram er lögð leiðandi spurning eins og þá sem fram hefur komið er ekki um vísindalega aðferð að ræða heldur skoðanamyndandi könnun sem er einskis virði. Slíkar „kannanir“ eru oft settar fram af hagsmunaaðila sem hefur hag af því að beina athygli sérstaklega að þeim aðila sem viðkomandi vill fá fylgi. Þessar kannanir eru fremur til þess fallnar að móta skoðanir fremur en að mæla. Því ber að líta til annarra landa eftir góðum fyrirmyndum. Alþingi Íslendinga á að setja lög um skoðanakannanir og þá sérstaklega með kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta Íslands í huga. Það er mjög brýnt að tryggja að þjóðfélagið fái að þróast hér áfram þannig að mannréttindi og lýðræðið verði bætt eftir því sem skynsemi og rökhugsun byggist á. Rétt væri að leita til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um faglega ráðgjöf en þar eru að líkindum framkvæmdar vönduðustu skoðanakannanir í dag. Sennilega náum við ekki að setja slík lög fyrir næstu kosningar vegna forseta lýðveldisins þann 25. júní en ætti að nægja fyrir næstu fyrirhuguðu kosningar til Alþingis eins og ríkisstjórnin hefur lofað landsmönnum að hausti komanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var hringt í heimasíma minn og eg beðinn um að svara nokkrum spurningum. Eg svaraði þeim framan af en brátt rann á mig tvær grímur þegar eg fékk framan í mig spurningu sem mér þótti bæði tortryggilega leiðandi. Þar sem eg færðist undan að svara spurningu viðkomandi hvaða stjórnmálaflokk eg hygðist velja við næstu kosningar. Var eg þá spurður að því hvort líklegt væri eg kysi Sjálfstæðisflokkinn fremur en aðra flokka! Eðlileg viðbrögð mín voru að vita hver spyrjandinn væri og á hvers vegum hann væri. Þannig leiðandi eða veiðandi spurningar eru bannaðar fyrir dómstólum landsins og er það hlutverk dómara sem og lögmanna að vera á varðbergi og koma í veg fyrir slíka lögleysu. Spurningar sem þessar með fyrirfram svarmöguleika virðast vera heimilar hvað viðhorfskannanir varða enda engin lög eða reglur um þær. Þegar hringt er í fólk og spurt óviðeigandi spurninga kann það ekki aðeins að vera móðgun við borgara, heldur einnig jafnvel ógn við lýðræðið. Í flestum lýðræðislöndum eru mjög strangar reglur um gerð skoðanakannana, hverjir megi gera þær, framkvæmd þeirra og kynningu. Gerðar eru þær kröfur að þær séu vandaðar og framkvæmdar af viðurkenndum aðilum þar sem farið er eftir vísindalegri aðferðafræði. Þar er jafnvel bannað að framkvæma skoðanakannanir ákveðinn tíma fyrir kjördag, oft er miðað við viku. Hér á Íslandi er þetta eins og í villta vestrinu þar sem allt á að vera svo frjálslegt og allt eigi að vera heimilt. Oft er vikið að því að fara eigi eftir íslenskum lögum sem oft eru ærið forneskjuleg og gjörsamlega úr takti við nútímaaðstæður og þjóðfélag nútímans. Hér virðist sem hvaða fúskari sem er geti gert það sem honum sýnist án þess að nokkur finni að. Nú er rétt að benda á að „skoðanakönnun“ er ekki alltaf skoðanakönnun. Ef fram er lögð leiðandi spurning eins og þá sem fram hefur komið er ekki um vísindalega aðferð að ræða heldur skoðanamyndandi könnun sem er einskis virði. Slíkar „kannanir“ eru oft settar fram af hagsmunaaðila sem hefur hag af því að beina athygli sérstaklega að þeim aðila sem viðkomandi vill fá fylgi. Þessar kannanir eru fremur til þess fallnar að móta skoðanir fremur en að mæla. Því ber að líta til annarra landa eftir góðum fyrirmyndum. Alþingi Íslendinga á að setja lög um skoðanakannanir og þá sérstaklega með kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta Íslands í huga. Það er mjög brýnt að tryggja að þjóðfélagið fái að þróast hér áfram þannig að mannréttindi og lýðræðið verði bætt eftir því sem skynsemi og rökhugsun byggist á. Rétt væri að leita til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um faglega ráðgjöf en þar eru að líkindum framkvæmdar vönduðustu skoðanakannanir í dag. Sennilega náum við ekki að setja slík lög fyrir næstu kosningar vegna forseta lýðveldisins þann 25. júní en ætti að nægja fyrir næstu fyrirhuguðu kosningar til Alþingis eins og ríkisstjórnin hefur lofað landsmönnum að hausti komanda.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun